Leita í fréttum mbl.is

„Vér einir vitum“ eftir sr. Þóri Stephensen

Sr.Þórir StephensenÍ Morgunblaðnu um helgina ritaði sr. Þórir Stephensen m.a: ,,Fyrirsögn þessarar greinar er tilvitnun í Friðrik 6., einn af okkar gömlu konungum, sem taldi sig þiggja vald sitt milliliðalaust frá Guði. Þá var rætt um breytingar á prentfrelsisákvæðum í Danmörku. Svar konungs, „Vi alene vide,“ kom í veg fyrir aukið frelsi og hefur gjarnan verið notað um þvermóðsku og yfirgang stjórnvalda. Það hefur oft heyrst i þjóðfélagsumræðunni að undanförnu.
     Í umfjölluninni um ESB og Sjálfstæðisflokkinn hefur nokkrum sinnum verið að því vikið, að Davíð Oddsson, formaður nefndar þeirrar, er samdi Aldamótaskýrslu Sjálfstæðisflokksins, hafi breytt um skoðun í Evrópumálum. Ummæli hans í skýrslunni eru mörg á þann veg, að þau hefðu getað verið skrifuð af ESB-sinna í dag. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Davíð útskýrir þetta í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 10. júlí sl. Hann segir þar: „Fyrrnefnd skýrsla virðist um margt ágæt, en ekki hefur þó allt það, sem þar var sett fram, staðist tímans tönn.“ Hann segir ennfremur: „ [nú] hafa allar þær upplýsingar sem áður vantaði, komið fram, meðal annars í fjölmörgum samtölum fyrrverandi formanns skýrslunnar .... við menn eins og Delors, Santer og Prodi, sem allir voru formenn framkvæmdastjórnar ESB, auk helstu forystu Evrópuríkja.“


Öll greinin, sem við fengum frá Þóri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband