28.11.2010 | 13:06
Stefán Haukur í ítarlegu viðtali um ESB-ferlið
Fréttablaðið birti í helgarútgáfu sinni ítarleg viðtal við Stefán Hauk Jóhannesson, aðalsamningamann Íslands gagnvartt ESB. Í viðtalinu segir m.a.:
,,Er það rétt sem Joe Borg sagði á dögunum að Ísland væri heppið að vera ekki í hópi fjölda ríkja að semja um inngöngu eins og Malta var á sínum tíma. Eða lendir meiri vinna á ykkur en ef Ísland væri að sækja um aðild samferða öðrum ríkjum?
Sú vinna sem lendir á okkur yrði hvorki meiri né minni við það að vera í hópi með öðrum. ESB semur við hvert og eitt ríki á eigin forsendum en hefur viljað semja við nokkur ríki í einu því það er að mörgu leyti auðveldara fyrir ESB að gera það þannig.
Þegar við gerðum EES-samninginn var mikill styrkur að því að vera í hópi með hinum EFTA-löndunum. En það var ekki síst af því að þau ríki töluðu einni röddu við ESB. Þetta á ekki við í aðildarviðræðum, því þar er hvert ríki að semja fyrir sig.
Það væri kannski ekki verra að vera með öðrum ríkjum í hópi en það að við séum ein veitir ef til vill meiri sveigjanleika fyrir ESB til að nálgast sérlausnir fyrir okkur án þess að ég vilji fullyrða neitt um það.
Þið eruð að fara að karpa við hörkuþjóðir eins og Þjóðverja og Englendinga. Eigið þið einhvern séns í fimm hundruð milljóna manna samband?
Það er mikil einföldun að horfa á höfðatölu í þessu samhengi. Þetta snýst um að hafa þekkingu og reynslu á þeim málefnasviðum sem samningarnir snúast um. Það fólk sem hefur verið beðið um að taka að sér þetta verkefni hefur gert það í krafti sérfræðiþekkingar sinnar og reynslu.
Ég tel að það sé góð sátt um samninganefndina og í samningahópum taka þátt sérfræðingar úr ýmsum áttum, sérfræðingar og hagsmunaaðilar, og það er það sem við erum að byggja á og njóta góðs af.
Ég held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af stærð ESB. Evrópusamvinnnan snýst að miklu leyti um málamiðlanir, að finna sameiginlegar lausnir og taka tillit til séraðstæðna í hverju ríki. Í EES-samningaviðræðunum sást hvað íslensk stjórnsýsla getur þegar á reynir."
Í viðtalinu er m.a. komið inn á aðkomu bænda að þessu ferli og um það segir í viðtalinu:
,,Í næstu viku er fjögurra daga fundur um landbúnaðarmál. Bændasamtökin eru í einum samningahópanna en segjast ekki vilja taka þátt í þessu ferli. Í hverju taka þau ekki þátt og hvað þýðir það? Hamlar það ykkur í þessu rýniferli?
Við höfum átt prýðilegt samstarf við Bændasamtökin en þau hafa gefið til kynna að þau muni ekki taka þátt í rýnifundum úti í Brussel, sem eru vonbrigði. Þetta þýðir að við þurfum að styðjast við þá krafta sem við höfum í landbúnaðarráðuneytinu og það fólk í utanríkisráðuneyti sem hefur tekið þátt í þessu á landbúnaðarsviði.
Það hefði að sjálfsögðu verið æskilegra að hafa Bændasamtökin með enda búa þau yfir mikilli þekkingu. Ég vil ekki vera með getgátur um hvort þetta tefji fyrir, við vinnum bara eins og við getum. Þetta hefur ekki áhrif á rýniferlið núna, því það er ESB sem skýrir sína hlið í næstu viku. En á seinni fundunum, sem verða í lok janúar, þurfum við að gera grein fyrir íslenskri löggjöf og það er mikil vinna að undirbúa það.
Auðvitað hefði verið betra að hafa Bændasamtökin í því og ég vona að þau geri það. Við stefnum á að vera undirbúin fyrir þá fundi og ég á ekki von á öðru.
Þetta getur þá þýtt að Ísland fer verr undirbúið en ella í viðræðurnar?
Hjáseta Bændasamtakanna getur komið niður á undirbúningi og því gæti staða okkar verið lakari en ella."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.