Leita í fréttum mbl.is

Eistland 17. Evruríkið: "Lítið skref fyrir myntbandalagið - stórt skref fyrir Eistland"

Eistnesk EvraEistland varð á miðnætti 17. ríkið til þess að taka upp Evruna sem gjaldmiðill. Það var forsætisráðherra landsins, Andrus Ansip, sem tók út fyrstu Evrurnar.

Upptaka Evrunnar (í stað eistnesku krónunnar), þykir staðfesta að Eistland hafi nú endanlega slitið böndin við arfleifð Sovéttímans og komið til "vestursins."

Ansip sagði að Eistlendingar þyrftu nú ekki að óttast gengisfellingar framar og landsmenn sínir gætu nú tekið lán á kjörum sem ekki hefðu þekkst áður.

Einnig eru vonir bundnar við að Evran auki erlendar fjárfestingar í landinu.

BBC fjallar hér um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað ætli hafi gert Eistum kleyft að taka upp Evru ? Það var myntráðið, sem þeir tóku upp 20. júní 1992. Hér er grein um Myntráð Eistlands:

 http://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2002/wp0296.pdf

Hér er gein eftir Steve H. Hanke, sem ég þýddi:

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/29/steve-hanke-svartsynn-og-daudadomur-spa-lettnesku-spilaborginni-falli/

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.1.2011 kl. 20:25

2 identicon

Velkomin í hópinn!! Nú hlakka ég til að fá til baka í eistneskri evru hérna í Berlín.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband