Leita í fréttum mbl.is

FRBL:Valdið frá Brussel til ríkjanna - (fiskveiðimál)

fish_Atlantic_codÍ Fréttablaðinu í dag stendur í frétt: "Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins (ESB), boðaði í ræðu í gær að endurskoðuð fiskveiðistefna sambandsins yrði „einfaldari, grænni og svæðisbundnari".

Damanaki sagðist myndu sjá til þess að skrifræði yrði minna og ábyrgðin yrði færð á hendur aðildarríkjunum. „Færri ákvarðanir verða teknar í Brussel. Í framtíðinni verða ákvarðanir teknar af aðildarríkjum við hvert hafsvæði. Til dæmis munu ríkin við Norðursjó geta samið um nýtingu stofna þar."

Öll fréttin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kæru Evrópusamtök.

Er þá ekki verið að segja að VALDIÐ sé hjá Brussel. Eða er hægt að túlka þetta á annan hátt.

Valdimar Samúelsson, 15.1.2011 kl. 12:35

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Slappiði nú af.

Það hafa margar svona frómar og innblásnar ræður verið haldnar af einstaka ráðamönnum þessa kerfis um að nú þurfi sko aldeilis að fara í að snúa ofan af skrifræðinu og færa valdið frá nefndunum og ráðunum í Brussel, en því miður hefur alltaf stefnt í þveröfuga átt.

Miðstýringin vex alltaf og vex og nú er talað um að setja fjámál Evru ríkjanna undir eina sameiginlega og miðstýrða stjórn í Brussel.

Raunar eru þessir einstöku embættismenn sem leyfa sér að tala svona eins og frú Dalmanaki að viðurkenna að kerfið sem þau hafi unnið eftir og stutt um áraraðir sé handónýtt svifaseint og óskilvirkt.

Þannig að þó svo að þau hafi svarið þessu kerfi ævarandi hollustu sína og komist þar til æðstu metorða þá taka þau stundum undir harða gagnrýni okkar ESB andstæðinga á þetta hand ónýta bákn.

En þegar til kastana kemur þá passar rótgróið kerfið alltaf fyrst og fremst uppá sjálft sig og svona tillögur eru því ávallt svæfðar eða útþynntar í embættisnefndum kerfisins sjálfs og verða svo þar að engu.

Þetta er bitur reynsla margra þeirra sem hafa reynt að gera einhverjar stórar breytingar á þessu kerfi innan frá.

Alveg eins var þetta í Sovétríkjunum gömlu.

Þetta var ekki allt vont fólk sem starfaði þar í kerfinu, en alveg eins og var hjá miðstýrðu Moskvuvaldinu þá megnar ekkert mannlegt að breyta svona þungglammalegum og ofvöxnum embættismanna apparötum eins og Brussel valdið er orðið.  

Það er ekki hægt að lagfæra svona kerfi innan frá sem neinu nemur, það er eins og lögmál að það leitar alltaf í sama skítafarið aftur og aftur.

Annaðhvort hrynur fúnað kerfið innan frá eins og gerðist loks í Sovétríkjunum eða almenningur gerir uppreisn gegn svona ónýtum og ólýðræislegum spillingarbælum eins og ESB apparatinu í Brussel !

Hvort haldið þið að sé líklegra til að verða hin grimmu örlög ESB apparatsins ?

Gunnlaugur I., 15.1.2011 kl. 12:52

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég verð bara að segja ykkur hér á Evrópusíðunni mér til mikilla vonbrigða að þið eruð alls ekki að standa ykkur í því að sýna hér "comment" alla vegana ekki hjá þeim sem voga sér að gagnrýna stefnu ykkar hjá Evrópusamtökunum eða ykkar heittelskaða og oflofaða ESB apparati.

Það hafa síðustu 2 blogggreinar ykkar sýnt mér greinilega núna.

Ég gerði hér 2 athugasemdir strax í morgun og gagnrýndi í sitthvoru lagi tvær síðustu síðustu blogggreinar ykkar málefnalega og með rökum en þær hafa af ykkar hálfu enn ekki fengist birtar.

Er málefnastaða ykkar orðin svo bækluð og slæm að þið séuð í skipulögðum feluleik með óþægileg comment hér á síðunni ykkar ? 

Eða voruð þið bara víðs fjarri og þetta verður sýnt fljótlega ? 

Vona sannarlega að síðari ágiskun mín sé rétta svarið ! 

Það mun koma í ljós !

Gunnlaugur I., 15.1.2011 kl. 18:33

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Gunnlaugur I: Ásakanir þínar eru algerlega úr lausu lofti gripnar!

Slakaðu aðeins á í "nojunni"!!

Öllum kommentum er hleypt að nema þau séu rætin, það sé verið að vega að einstaklingum á óheiðarlegan hátt o.s.frv.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.1.2011 kl. 19:32

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

OK gott þykir mér að heyra. Takk fyrir ykkur er nú alls ekki alls varnað, síður en svo !

Gunnlaugur I., 15.1.2011 kl. 19:50

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Afhverju kemst ég ekki í gegn með mitt comment var ég með persónulegar ásakanir eða er það einhvað annað eða bar gleymdist ég vegna margra negatífa commentera. :-)

Valdimar Samúelsson, 15.1.2011 kl. 20:44

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég verð nú að vera ósammála þeim er skrifar fyrir hönd Evrópusamtakanna, ég hef iðulega skrifað athugasemdir en þær eru aldrei birtar, og þar er ekki um "rætið" efni  að ræða.

Guðmundur Júlíusson, 16.1.2011 kl. 01:18

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð gjarnir á að lofa upp í hólkvíðar ermarnar (talor-made in Brusselles) – og galdrið svo fram tileygar kanínur, ef ekki mýs, þegar til kastanna kemur.

Ef þið mynduð í alvöru trúa á þessa "would be" frétt af Damanaki, þ.e. að þetta yrði einhvern tímann að veruleika, þá ættuð þið (svona fyrir samvizkuna) að segja íslenzku þjóðinni, að hún eigi bara að slappa af, draga umsóknina til baka, því að þeir tímar komi og þau ráð, að þarna verði allt jafn-ljómandi yndislegt og þið sjálfir boðið með hálfkveðnum vísum, fréttum af því, sem "eigi eftir að verða" o.s.frv., og að þegar það allt verði komið í fullkomna framkvæmd (og um leið búið að skila neitunarvaldinu kröfunni um fullveldisafsalið aftur til þjóðanna og stórþjóðirnar búnar að skila því ofurvaldi sem þær taka sér með Lissabon-sáttmálanum árið 2014), þá verðið þið alveg 100% vissir um að nánast allir Ísendingar muni gleypa við þessu ESB ykkar. Hættið þá þessari baráttu, ef þetta kemur hvort sem er sjálfkrafa síðar meir, af því að þetta átrúnaðargoð ykkar á að ykkar mati að vera jafn-indælt og saklaust og þið vonizt til og teljið ykkur sjá fram á.

En þið eruð góðir í hugarleikfimi, ég verð að viðurkenna það, og farið þar fimlega án afláts saltomortale.

Jón Valur Jensson, 16.1.2011 kl. 03:33

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég fagna þessu yfirlýsingum og þær styrkja mig enn frekar í trúnni með að hagsmunum og-kkar sé best borgið INNAN ESB

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2011 kl. 03:40

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gunnlaugur

 Er þér alls ómögulegt að sjá ljósa hlið á ESB

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2011 kl. 03:42

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já frú Hólmfríður.

Ég sé næstum því ekkert gott við þetta yfirþjóðlega, ólýðræðislega og gerspillta stjórnsýsluapparat skriffinna og commísara sem heitir ESB.

Enda hef ég sjálfur búið innan ESB aðildarlandanna í u.þ.b. 5 ár og séð ýmislegt um það hvernig þetta er að virka og enn meira um það hvernig þetta system virkar alls ekki og stuðlar að sóun, spillingu og misbeitingu valds og er misnotað á marga vegu.  

Ég hef því ósköp svipað álit á þessu fyrirbæri sem heitir ESB, eða þessari stjórnsýslutilraun, eins og ég hef og hafði á misheppnuðu Commísara stórnsýsluapparati Sovétríkjanna sálugu.

Gunnlaugur I., 16.1.2011 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband