Leita í fréttum mbl.is

ESB-reglur vernda vinnandi mann

HamarHér er áhugaverð færsla af blogginu á Vísir.is, sem Kristbjörn Árnason skrifar:

,,Íslenskir dómstólar hafa alla tíð verið ansi hallir undir sjónarmið atvinnurekenda og tryggingarfélaga þeirra þegar launamenn verða fyrir slysum.

Sérstaklega hafa þeir verið erfið gagnvart þeim sem búa yfir viðurkenndri verkþekkingu. Þá hafa dómstólar ætlast til þess að slíkir launamenn eigi að hafa þá þekkingu að varast slys. Slys eru slys og gera ekki boð á undan sér. Breytir þá engu hvort maðurinn hafi þetta stutta námskeið sem iðnnámið er eða ekki

Þetta mál fjallar um íslenskan húsasmið sem slasaðist alvarlega á byggingarsvæði Smáralindar 2001. Hann stefndi vinnuveitanda sínum sem Hæstiréttur taldi ekki bera ábyrgð. EFTA-dómstóllinn snýr þeim dómi við.

Einungis í undantekningartilvikum getur það samræmst tilskipunum ESB um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að gera starfsmann ábyrgan fyrir öllu eða meginhluta tjóns sem hann verður fyrir vegna vinnuslyss, þegar fyrir liggur að vinnuveitandi hefur ekki farið að reglum um öryggi og heilsu á vinnustað. Þetta er staðfest í dómi EFTA-dómstólsins frá í morgun.

En með inngöngu Íslands í EFTA fengu íslenskir launamenn lög um vinnuvernd. Nema að sjávarútvegur og landbúnaður er undanþegin þeim lögum. Þar sem þær greinar eru á undan-þágu frá öllum ESB reglum.

En íslenskum dómstólum tókst strax í byrjun að draga úr þessum rétti eftir hagsmunum tryggingafélaganna. Er það jafn vel í andstöðu við vilja samtaka atvinnurekenda. Þetta var mjög mikilvægur dómur.

Fjallað er um málið á vef ASÍ

Bloggið

(Leturbreyting, ES-blogg)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

æ, aæææ...

Sigurður Þorsteinsson, 10.12.2010 kl. 22:15

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svo ekki sé minnst á ILO samykktina. Gróði okkar Íslendinga við að ganga í ESB verður á fjöldamörgum sviðum og ekki síst á sviði hvers kyns mannréttinda

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2010 kl. 01:39

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mannréttindi á Íslandi eru síst verri en hjá ESB. Reyndar hefur sumum ríkjunum 27 tekist að hundsa þær reglur sem þeim ber að fara eftir.

Það er líka spurning hvað mannréttindi eru. Eru það mannréttindi að fá um það ráðið hvernig landinu og auðlindum þess er stjórnað? Er það mannréttindi að þeir sem allar ákvarðanir um málefni þjóðarinnar séu þjóðkjörnir?

Eða felast mannréttindin í því að láta erlenda aðila sem skipaðir hafa verið af pólitíkusum aðilum stjórna öllum mikilvægustu málefnum þjóðarinnar?

Hvað varðar það mál sem bloggið fjallar um, vinnurétt, þá höfum við tekið upp flestar eða allar reglur EES og EFTA samninganna. Margt af því kemur til góða fyrir launafólk en ekki má gleyma því að margar þessara reglna eru verulega íþyngjandi og í raun settar frekar fyrir atvinnurekendur. Reyndar munu koma fleiri lagagreinar inn ef við göngum í ESB, greinar sem við höfum getað haldið frá vegna þess að við erum ekki aðildarþjóð, greinar sem verulega skerða réttindi launafólks. Forkólfar stéttafélaganna ættu að skoða þetta mál vel og ekki vera að taka afstöðu með eða á móti fyrr en þeir hafa gert það!!

Ekki má hundsa það sem gott er, heldur þakka fyrir það. Þessi dómur sem fjallað er um er eitt af því, þó í raun hann hefði ekki átt að þurfa að fara fyrir EFTA dómstólinn. Íslensk lög eru klár á þessu sviði.

Því má segja að hagnaður Íslendinga í þessu máli sé ekki að lög EES, EFTA eða ESB séu betri en hér og því hagur fyrir Íslendinga að ganga í ESB þess vegna.

Dómurinn er fyrst og fremst áfellisdómur yfir Íslenska dómskerfinu, að það sé ekki dæmt eftir gildandi lögum heldur séu annarleg sjónarmið látin ráða. Það þarf að taka til á þeim bænum, algerlega óháð inngöngu í ESB eða ekki.

Því er í sjálfu sér undarlegt þegar aðildarsinnar eru að draga upp mál sem er algerlega óháð aðild og nota það sem rök fyrir henni.

Gunnar Heiðarsson, 11.12.2010 kl. 12:20

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@SÞ:Mikill hroki í þessari snubbóttu athugasemd!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.12.2010 kl. 13:03

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@GH: Eru það þá ekki mannréttindi að örfá fyrirtæki eigi um 70-80% af kvóta landsmanna?

Hvaða "sum ríki" ertu að tala um? Það þýðir ekki að koma með svona óljósa hluti!

Almennt eru mannréttindi talin vera sú vernd sem þegnar landa hafa gagnvart valdníðslu. Og t.d. að allir séu jafnir frammi fyrir lögum.

Það er vissulega "þægilegt" fyrir atvinnurekanda að hafa nóg af launafólki, sem hægt er að láta þrælka fyrir skítalaun og henda svo út í atvinnuleysi, án allra réttinda. Hverra mannéttindi eru það?

Þú getur kíkt á þetta hér, til að glöggva þig á þessu!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.12.2010 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband