Leita í fréttum mbl.is

Össur um málefni norðuslóða í FRBL

Össur SkarðhéðinssonÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag um málefni norðurslóða. Hann segir: "Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar.

Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl.

Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum."

Og síðar ritar Össur: "Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar."

Öll greinin  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband