Leita í fréttum mbl.is

Engin kúvending hjá Árna Þór!

Árni Þór SigurðssonÁ Eyjunni stendur: "Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagði á Alþingi í dag að ekkert nýtt hefði komið fram sem breytti þeirri persónulegu skoðun sinni að ljúka bæri viðræðuferlinu við Evrópusambandið og bera þá niðurstöðu undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Hann sagði viðræðurnar vera í samræmi við það nefndarálit sem samþykkt var um miðjan júlí 2009 þegar Alþingi samþykkti að ganga til viðræðna við ESB.

Miklar deilur hafa verið innan Vinstri grænna vegna samningaviðræðna við ESB. Í gær sagði formaður flokksfélagsins í Kópavogi sig úr flokknum vegna samstöðuleysis í stórum málum, og nefndi þá sérstaklega afstöðuna til ESB."

Í kjölfar þeirrar "skjálftavirkni" sem átt hefur sér stað innan VG komu fram hugleiðingar um hvort Árni Þór hefði kúvent í málinu, það sagði m.a. Bjarni Benediktsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins.

En Árni Þór er fastur á sinni skoðun, enda skynsamleg afstaða. 

Heimildin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband