Leita í fréttum mbl.is

Bændur þurfa líka stöðugleika - meira ESB í jólablaði Bændablaðsins

HeyskapurÍ jólablaði Bændablaðsins er að sjálfsögðu sjálfsögðu rætt um ESB-málið. Þar segir að bændafundum sé lokið, en að mikið hafi verið rætt um ESB-málið. sagt er frá fundi á Egilstöðum og í blaðinu stendur:

,,Á fundinum komu fram bæði sjónarmið um að e.t.v. mætti afstaðan til málsins vera mildari, en einnig þess efnis að hvergi mætti slaka á. Kallað ver eftir enn frekari kynningu á málinu, sérstaklega á byggðastefnu ESB."

Þetta er áhugavert, í fyrsta lagi sýnist ritara að það séu í raun mjög skiptar skoðanir meðal bænda um ESB-málið, þrátt fyrir grjótharða Nei-afstöðu forystunnar. Er kannski afstaða hins almenna bónda að breytast?

Og þetta: Að þeir kalli eftir upplýsingum, sem er mjög jákvætt!

Bendum bændum á þessar krækjur:

http://www.evropa.is/category/landbunaðarmal/

http://www.evropa.is/2009/04/06/soknarfæri-fyrir-byggðirnar-2/ 

Fram kemur einnig í blaðinu að landbúnaðarafurðir seljist vel, en að bændur njóti þess ekki, m.a. vegna slæmrar skuldastöðu og óvissu um rekstur.

Því er mikilvægt að bændur fái, eins og aðrir stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og verðbólgu. Þetta fæst m.a. með aðild að ESB.

Bændur þurfa líka stöðugleika! 

(Mynd: BBL) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Peningana eða lífið! Samþykkjum Icesave!

Það er ljóst að Hollendingar og Bretar kúga íslendinga á alþjóðavettvangi vegna Icesave reikninganna, og þeir munu halda áfram að kúga okkur. 

Bretar og Hollendingar hafa talsverð völd á þeim stríðsvettvangi sem harðastur er í heiminum, þ.e. í alþjóða fjármálamarkaðnum.

Vegna þess að við eigum við ofríki að etja í þessari styrjöld, tel ég að við eigum að ganga að þessum nýja samningi.  Ekki vegna þess að okkur beri að borga Icesave heldur vegna þess að við erum í sömu stöðu og fórnarlamb sem að ofbeldismaður ógnar með byssu við gagnaugað.

En við skulum læra af þessari bitru reynslu, og hætta öllum aðildarviðræðum við ESB um leið og þessi Icesamningur öðlast gildi, við höfum jú fengið smjörþefinn af þeirri valdníðslu sem bíður Íslendinga með sína 6 þingmenn á ESB þingi á móti  78 breskum þingmönnum og 27 hollenskum þingmönnum.

Leyfum Bretum og hollendingum að útskýra það fyrir ESB þinginu hvernig þeim tókst að fæla stórlaxinn úr háfinum. Laxinum sem hefði fært ESB fiskveiðiheimildir,  hernaðarlega mikilvægt land, ódýra umhverfisvæna orku, vatn, makrílinn og svo margt margt fleira sem að ESB ásælist af Íslandi, og hefði styrkt Evruna sem gjaldmiðil.

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.12.2010 kl. 18:13

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kannski er það bara svo að allur þessi áróður gegn ESB, fer að kalla á upplýsingar um hina hliðina á málinu. Mér finnst að þessar fréttir viti á gott og að fólk sé að vakna til vitundar um jákvæða pósta aðildarinnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.12.2010 kl. 21:55

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hólmfríður, hverjir eru jákævðir kostir aðildar?

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.12.2010 kl. 14:23

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Undarlegt af þér, Guðrún, að vera með þetta innlegg hér eins og hjá Þjóðarheiðri í gær. Bezt að svara þér, enda snertir þetta líka ESBéið.

Nei takk, Guðrún, við eigum EKKI að samþykkja þessa svikasamninga!

Ríkisstjórnin viðurkennir ekki að þetta séu nauðungarsamningar, og það fólk, sem mælir með samningum nú, er yfirleitt ekki að gera það með þeirri "röksemd", að verið sé að pína okkur til þess.

Viltu ekki alveg eins leggja til, að við gefumst upp fyrir ESB í makrílmálinu?!

Og ekki skaltu ímynda þér, að Össurarliðið yrði SVO ánægt með sigur Breta, Hollendinga og íslenzkra Bretavinnumanna í þessu máli, að það myndi fúslega vilja draga til baka umsóknina um inngöngu í ESB. Þvert á móti myndi Össur allur færast í aukana og keyra á það mál – hvernig dettur þér annað í hug?

Annars heyrist það úr ýmsum áttum, að sumir eru kannski bara orðnir "þreyttir" á Icesave fyrir jólin eins og hún Kolbrún Bergþórsdóttir!

En Evrópusamtökin virðast hafa tekið það upp hja sér að reyna að herja á íslenzka bændur. Þvílík ósvífni – stétt sem myndi verða ein þeirra helztu sem yrðu fyrir barðinu á innlimuninni í ofurbáknið.

Og þið skammizt ykkar ekki ennþá hér fyrir það afsal æðstu fullveldisréttinda, sem þessi innlimun hefði í för með sér!

Jón Valur Jensson, 17.12.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband