5.12.2010 | 20:35
Punktar úr viðtali FRBL við Graham Avery
Eins og fram hefur komið birti Fréttablaðið ítarlegt viðtal við Graham Avery, um helgina. Hann hefur gríðarlega reynslu og þekkingu á Evrópumálum. Það eru áhugaverðir hlutir í því, kíkjum á nokkra:
,,Þetta er afar mikilvægt val sem þið standið frammi fyrir og snýst ekki bara um þetta tæknilega sem er rætt um í aðildarviðræðum. Það er mikilvægt að hafa umræðuna víðtæka og vel upplýsta, það er til dæmis miklu meira sem felst í aðild en sjávarútvegshagsmunir. Stækkun ESB, úr sex ríkjum og í 27 er ekki afleiðing einhverrar heimsvaldastefnu, heldur afleiðing aðdráttarafls Evrópusambandsins. Ef ég má vera heiðarlegur þá var enginn sendur frá Brussel til að biðja Ísland, eða nokkurt annað ríki, um að sækja um aðild. Við eigum í nógum vandræðum með núverandi aðildarríki! [Hlær.] Hugmyndin um að fólk í Brussel vilji ná yfirráðum á Íslandi er einfaldlega ósönn. Það ákveður þetta enginn nema þið. Enginn gengur í Evrópusambandið nema það sé honum í hag og enginn ætti að halda áfram innan þess nema það sé honum í hag. Því ættuð þið að greina hagsmuni ykkar, pólitíska og efnahagslega. "
,,En ef þið Íslendingar gangið í sambandið, stolt þjóð sem er annt um sjálfstæði sitt, þá er það stórt skref og mikilvægt. Ég hef verið spurður hvort Ísland, þjóð í öllum þessum vandræðum, geti átt framtíð sem sjálfstætt ríki og ég segi já. Það er dagljóst að ESB er kerfi sjálfstæðra þjóðríkja, sem eru viðurkennd og virt. "
,,Það yrði betur komið fram við Íslendinga en nokkra aðra þjóð í sambandinu því þið yrðuð fámennasta þjóðin. Einn Íslendingur hefði fimmtán sinnum meira vægi á Evrópuþinginu en þýskur borgari. Hvers vegna gerir ESB þetta? Undirstöðuregla kerfisins er einskonar öfugt hlutfallsviðmið, þannig að hinir smáu hafa hlutfallslega meira vald en þeir stóru. "
,,Þið eigið ákveðin gildi sameiginleg með Evrópusambandslöndum. Þið eigið eflaust fleiri sameiginlega hagsmuni með ESB en öðrum ríkjum líka. Þið Íslendingar eruð ekki undanþegnir alþjóðavæðingunni og þurfið að takast á við hana á 21. öldinni. "
,,Í EES takið þið við ákvörðunum en takið þær ekki sjálf. Og hér verður umræðan um fullveldi mikilvæg: Að mínu viti þýðir fullveldi að stjórnvöld hafi áhrif á ákvarðanir sem varða þjóð sína. Aðild að ESB þýðir að þið hefðuð meiri áhrif en þið hafið núna. Sjálfstæði og fullveldi er ekki sami hluturinn. Það er hægt að deila og auka fullveldið um leið og haldið er í sjálfstæðið og það held ég er það sem ESB veitir litlum ríkjum."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta mál er ekki hvort betra sé eða verra í ESB sambandinu. Það er sjálfstæði okkar sem 1200 ára gamalt ríki. Afhverju heldur þú að Grænland og Færeyjar já og Noregur vilji ekki gangast undir ESB og sagt er að Danir sjálfir standi fyrir þessu. Við erum ekki á meginlandi Evrópu og tilheyrum engan vegin þessari samsteypu. Hvaða neinloka hefir hlauðið í ykkur ESB sinna ég spyr bara. Setur þú húsið þitt á sölu ef þú ætlar ekki að selja það.???
Valdimar Samúelsson, 5.12.2010 kl. 23:43
Hr. Graham,þú mátt vera heiðarlegur mín vegna,ef þú átt í vandræðum með núverandi aðildarríki,þá vekur það ekki samúð mína. Takk fyrir, við vitum að við erum ekki undanþegin alþjóðavæðingunni,datt þér í hug að við vissum það ekki? Við sækjumst ekki eftir x-sinnum meira vægi en Þjóðverjar. Er verið að spila á hvatirnar,sem urðu okkur að falli? Sem betur fer eru örfáir haldnir þeim,en sem stendur eru þeir við stjórnvölinn,það er vandamál sem við þurfum að leysa hið snarasta. Þakka samt ég held þú meinir vel.
Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2010 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.