Leita í fréttum mbl.is

Riddarar hins óbreytta ástands berjast fyrir hina heilögu kú!

Heilög kúÁ forsíðu MBL í dag stóð í aðalfrétt: "Engin áform eru um að breyta íslenskum lögum eða reglugerðum til að stofna greiðslustofnun í landbúnaði eða taka upp byggðaáætlun að hætti Evrópusambandsins (ESB), fyrr en aðild að sambandinu hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og formlega staðfest af Íslandi og ESB.

Þetta kemur fram í svörum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við spurningum ESB í kafla 11 um landbúnað og byggðamál. Svörin hafa verið send samninganefnd Íslands gagnvart ESB, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. ESB spyr m.a. hvernig og hvenær Ísland hyggist aðlaga lagaumhverfið sitt hvað varðar stofnun greiðslustofnunar og fleiri breytingar varðandi stjórn- og eftirlitskerfi landbúnaðarins.

Í svari ráðuneytisins segir m.a. að verulegur munur sé á lögum og stjórnkerfi landbúnaðar á Íslandi og í ESB. Ísland þyrfti að grípa til veigamikilla lagabreytinga auk breytinga í stjórnsýslu og stækkunar stofnanakerfis til að laga sig að landbúnaðarkerfi ESB. Ráðuneytið telur enga þörf á því til að framfylgja núverandi landbúnaðarstefnu. Þá segir ráðuneytið að stefna íslensku ríkisstjórnarinnar sé skýr: Engin aðlögun verði að lagaverki ESB fyrr en aðildarsamningur Íslands að sambandinu hafi verið staðfestur. Þá sé það skoðun ríkisstjórnarinnar að vegna stærðar landsins sé óþarft að taka upp stofnanakerfi ESB."

Sá sem svarar er auðvitað enginn annar en Jón Bjarnason, sem berst eins og ljón fyrir óbreyttu ástandi í sínum málaflokki, landbúnaðarmálum.

Í þau mál fara um 110 milljarðar á hverjum áratug úr vasa íslenskra skattborgara. Til bænda og til reksturs Bændasamtaka Íslands. Miðað við núverandi framlög.

Þetta er í raun hin heilaga kú íslensks samfélags og Jón Bjarnason vill að hin heilaga kú verði áfram ÓSNERTANLEG!

Hvort búum við á Indlandi eða Íslandi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg viss um það að það mun ekki svo mikið breytast í styrkjamálum á Íslandi við inngöngu.

Það eina sem mun breytast er hvaðan styrkirnir koma.

Það er enn stundaður landbúnaður um alla evrópu þrátt fyrir ESB.

Mér finnst þetta frekar áhugavert að bændasamtökin athugi ekki hvernig þau fá styrki í ESB.

Þau vilja frekar vera á móti. Það finnst mér vera hræðsla við það óþekkta en eitthvað annað.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 00:37

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Af www.visir.is

"Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að innan samninganefndir megi finna sjónarmið um að afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins til spurningalista ESB sé af hinu góða því líta megi svo á að með því að svara ESB með þessum hætti, þ.e tilkynna að framangreind tvö mál séu ekki á dagskrá í íslenskum landbúnaði, og gera ekki athugasemdir við annað, sé ráðuneytið að lýsa því yfir að samningaferlið haldi áfram og þar með sé það óbeint að lýsa yfir stuðningi við þá vegferð ríkisstjórnarinnar að klára samningaferlið."

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2011 kl. 01:02

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er þá einhver "aðlögunun" í gangi víst að Jón vill ekki breyta neinu?

Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2011 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband