Leita í fréttum mbl.is

Valgerður um gjaldmiðilsmál í FRBL: Nú er lýst eftir peningastefnu

valgerdur BjarnadottirValgerður Bjarnadóttir þingkona, skrifar grein um gjaldmiðilsmál í Fréttablaðið í dag og segir þar m.a.:

"Í fréttum af fjórðu afgreiðslu AGS á efnahagsaðstoð til okkar segir að nú verði kveðið á um að við þurfum eða verðum að móta okkur peningastefnu til frambúðar.

Í skrifum um síðustu helgi gagnrýndi pistlahöfundurinn, Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaleiðtoga fyrir að þegja um peningastefnu eða – stefnuleysi í áramótagreinum og – ávörpum.

Það má með sanni segja að erfitt er að vita hvað sumir stjórnmálamenn telja að verði okkur, íslensku þjóðinni, affærasælast við stjórn peningamála á næstu árum og áratugum. Það er heldur enginn vandi að taka undir að það er vont þegar fólk þegir um svo mikilvæg málefni.

Krónan hefur ekki reynst okkur vel, það liggur í augum uppi og það sýna rannsóknir. Væntanlega eiga enn fleiri rannsóknir eftir að sýna það, og útlista alls konar villur sem gerðar voru við stjórn peningamála undanfarin ár og jafnvel áratugi.

Stjórnmálamenn sem mæla fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu verða ekki sakaðir um stefnuleysi í peningamálum. Aðild að sambandinu myndi færa okkur inn í myntsamstarfið þó við gætum auðvitað ekki umsvifalaust skipt á krónu og evru. Aðild að ESB er hins vegar forsenda fyrir að við getum nokkurn tímann skipt krónunni út fyrir evruna."

Öll grein Valgerðar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er sorglegt þegar þingmenn átta sig ekki á því að peningastefna snýst ekki um hvað gjaldmiðillinn heitir í hverju landi, heldur hvernig er spilað úr þeim fjármunum sem til skiptanna er.

Mun evran leysa það stóra vandamál sem hér hefur ríkt og ríkir enn, að stjórnvöld geti ekki með nokru móti staðið við sínar samþykktir í fjármálum?

Mun evran leysa þann vanda að oftar en ekki eru allar forsendur fyrir fjárlögum brostnar áður en þau eru samþykkt á þingi, samanber ný samþykkt fjárlög?

Mun evran kannski láta okkur fá nýja og hæfari þingmenn á þing?

Gunnar Heiðarsson, 18.1.2011 kl. 10:47

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Evran sjálf er engin lausn- það eru lika til aðrir gjaldmiðlar sem ekki mundu skapa allar þær kröfur sem Evrópusambandið er - einhverskonar

Lyðveldisstefnu.

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.1.2011 kl. 12:30

3 Smámynd: The Critic

Þessi gjaldmiðill hefur alla tíð verið til vandræða og átti aldrei að vera skilin frá Dönsku krónunni á sínum tíma. En það var gert í þágu þjóðrembings,  þessi þjóðrembingur lifir því miður enn sterkt í mörgum.

The Critic, 18.1.2011 kl. 12:50

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta sem Gunnar segir var sama og ég var að hugsa. Hvað kemur gjaldmiðli við hvernig landi er stjórnað. Ef mér skilst rétt þá er fljótandi gjaldmiðill bestur fyrir ísland eins og hefir verið en ef hinsvegar Alþingi muni vinna eins og þeir væru að reka fyrirtæki þá er kannski hægt að festa gjaldmiðil við aðra stöðuga minnt eða Gull.

Valdimar Samúelsson, 18.1.2011 kl. 13:10

5 identicon

Stöðugur gjaldmiðill eykur stöðugleika heimilanna.

Það sem mestu máli skiptir er að heimilin í landinu fái stöðugan gjaldmiðil svo þær geti skipulagt eyðslu og sparnað o.þ.h.

Þegar hrunið varð, þá jukust skuldir heimilanna. Af hverju? Vegna lélegrar peningastefnu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:05

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan á alltaf í hættu á að vera feld af vogunarsjóðum. Sama hversu vel stjórnmálamenn fylgja fjárlögum.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2011 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband