Leita í fréttum mbl.is

Verðbólgumarkmiði náð - skref í áttina að nothæfum gjaldmiðli

PrósentÞorláksmessu 2010 verður hægt að minnast fyrir það að um þær mundir náðist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, eftir sjö ára vinnu! Menn gera þetta að umtalsefni, því það þykir merkilegt að þetta markmið skuli nást.

En þau eru athyglisverð orðin í leiðara MBL í dag um þetta; "Verðbólga er vond ef hún fer úr böndum. En það skiptir máli af hverju hún dregst saman. Hún lækkar því miður ekki vegna ákvarðana um vexti um þessar mundir. Ákvarðanir SÍ síðasta árið hafa ekkert haft með hana að gera. Vonandi vita menn það á þeim bæ, ella gæti illa farið. Verðbólgumæling nú er einkum mæling um samdrátt á flestum sviðum, hún er táknmynd um að enginn fæst til fjárfestinga í landinu sem neinu nemur vegna fjandsamlegs umhverfis, niðurdrepandi afstöðu stjórnvaldanna í landinu, sívaxandi skattahækkana og stjórnmálalegrar upplausnar. Og þær atvinnugreinar sem fyrir eru í landinu búa við samfelldar hótanir um upplausn og skemmdarverk og skattahækkun eftir skattahækkun."

Við leikum okkur aðeins með textann: "Verðbólga er vond ef hún fer úr böndum (heyr heyr!). En það skiptir máli af hverju hún dregst saman. Hún lækkar því miður ekki vegna ákvarðana um vexti um þessar mundir. (Þetta er ekki Seðlabankanum að þakka!) Ákvarðanir SÍ síðasta árið hafa ekkert haft með hana að gera. (Seðlabankinn hefði alveg getað sleppt þessu!)  Vonandi vita menn það á þeim bæ, ella gæti illa farið. (Aðvörunarorð!) Verðbólgumæling nú er einkum mæling um samdrátt á flestum sviðum, hún er táknmynd um að enginn fæst til fjárfestinga í landinu sem neinu nemur vegna fjandsamlegs umhverfis, niðurdrepandi afstöðu stjórnvaldanna í landinu, sívaxandi skattahækkana og stjórnmálalegrar upplausnar. Og þær atvinnugreinar sem fyrir eru í landinu búa við samfelldar hótanir um upplausn og skemmdarverk og skattahækkun eftir skattahækkun. (En af hverju er þetta svona, af hverju gerðist það sem gerðist, hvaða mannanna verk urðu þess valdandi að hér varð HRUN 2008, sem landinn glímir nú við?)

Sú staðreynd að það sé loksins búið að ná verðbólgumarkmiðinu, er kannski (og vonandi) upphafspunktur. Það væri mjög æskilegt að ná því að halda verðbólgunni í skefjum, því verðbólga er eins og önnur bólga, slæm, sérstaklega sé hún í risaskömmtum eins og "hefðin" er fyrir á Íslandi. Á lýðveldistímanum hefur verðbólga verið um 20% á ársvísu. Geri aðrir betur!

Með lágri verðbólgu nálgumst við Evrópuðþjóðir í þessu tilliti. Einnig með lágum vöxtum. Þar með nálgumst við þau markmið sem gera okkur kleift að fara hugsa um það fyrir alvöru að fá hér nothæfan gjaldmiðil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Jahá og nothæfa stjórn. Má spyrja,er það ekki forkastanlegt að skattleggja lægstu laun?

Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2010 kl. 16:11

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er síðuhöfundur á móti Sjálfstæðisflokknum. Er síðan komin í bullandi pólítik :P

Það er fólk innan um alla flokka sem eru fylgjandi ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.12.2010 kl. 11:33

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@ÞSHH: Alls ekki, það er margt gott þar innanborðs. Jólin!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 24.12.2010 kl. 12:48

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" hvaða mannanna verk urðu þess valdandi að hér varð HRUN 2008, sem landinn glímir nú við?"

þetta eru vinsæl rök vinstri manna. "við erum bara að þrífa upp eftir ykkur"

En jæja

Fint að þetta er bara ESB síða... ekki verið að taka pólítiska afstöðu.

já... það eru jólin maður!!!!

Sleggjan og Hvellurinn, 24.12.2010 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband