Leita í fréttum mbl.is

(Kjúklinga)spjótin standa á Jóni Bjarnasyni!

KjúlliVefur Vísis greinir frá: ,,Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum til að geta lagt mat á hvort innlendir kjúklingaframleiðendur ná að sinna eftirspurn neytenda. Búist er við að staðan skýrist betur á allra næstu dögum.

Samtök verslunar og þjónustu hafa krafist þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, heimili aukinn innflutning á kjúklingi. Þess er ennfremur krafist að aðflutningstollar af kjúklingi verði afnumdir.

Í bréfi sem forsvarsmenn SVÞ sendu ráðherra í dag segir að vegna gríðarlegrar aukningar á salmonellusmitum hér á landi, með tilheyrandi förgun, nái framleiðendur ekki að anna eftirspurn.

Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðherra, segir þessi mál til skoðunar í ráðuneytinu en getur ekkert sagt til um líkur á því að farið verði að kröfum samtakanna."

Þetta er forvitnilegt mál og hversvegna? Jú, ef innlendir framleiðendur kjúklinga geta ekk skaffað kjúklinga, hvar eigum við Íslendingar þá að fá kjúklinga? 

Öll frétt Vísis 

Eyjan er einnig með áhugaverða frétt um málið! 

MBL.is er líka með frétt um kjúlla-málið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

KJÚKLINGARÆKT HÉRLENDIS - RANNSÓKNARSKÝRSLA ALÞINGIS.

"Þróunin í átt að stórbúum hófst fyrr í kjúklingarækt en svínarækt en um aldamótin stefndu Brautarholtsfeðgar að því að ná undir sig bróðurpartinum af kjúklingamarkaðnum.

Þeir höfðu keypt hlut í Móabúinu 1985. Þá var búið með aðeins 8% markaðshlutdeild en hóf þegar stórfelldar fjárfestingar og árið 2000 var það komið í þriðjungs markaðshlutdeild.

Helsti samkeppnisaðili Móabúsins var Reykjagarður sem lengst af var stærsti framleiðandinn.

Árið 2001 keypti Fóðurblandan, sem þá var í eigu GB Fóðurs, Reykjagarð en seldi hann svo til Búnaðarbankans sem hugðist sameina Reykjagarð Móabúinu.

Brautarholtsfeðgar voru þá orðnir mjög umsvifamiklir, áttu annað stærsta svínabú landsins, annað stærsta eggjabú landsins og annað stærsta kjúklingabú landsins og voru með mikil umsvif í kjötvinnslu.


Með sameiningu Móabúsins og Reykjagarðs hefðu Brautarholtsfeðgar verið komnir með nærri 70% markaðshlutdeild á kjúklingamarkaði. Samkeppnisyfirvöld lögðust gegn sameiningunni.

Útþensla Brautarholtsfeðga var fjármögnuð með lánsfé en skuldir þeirra voru fimm milljarðar í árslok 2002.

Sumar fjárfestingar þeirra þóttu misráðnar og þeir sagðir tilbúnir að borga óhóflega hátt verð fyrir þau fyrirtæki sem þeir keyptu en kaupverðið á bæði Nesbúinu og Síld og fiski þótti óeðlilega hátt og vandséð hvernig rekstur fyrirtækjanna átti að geta staðið
undir afborgunum af lánum sem Brautarholtsfeðgar tóku til að fjármagna kaupin.

Í júlí 2001 tóku Brautarholtsfeðgar í notkun stórt og öflugt sláturhús og kjötvinnslu fyrir Móa í Mosfellsbæ. Fasteignafélagið Landsafl, sem var í eigu Landsbankans, EFA og Íslenskra aðalverktaka, átti húsið og leigði Móabúinu.

Framleiðslugeta hússins var slík að það hefði getað annað allri kjúklingaframleiðslu landsins og því nauðsynlegt fyrir Móa að stórauka framleiðslu sína til að nýta fjárfestinguna.

Um skeið lét Reykjagarður slátra í kjötvinnslu Móa í Mosfellsbæ
en haustið 2002, eftir að slitnaði upp úr samvinnu búanna, ákvað Móabúið að auka framleiðslu sína. Í kjölfarið sigldi verðstríð á kjúklingamarkaði.

Tap var á rekstri Reykjagarðs á meðan Búnaðarbankinn átti búið. Tap á árinu 2001 nam 313 milljónum en árið áður nam tapið 71 milljón.


Um áramótin 2001-2002 var eigið fé Reykjagarðs neikvætt um 146 milljónir króna en árið 2000 hafði það verið jákvætt um 72 milljónir króna. Rekstur annarra stórra kjúklingabúa gekk sömuleiðis illa.

Tap Móa á árinu 2001 var 241 milljón og eigið fé neikvætt í lok ársins um 244 milljónir. Íslandsfugl á Dalvík tapaði líka miklu - 54 milljónum en eigið fé var þó jákvætt.

Ísfugl var eina fyrirtækið sem var rekið með hagnaði og var hagnaðurinn 14,2 milljónir króna. Ísfugl hafði farið hvað rólegast í fjárfestingar.

Afleiðing verðstríðsins og offjárfestinga var sú að bæði Móabúið og Reykjagarður voru nálægt gjaldþroti árið 2002.

Haustið 2003 keypti Sláturfélag Suðurlands Reykjagarð af Búnaðarbankanum og Matfugl eignaðist þrotabú Móa, sem var úrskurðað gjaldþrota í nóvember 2003.

Offjárfesting í kjúklingarækt
þýddi að offramboð var á kjöti.

Verðstríð kjúklingaframleiðenda kom einnig niður á svínakjötsframleiðslu.

Árið 2002 hættu tíu svínabú rekstri og árið 2003 voru aðeins 17 bú starfandi. Mörg búanna voru þó tengd og því voru í raun
ekki nema 10 sjálfstæðir framleiðendur árið 2004.
"

Rannsóknarskýrsla Alþingis - Viðauki 5, bls. 91-92

Þorsteinn Briem, 2.12.2010 kl. 18:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 2.12.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband