Leita í fréttum mbl.is

Vigdís ekki af baki dottin! Ætlar í krossferð í lok maí 2011!

Vigdís Hauksdóttir er staðráðin í að stöðva aðildarviðræðurnar við ESB. Lagði fram reyndar um daginn tillögu um það, sem var svo gölluð að hún var ekki þingtæk!

Nú hefur Vigdís sparslað í sprungurnar á gömlu tillögunni. Sparslið má sjá hér 

En í maí á næsta ári ætlar Vigdís að láta til skarar skríða aftur.  Þetta er krossferð Vigdísar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Vigdís búist við að niðurstöður slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu verði í stafrófsröð?

Valsól (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 12:30

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hvaða vitleysa er þetta í ykkur að Vigdís Hauksdóttir ætli að stöðva aðildarviðræðurnar við ESB.

Það eina sem hún vill með þingsályktunartillögu sinni er að loksins fái þjóðin sinn lýðræðislega rétt til að segja beint og milliliðalaust álit sitt á því hvort hún vilji halda þessum aðildar / aðlögunar / samningaviðræðum við ESB áfram eða EKKI !

Það er ekkert annað en opið og frjálst lýðræði og raunar hefði verið langsamlega lýðræðislegast að þjóðin hefði í upphafi verið spurð hvort hún hefði viljað halda í þessa Brussel vegferð, eða ekki, en það var því miður ekki gert.

Þess vegna hefur þetta mál klofið þjóðina í herðar niður og valdið henni mun meira tjóni en ella hefði orðið.

Því er fyllilega tímabært að þjóðin fái nú loksins að segja álit sitt beint og algerlega milli liðalaust á þessu ráðslagi.

Við hvað eruð þið hræddir ESB sinnar ?

Eruð þið hræddir við fólkið í landinu, ykkar eigin þjóð og skoðanir þess ?

Óttist þið að með beinu og milliliðalausu lýðræði muni fólkið í landinu hafna ESB aðild og stöðva þetta ESB aðildarferli, þó því sé ekki lokið ! 

Ég held einmitt að í því liggi hræðsla ykkar og ótti við þessa lýðræðislegu leið !

Gunnlaugur I., 7.12.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ó, ætli það verði ekki aðrir en hún - og fyrr, því greinilegt er að ESB-þrælar vita ekki hvað meirihluti þýðir, enda ekki lýðræðissinnar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2010 kl. 13:44

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er hlæjilegasti þingmaður sem ég hef verið vitna af. Líðskrumari á hæsta stigi.

Hæst bilur í tómri tunnu hefur aldrei átt jafn vel við.

hvells 

Sleggjan og Hvellurinn, 7.12.2010 kl. 14:03

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þruman og Co.

Afhverju teljið þið ykkur þess umkomna að stimpla Vigdísi Hauksdóttur þingkonu sem "lýðskrumara" fyrri að leggja það til að þjóðin fái í opnu og frjálsu lýðræði að segja skoðun sína milliliðalaust á þessu máli í almennri þjóðar atkvæðagreiðslu.

Getur ekki verið lýðræðislegra.

Það bilur enn hærra í ykkar ónýtu ESB tunnu sem þið berjið nú sem óðir með "Hamri" og "Sleggju" og út koma "Hvellir" og "Þrumur" svo undirtekur í fjöllunum allt til Írlands og Grikklands !

Gunnlaugur I., 7.12.2010 kl. 15:43

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jæja þá kemur það enn og aftur.

Nú geta NEI-sinnar hlustað.

Ísland fær að segja sína skoðun þegar samningur lyggur fyrir!!!!!

Vonandi skiljið þið það.

Lýðskrumið hjá Vigdísi endurspeglast ekki engöngu í þessu máli..... heldur flest öllu sem hún tekur fyrir hendur.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.12.2010 kl. 18:51

7 identicon

Gunnlaugur!

mig langar til að benda á nokkur atriði. 1) engin þjóð hefur hætt aðildarviðræðum eftir að hafa hafið þær. Ailidarviðræður eru samningaviðræður vegna þess að um eitthvað er að semja og báðir vilja ná hagstæðum samningi. 2)það verður að vanda til þjóðaratkvæðagreiðslu og það voru barnaleg rök að vilja tengja þjóðaratkvæðagreiðslu annarri mikilvægri kosningu vegna þess að það sparaði peninga. Þjóðaratkvæðagreiðsla snýst ekki um það að spara peninga. Þjóðatkvæðagrreiðslu ber að syna virðingu. Þjóðin verður að hafa tíma til að vegaa og meta málefnið og komast að grundaðri niðurstöðu.3)Trúverðugleiki Vigdísar nálgaðist frostmarkið þegar hún afhjúpaði vanþekkingu sína á lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu. 4)Um langt árabil sýndu skoðanakannanir að meirihluti væri fyrir inngöngu í ESB. Þeir sem hæst tala nú um lýðræðislegan rétt þögðu þá allir sem einn. Ekki er slík hegðun trúverðug. 5) Norðmenn hafa tvisvar hafnað samningi um inngöngu í ESB. Noregur er merkilegt dæmi. Allar helstu valdastofnanir vildu inngöngu en breið þjóðleg hreyfing myndaðist sem hafði sigur. Umræðan einkenndist af miklu flæði upplýsinga frá báðum fylkingum. Almenningur var því vel upplýstur. Við getum tekið aðferð Norðmanna til fyrirmyndar. hver úrslitin verða veit ég ekki en það er þjóðarinnar að ákveða þegar samningur liggur fyrir.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 20:28

8 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Hrafn Arnarson: Atriði númer eitt er reyndar rangt hjá þér. Malta tók það ógæfuskref að "frysta" aðildarviðræður í um tvö ár á sínum tíma. 

Þetta var mesta ógæfusporið sem þeir tóku í sambandið við sitt ESB-mál. Möltu hefur síðan farast vel eftir aðild. Mikil umfjöllun hefur verið um mál Möltu hér á blogginu, t.d. hér

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.12.2010 kl. 10:28

9 identicon

Þakkir fyrir ábendinguna. Reyndar skrifaði ég að hætta í merkingunni að hætta við. Hugsun Gunnlaugs er væntanlefa sú að hætta endanlega og alveg við aðildarviðræður. Malta frestaði umræðum og tók þær upp aftur síðar sem er annað mál. Kveðja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband