Leita í fréttum mbl.is

Hjálmtýr Guðmundsson í lesendabréfi í MBL: "Er það stefna LÍÚ og Mbl. að Ísland verði bara verstöð?"

Hjálmtýr GuðmundssonÞað er oft skemmtilegt að lesa lesendabréf blaðanna. Eitt slíkt er eftir Hjálmtýr Guðmundsson (mynd) í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar hann um umfjöllun MBL um ESB-málið. Hjálmtýr skrifar:

,,Maður getur orðið þunglyndur af að lesa leiðara Morgunblaðsins sem reynir að fremsta megni að þjóna ímynduðum hagsmunum útgerðarinnar og er þess vegna alfarið á mót ESB og samningaviðræðum við það. Það væri út af fyrir sig í lagi ef þetta væri vitræn umræða en því fer oft fjarri að mínu mati. Morgunblaðið (leiðarar) gleðst í hvert sinn sem koma fréttir af erfiðleikum ESB-landa og kættist verulega þegar Grikkland og Írland lentu í vandræðum. Þetta var sem sagt dæmið um hvað það væri vont að vera í ESB og hvað evran væri nú vond og bjargaði engu. Það væri nú aldeilis munur að vera með hina íslensku krónu, hún væri nú að bjarga okkur."

Síðar segir Hjálmtýr: ,,Gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hefur á undanförnum áratugum verið handstýrt af stjórnvöldum að undanteknum fáeinum árum fyrir hrunið en það endaði nú eins og allir vita. Þessi handstýring var ávallt notuð til að lækka raunlaun í landinu..."

Að lokum segir Hjálmtýr: ,,Ég hef ekki hugmynd um hvort við eigum að ganga í ESB eða ekki en mér finnst algjörlega fáránlegt að vera með því eða móti án þess að vita nokkuð um hvaða samningum við getum náð. Eitt er a.m.k. víst og það er að með eigin gjaldmiðli, íslensku krónunni, verðum við láglaunaland og okkar unga fólk mun ekki vilja búa hér þegar það hefur aflað sér menntunar sem er nú gjaldgeng erlendis. Er það stefna LÍÚ og Mbl. að Ísland verði bara verstöð?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur á vörum og þjónustu árið 2009:

1. sæti:
Þjónusta 287 milljarðar króna (þar af samgöngur, flutningar og ferðaþjónusta 197 milljarðar króna),

2. sæti: Iðnaðarvörur
244 milljarðar króna (þar af ál 171 milljarður króna og kísiljárn 17 milljarðar króna),

3. sæti: Sjávarafurðir
209 milljarðar króna,

4. sæti: Landbúnaðarvörur
8 milljarðar króna.

Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var því níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd árið 2009


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 17:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu,
einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 17:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD


Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband