Leita í fréttum mbl.is

Meira um gjalmiðilsmál (FRBL)

FRBLLeiðari FRBL í dag fjallar um gjalmiðilsmál og þar skrifar Ólafur Þ. Stephensen m.a. "Í skýrslu sinni benti Seðlabankinn á að verði horfið frá gömlu stefnunni um sjálfstæðan, fljótandi gjaldmiðil og verðbólgumarkmið og tekin upp fastgengisstefna, sé ákjósanlegast að tengja gengi krónunnar við evruna. Bankinn geldur varhug við að gera það með einhliða upptöku eða öðrum veikari formum tengingar, en telur að bezti kosturinn sé sá að taka upp evruna með inngöngu í Evrópusambandið og þar með Efnahags- og myntbandalag Evrópu. Þetta er í raun stefna ríkisstjórnarinnar, sem hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu, en stefnuna skortir trúverðugleika og slagkraft vegna óeiningar í stjórnarliðinu.

Ísland þarf peningastefnu sem til skemmri tíma litið gerir afnám gjaldeyrishaftanna mögulegt og undirbyggir til lengri tíma upptöku evrunnar. Hins vegar þarf líka varaáætlun, sem hægt er að grípa til fari svo að Íslendingar samþykki ekki aðildarsamning við Evrópusambandið þegar þar að kemur.

Hver sem niðurstaðan verður um mótun peningastefnu og hvort sem Ísland fær nýjan, stöðugan gjaldmiðil eða missir af því tækifæri, er ljóst að eigi íslenzkt efnahagslíf að verða samkeppnisfært þarf miklu harðari aga í hagstjórninni. Það á ekki sízt við um ríkisfjármálin, sem sjaldnast hafa stutt við peningamálastefnu Seðlabankans sem skyldi. Ákvarðanir um launahækkanir á vinnumarkaði mega heldur ekki verða umfram þá innstæðu sem verðmætasköpun fyrirtækjanna skapar, ef menn geta ekki lengur gripið til þess ráðs að lækka laun almennings með því að fella gengið.

Það er rétt af Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem skrifaði grein um peningastefnuna í Fréttablaðið í gær, að vilja efna til víðtæks samráðs og umræðu um mótun nýrrar stefnu. Hann bendir réttilega á í grein sinni að of margir stjórnmálaflokkar hafi til þessa komizt upp með að skila auðu þegar spurt hefur verið hvernig peningastefnu eigi að móta til framtíðar. Enginn hefur sýnt með sannfærandi hætti fram á hvernig íslenzku efnahagslífi á að vera betur borgið í framtíðinni með krónunni en með alþjóðlegum gjaldmiðli. Nú fer að verða tímabært að flokkarnir sýni á spilin."

Allur leiðarinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hvernig er það með ykkur ESB sinna lesið þið ekki sömu fréttir og við hinn. Eða finnst ykkur ekki skipta máli það sem er að gerast í myntbandalagi Evrópu

FT.com um gjaldmiðilsmál

Guðmundur Jónsson, 28.12.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er allt í góðum fíling á krónu svæðinu þá??

Sleggjan og Hvellurinn, 29.12.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband