Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson: Stöðugur gjaldmiðill forsenda afnáms verðtryggingar

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, Eyjubloggari, skrifaði um verðtryggingu í nýlegum pistli og segir m.a.:

,,Það er verðbólgan sem er skaðvaldur hins íslenska hagkerfis, helstu orsök hennar er að finna í örgjaldmiðlinum sem við höldum úti að kröfu valdastéttarinnar. Óhjákvæmilegar sveiflur hennar og sífelldur flótti stjórnmálamanna við að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir valda sveiflum, þar sem verið er að flytja vandann yfir á og skattborgarana með tilheyrandi kaupmáttarhrapi og eignatilfærslu frá hinum mörgu til fárra...það er klárt að við losnum ekki við ólukkans verðtrygginguna fyrr en við fáum stöðugri gjaldmiðil."

Mynd: DV. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er aupvitað rétt hjá Guðmundi en þettta hafa margir sagt áður og settí samhengi. Ef þessi síða á að vera öflugur málsvari verður að gera betur. Hvatningarkveðja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:16

2 identicon

Á hann ekki við að við losnum ekki við verðtrygginguna fyrr en við fáum "stöðugri" stjórnmálamenn?

Í Maastrich sáttmálanum er skráð hvað ríki þurfa að hafa náð áður en þau fá að taka upp evru, en ekki aðeins hvað þau þurfa að gera þegar þau hafa fengið evruna.

Evran er hluti af samruna Evrópu en ekki sjálfshjálparhópur eins og margir virðast telja hér á landi.

Án heimavinnu Íslendinga verður enginn stöðugleiki og alls ekki ESB eða Evra.

Pælið í því.  Ísland uppfyllir ekki einu sinni EES í dag.  Vegna þess að við eigum svo bágt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:20

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hárrétt hjá Gvendi

Óskar Þorkelsson, 6.12.2010 kl. 09:40

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hárrétt. Við þurfum að losna við verðtrygginguna. en það þarf ekki endilega að vera með því móti að taka upp evru eða ganga í E.S.B. það eru til fleiri gjaldmiðlar.

Eyjólfur G Svavarsson, 7.12.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband