3.12.2010 | 22:09
Stefán Benediktsson um evruna og eilífðina
Stefán Benediktsson, skrifar áhugaverða greiningu á Evru-málinu á Eyjubloggið: Stefán segir:
,,Víða ræða menn um að evran sé að hrynja eða falla, að þjóðverjar muni hætta með evruna eða að Evrópu verði skipt í þróuð og vanþróuð lönd.
Umræðan mótast af umhverfin sem hún fer fram í. Þekking manna á Þýskalandi eða Evrópu er, þökk sé fjölmiðlum, afar takmörkuð eða í besta falli harla lítil."
Hann skiptir pistlinum í "vondar" og "góðar" fréttir. Byrjum á þeim vondu:
,,Í evrulöndum eru meðalskuldir af landsframleiðslu um 85%. Belgar, Ítalir og Grikkir eru yfir þessu marki en þrettán lönd, þ.e. flest evrulönd, undir.
Fimm evrulönd eru rekin með halla á bilinu 5-15% og halli Íra er 32%. Tveir þriðju af því eru vegna bankaábyrgðanna.
Stór lán falla í gjalddaga hjá Portúgölum, Spánverjum og Ítölum 2011, hjá Grikkjum 2011 og 2015 og hjá Írum 2020.
ESB hefur stofnað björgunarsjóð upp á 750 milljarða evra en af því eru 60% ábyrgðir. Það eru allar líkur á að þessi sjóður mun ekki duga.
Íbúar munu greiða lán sem tekin verða vegna ríkissjóðsvanda en lán til að halda bönkunum gangandi verða endurgreidd af þeim bönkum sem lifa af.
Stjórnvöld evrulanda geta ekki lækkað laun og hækkað verð með gengisfellingu. Þau geta ekki velt kostnaðinum yfir á skattgreiðendur með verðbólgu. Þau verða að hagræða og skera. Flest eru reyndar byrjuð á því af krafti."
Og þær góðu: ,,Vandi banka og ríkja í evrulöndum er í evrum. Tekjur og skuldir eru í evrum. Evrurnar sem þú þénar eru jafn mikils virði og evrurnar sem þú skuldar.
Lánsfjárframboð í Evrópu er mikið, bara á mismunandi kjörum. Írar leituðu til hjálparsjóðs ESB af því að hann bauð betri vexti en bankarnir, ekki vegna þess að það vildi enginn lána þeim peninga.
Evrulönd flytja meira út en inn, tekjur eru meiri en útgjöld og stærstur hluti í evrum. Það þýðir að þau geta greitt af lánum.
Stærsti vandinn er á næsta ári. Eins og klisjan segir næsta ár verður mjög erfitt, en eina landið með skuldir yfir landsframleiðslu eru Grikkir og staða annarra landa langt frá því ógnvænleg. Árið verður erfitt en vandinn ekki varandi.
Evrulönd eru enn mest aðlaðandi fjárfestingavettvangur í veröldinni í dag, vegna þess að þau eru lengra komin en aðrir í viðbrögðum við kreppunni.
Japan og BNA eru ekki eins langt komin og því ekki eins freistandi, né Asíulönd sem hvort eð er eiga ekki myntir á frjálsum markaði. Evrópa, eða betur sagt: evruheimurinn virkar.
Hjálparsjóðurinn verður stækkaður, einfaldlega vegna þess að það er skynsamlegt, alveg eins og það var skynsamlegt að stofna evruna. Evran er í raun fjölþjóðleg yfirlýsing um að skynsemin ræður.
Evrópu verður ekki skipt í fyrsta og annars flokks þjóðir og engin evrulönd hverfa til fyrri þjóðmynta. Þeir sem halda það, gera sér augljóslega ekki grein fyrir forsendum ESB og fórnarkostnaðinum af því að halda úti smámyntum í heimi stórra mynta, sem er stórskrýtið, því það ættu einmitt allir íslendingar að vita eftir sextíu ára verðbólgu."
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Erlendum ferðamönnum fjölgar enn á Spáni
Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 22:18
19.8.2010:
"Grikkir hafa nú uppfyllt öll skilyrði til að fá aðra útborgun af 110 milljarða evra lánapakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir að hafa náð miklum árangri í endurgerð fjárhagsáætlunar landsins, segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins."
Grikkir uppfylla skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 22:22
Hagvöxtur á ný í Litháen
Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 22:23
Methagnaður þýskra fyrirtækja
Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 22:24
Gert ráð fyrir 2% hagvexti í Finnlandi á þessu ári og 3% á næsta ári
Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 22:25
27.9.2010:
Finnskir neytendur ekki bjartsýnni í sextán ár
Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 22:29
8.9.2010:
Mikill hagvöxtur í Svíþjóð
Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 22:32
EISTLAND TEKUR UPP EVRU NÚ UM ÁRAMÓTIN.
"The Estonian kroon has been pegged first to the Deutsche Mark and later to the euro during the entire circulation period.
Due to the fixed exchange rate and the peg to the euro, we are almost members of the euro area, except that our banknotes are different.
Thus, the changeover from the kroon to the euro will not bring along any major economic changes, whereas transaction costs will decrease and the possible risks endangering the kroon as a small currency with fixed exchange rate will disappear.
Estonia's accession to the Economic and Monetary Union is the best and most reliable way of ensuring the stability and low inflation level of the currency in circulation.
In addition:
- it will be easier to compare prices across euro area countries;
- risks related to the exchange rate will be minimized;
- the risk of sudden increases in interest rates will be smaller;
- transaction costs will decrease."
Estonia will change over to the euro
Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 22:37
Já þú ert ekki ónýt upplýsiingaveita Steini.
Jón Gunnar Bjarkan, 3.12.2010 kl. 23:27
Það væri nú samt þægilegra ef Steini safnaði þessu nú saman í eins fáa pósta og hann getur. Þar sem það er frekar pirrandi að lesa yfir 10 innlegg með eingöngu svona upplýsingum.
Jón Frímann Jónsson, 3.12.2010 kl. 23:43
Jón Frímann Jónsson,
Hér birti ég STAÐREYNDIR eins og mér sýnist og það er NAUÐSYNLEGT fyrir ÞIG OG AÐRA hér að hafa þær í huga ÁÐUR EN þið birtið hér alls kyns ÞVÆLU, elsku kallinn minn!!!
Þorsteinn Briem, 4.12.2010 kl. 00:15
Ja hérna eru þeir nú komnir í hár saman Æðstu prestar ESB trúboðsins á Íslandi þeir Steini Briem og Jón Frímann.
Það er ágætt að þeir berjist innbyrðis það sýnir að það er kominn pirringur og þreyta í þetta lið að berjast fyrir vonlausum málstað ESB trúboðsins.
En Steini þú segir allar tölur sýna að Grikkir séu að ná frábærum árangri. En ég spyr á móti eru þessar tölur bara ekki allar meira og minna falsaðar eins og hér áður fyrr þegar þeir lugu sig inná Evruna, sem varð þeim svo að falli.
Alveg eins og var í gamla SOVÉTT þá er það mjög algengt að tölulegar upplýsingar og skýrslur sem sendar eru til ESB apparatsins séu langt frá sannleikanum og beinlínis falsaðar og nánast allir vita það nema sjálf skrifræðis Elítan í Brussel.
Þetta er gert til þess að ná út meiri fjármunum eða til þess að þurfa að greiða minna til þessa apparats, eða til að gæta annarra hagsmuna.
Svona fjarlæg forréttinda og miðstýringarapparöt eins og ESB bera því ávallt dauðan og feigðina með sér !
Gunnlaugur I., 4.12.2010 kl. 10:36
Þetta er alveg nýtt hjá ykkur að setja svona semi-ritskoðun á þetta hjá ykkur.
Verður það til þess að aðeins útvaldir ESB rétttrúnaðarsinnar fá að tjá sig hér á síðunni hjá ykkur og mér og öðrum úthýst.
Það verður ekki til þess að hafa opinskár og hreinskiptar umræður um ESB málin.
Ég bíð spenntur eftir því hvort að þið munið leyfa því sem ég skrifaði hér á undan að standa, eða ekki.
Gunnlaugur I., 4.12.2010 kl. 10:40
Þetta er vissulega rétt hjá Gunnlaugi, eru EB sinnar að gugna á skoðun sinni?
Guðmundur Júlíusson, 5.12.2010 kl. 01:36
Gunnlaugur I, Hættu þessu kjaftæði. Enda er þetta kjaftæði vegna þess að þú getur ekki stutt þessar fullyrðingar þínar með neinum staðreyndum. Enda ferðu undan á flótta í hvert skipti sem þú ert rukkaður um staðreyndinar fyrir þeim fullyrðingum sem þú setur fram hérna.
Steini Briem, Það er ekkert minna en lygi hjá þér að halda því fram að ég setji fram tóma þvælu. Sérstaklega í ljósi þess ég reyni alltaf að hafa mínar upplýsingar eins réttar og eins nýlegar og ég mögulega get.
Þú setur hérna fram upplýsingar sem er gott og blessað. Hinsvegar ættir þú að huga að framsetningu þessar upplýsinga. Vegna þess að fólk gefst fljótlega upp á því að lesa athugsemdir ef að 80% innleggja eru svör frá þér sem hægt væri að setja saman í eitt eða tvö innlegg um viðkomandi mál. Í stað 20 til 30 innleggja, eins og verður stundum raunin hjá þér.
Þú verður að sætta þig við þessa gagnrýni. Hún er réttmæt og ég er búinn að færa rök fyrir henni.
Jón Frímann Jónsson, 5.12.2010 kl. 02:05
Jón Frímann Jónsson,
Þessi FULLYRÐING þín er til að mynda TÓM ÞVÆLA:
"Ef að Skotland verður sjálfstætt ríki. Þá verða þeir að sækja um aðild að nýju að ESB. Það kemur til vegna þess hvernig breska sambandsveldið virkar í raun. Þetta á í raun við um fleiri svæði í Evrópu sem berjast núna fyrir sjálfstæði sínu og gætu fengið á næstu árum."
Bretland er EKKI "sambandsveldi" og Skotland er HLUTI AF konungdæminu Bretlandi.
Færeyjar og Grænland eru HLUTI AF danska konungsríkinu en EKKI í Evrópusambandinu, eins og Danmörk.
Fjöldi fólks hefur einmitt lesið þetta blogg VEGNA ÞESS að ég skrifa hér athugasemdir og hefur þakkað mér fyrir það MARGOFT, bæði hér á blogginu og annars staðar.
Lestur blogga þar sem ég hef skrifað athugasemdir hefur ALLTAF AUKIST og lestur á þessu bloggi mun MINNKA ef ég hætti að skrifa hér!!!
Það er STAÐREYND!!!
Þorsteinn Briem, 5.12.2010 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.