Leita í fréttum mbl.is

Ásmundur Einar: Hve margir milljarðar í ESB-umsókn?

Ásmundur Einar Daðason"Uppreisn" þremenninganna í VG gegn fjárlögum ríkisstjórnarinnar hefur vakið athygli manna og fjölmiðla. Morgunblaðið skrifar um þetta og þar segir m.a.: 

"Ásmundur Einar sagði við atkvæðagreiðsluna að hin ranga forgangsröðun birtist skýrt í að lagðir væru milljarðar í aðildarumsóknina að ESB á sama tíma og skorið væri niður til velferðar- og heilbrigðismála."

En við spyrjum Ásmund Einar: Hvað verða lagðir margir MILLJARÐAR í ESB-umsóknina? Getur hann svarað því?

Það væri fróðlegt að heyra, fá töluna!

Eða er þetta bara svona út í loftið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég persónulega efast stórleg um að Ásmundur Einar viti nokkuð um kostnaðinn við umsóknina

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2010 kl. 23:16

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig væri nú að aðildarsinnar EB upplýstu landslýð um það hvað "aðlögunarferlið" kostaði okkur í raun og veru.. Kostar það ef til vill EKKERT að ganga í þennan miðstjórnarklúbb "sameinaðrar Evrópu"?. Hvað vakir fyrir fólki sem vill að stjórn eigin lands sé gerð að útflutningsvöru og við bara sitjum og stöndum eftir ákvörðunum frá Brussel, eða erlendis frá? Getur verið að þeir sem harðast sækja fram, séu þeir sömu og sjái sér færi á bitlingum í hinu háa altumlykjandi Evrópusambandi? Euromöppudýr? Hin nýja valdastétt? Verði ykkur að góðu, möppudýrin stór og smá, en hygg að venjulegur Íslendingur gefi skít í flest ykkar, svona allavega í atkvæðagreiðslu. Hafið það annars gott andstæðingar sem aðildarsinnar og megi jólin verða ykkur öllum góð.(Án afskipta frá brussel) 

Halldór Egill Guðnason, 18.12.2010 kl. 03:07

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@HEG: Kæri "tuðari": Þessar upplýsingar hafa lengi legið fyrir. Samkvæmt Utanríkisráðuneytinu er gróflega áætlað að á árunum 2009-2012 verði kostnaðurinn um einn milljarður.

Það er erfitt að gera nákvæma áætlun, því það er almennt erfitt að gera nákvæmar áætlanir í íslensku efnahagskerfi, nokkuð sem gæti lagast með aðild og meiri stöðugleika, sem fylgir henni!

En Ásmundur Einar talar um "milljarða" og það hlýtur ver vera furðulegt að hann geri það. Veit hann ekki betur?

Sem er örugglega ekki, hann kýs sennilega bara að ýkja tölurnar.

http://www.ruv.is/frett/hvad-kostar-esb-umsokn

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 18.12.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband