Leita í fréttum mbl.is

Magnús Orri í FRBL: Laun og skuldir í sömu mynt - Katrín um erlendar fjárfestingar

Magnús Orri Schram, ţingmađur skrifar grein í Fréttablađiđ í dag undir yfirskriftinni "Laun og skuldir í sömu mynt" og segir ţar:

,,Stćrstur hluti erfiđleika íslenskra fyrirtćkja og heimila snýst ekki um hrun bankakerfisins heldur miklu fremur um sveiflur í gengi erlendra mynta, launakrónu og verđtryggđar krónu. Ríkiđ tók á sig mikiđ högg vegna hruns bankanna en tókst međ neyđarlögunum ađ minnka ţađ tjón og senda reikninginn ađ einhverju leyti til erlenda kröfuhafa. Tjón almennings er hins vegar miklu fremur tengt gengi krónunnar og ţví verđbólguskoti sem varđ ţví samfara. Ţannig hitti hrun launakrónunnar íslensk heimili miklu verr en banka­hruniđ. Íslendingar upplifa bćđi banka- og myntkreppu, ţegar önnur lönd glíma bara viđ bankakreppu. Sem dćmi hefur írskur almenningur ekki lent í stórkostlegu eignatjóni enda eru laun ţeirra og skuldir í sömu myntinni.

Stjórnmálamenn eiga ađ skapa skilyrđi og umhverfi til ađ fólk vilji búa hér áfram. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt á ţađ áherslu ađ framtíđ íslenskra neytenda, íslenskra skuldara og íslenskra launamanna sé best borgiđ í myntsamstarfi viđ vinaţjóđir í Evrópu. Ađrir stjórnmálamenn hafa ekki lagt fram neina framtíđarsýn í ţessum efnum. Nú er komiđ ađ almenningi ađ standa međ sjálfum sér og krefjast breytinga. Íslenskur almenningur á skiliđ ađ laun og skuldir séu í sömu myntinni."
 
 
Bendum einnig á grein eftir Katrínu Júlíusdóttur, iđnađarráđherra,  um erlendar fjárfestingar í blađinu í dag, en ţar segir hún: ,,Erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu er ekki ađeins mikilvćg vegna innspýtingar fjármagns í efnhagslífiđ heldur fylgir henni gjarnan ný ţekking, tćkni og tengsl viđ markađi. Hér á landi hafa erlendar fjárfestingar ţví miđur veriđ bćđi fátíđar og einhćfar enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei mótađ markvissa opinbera stefnu í ţeim efnum. Úr ţví verđur bćtt."
 
 



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband