Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptablaðið varar við fjármagnsflótta

ViðskiptablaðiðHún er nokkuð athyglisverð fréttaskýringin sem er í síðasta Viðskiptablaði og fjallar um bankana. Þar er í raun verið að segja hvað muni gerast þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Íslenskt hagkerfi er jú hagkerfi í höftum. Kíkjum á nokkrar staðreyndir úr greininni:

Um 22% af öllum innistæðum í íslenskum bönkum eru í eigu útlendinga og skilanefnda.

Þetta eru um 330 milljarðar króna, sem er um það bil 1/5 af þjóðarframleiðslu landsins.

Útlendingar eiga um 240 milljarða af þessu (samsvarar um fimmföldum rekstri íslenska menntakerfisins).

En fyrirsögn fréttaskýringarinnar er athyglisverð: BANKARNIR ÞURFA AÐ VERA VIÐBÚNIR FJÁRFLÆÐI ÚR LANDI.

Hvað er verið að segja með þessu: Jú, að þeir aðilar sem geta muni flýja Ísland, um leið og þeir geta.

Ekki er það traustvekjandi, vægast sagt. 

Í fréttaskýringunni stendur:,, Bankakerfið glímir við óvenjulegt ytra umhverfi (þetta er vægast sagt "understatement", innskot ES-blogg)...gjaldeyrishöftin...gera fjármálakerfinu erfitt fyrir. Fjárfesting í landinu er fyrir vikið mun minni en ella, þar sem óvissa ríkir um hvernig fjárfestar geta náð fjárfestingum sínum til baka. Afar fá bankakerfi búa við ytra umhverfi sem er svo lokað."

Hvert reikar hugurinn í kjölfar þessara síðustu orða? Jú að lokuðum löndum! Og hverskonar lönd eru það?

Þetta er ástand sem getur ekki og MUN ekki ganga!

Og hversvegna eru höftin: Jú, gjaldmiðillinn hrundi! Hann var ekki gjaldfelldur, en sú ranghugmynd kemur kemur fram ansi víða, nú síðast í viðtali við forseta vorn í THE BANKER. Krónan féll eins og steinn í október 2008 og liggur nú á gjörgæslu.

Og allir vita jú að það orð og ástand sem fjárfestar hata eins og pestina er: ÓVISSA! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mun gerast alveg sama hvað höftin verða lengi.

Betra er að afnema höftin sem fyrst til þess að geta byggt upp landið á opnum og traustum grunni.

Þangað til er ekki hægt að segja að hægt sé að byrja upp á nýtt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband