Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankinn: Mælir með evrutenginu

Seðlabanki ÍslandsÍ Fréttablaðinu og á visir.is er sagt frá nýrri skýrslu Seðlabankans um peningamál:

"Í skýrslunni er fjallað um árangurinn af peningastefnu bankans og fljótandi gengi síðastliðin níu ár. Taldar eru nokkrar hugsanlegar ástæðu fyrir slökum árangri peningastefnunnar; gerð íslensks þjóðarbúskapar geri sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs, óvenjulegar aðstæður á bæði alþjóðlegum og innlendum efnahagsmálum og fjármálamörkuðum og misbrestur í framkvæmd peningastefnunnar, sem hafi ekki tekist að ávinna sér nægilegan trúverðugleika.

Þá hafi vaxandi alþjóðavæðing innlends fjármálakerfis og ofvöxtur þess orðið til þess að veikja miðlun peningastefnunnar, skapa áhættu í fjármálakerfinu og magna gengissveiflur.

Ofan á allt var stefna í opinberum fjármálum á skjön við stefnu Seðlabankans í peningamálum og það hefur þyngt róðurinn, að sögn Seðlabankans.

Seðlabankinn telur að verði fallið frá fljótandi gengi sé heppilegast að tengja krónuna við gengi evru. Fasttenging við evru eða einhliða upptaka hennar sé ekki ákjósanlegur kostur. Fremur verði upptakan að koma í framhaldi af aðild Íslands að Evrópusambandinu og inngöngu í myntbandalagið."

Í Morgunblaðinu er einnig fjallað um málið og þar segir m.a. í frétt:

"Ef ákvörðun verður tekin um að falla frá sjálfstæðri peningamálastefnu hér á landi væri affarasælast að taka upp evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu. Þetta er mat sérfræðinga Seðlabankans en bankinn gaf í gær út skýrslu um valkosti á peningamálastefnu eftir að gjaldeyrishöftum verður aflétt. Niðurstaða skýrsluhöfunda er að í aðild að evrusvæðinu fengjust kostir trúverðugrar fastgengisstefnu með minni tilkostnaði en með fastgengisstefnu myntráðs eða þá einhliða upptöku evru. Segir í skýrslunni að með inngöngu í Myntbandalagið áynnust kostir trúverðugrar fastgengisstefnu með minni tilkostnaði en bæði upptaka myntráðs og einhliða upptaka evru." 

Fréttin í Fréttablaðinu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ef farið yrði útí að festa gengi krónunnar fast, þá þyrfti það samt að vera sveigjanlegt innan vissra marka eins og Svíjar gera sem eru með sína krónu tengda við Evru að nokkru leyti en hafa samt sem áður vikið verulega frá þessari tengingu til að verndaátvinnu- og útflutningsstarssemi sína, nú þegar evran hefur reynst helfrosinn og algerlega ósveigjanlegur gjaldmiðill og algerlega vanhæfur stórum hluta Evru ríkjanna eins og glögglega hefur komið í ljós.

Ef að við færum einhverja svona leið væri miklu nær að binda krónuna með einhverjum sveigjanleika samt við myntkörfu, þar sem tekið væri tillit til helstu gjaldmiðla heims og þá tekið mið af vægi viðskipta okkar í þessum alheims myntum.

En þið ESB sinnar sjáið ekkert nema Evru, sem er þó í mjög stórum vandamálum og margir virtustu og helstu hagfræðingar heims spá áfram miklum ógöngum eða jafnvel hreinni útrýmingu innan skamms tíma. 

Mikil og skammsýn er trú ykkar ESB sinna !

Er þetta veirusýking eða hreinlega öfga trúarbrögð hjá ykkur ? 

Gunnlaugur I., 21.12.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband