Leita í fréttum mbl.is

Bændur búast til Brussel - jákvætt skref!

Haraldur BenediktssonÍ Fréttablaðinu í gær birtist áhugaverð frétt um ESB-málið og bændur, en í henni segir: 

"Bændasamtökin segjast reiðubúin til að leggja samninganefnd Íslands lið á rýnifundum Íslands og ESB um landbúnað, sem hefjast á mánudag í Brussel.

Fundirnir eru liður í umsóknarferli um aðild að ESB. Á fundum í fyrra kynnti ESB sín sjónarmið en nú er komið að Íslendingum.

Formaður samninganefndar Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, sagði í Fréttablaðinu í desember að það að samtökin vilji ekki taka þátt í þessum fundum gæti þýtt lakari samningsstöðu þar en ella.

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir þetta alrangt: "Við vorum búnir að senda formanni samningahóps landbúnaðar, þremur vikum fyrir þessi ummæli Hauks, bréf um að við værum tilbúnir að gera það sem heyrir til okkar skyldna."

Haraldur segir samtökin aldrei hafa verið beðin um að taka þátt í rýnifundunum í næstu viku. Þau hafi ekki viljað taka þátt í rýnifundunum í fyrra því þau hafi ekki haft neinu hlutverki að gegna þar.

"Ef við höfum beinlínis hlutverk förum við á fundinn. Svo framarlega sem þetta er bara til að vinna að þeim þáttum sem við höfum verið að aðstoða með og engin stífla hefur verið í, þá gerum við það," segir hann."

Það hlýtur að teljast vera jákvætt að íslenskir bændur ákveði nú að vera með í ferlinu. Allir vitja jú mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir land og þjóð, ekki síst bændur!

Miklir möguleikar geta falist í aðild fyrir bændur, landbúnaður er ekki "föst stærð" sem er ónæmur fyrir breytingum, þær gerast af mörgum ástæðum, heimatilbúnum og alþjóðlegum, veðurfræðilegum!

Verður t.d. hægt að þróa nýja hluti í landbúnaði með þátttöku í verkefnum innan ESB? Kornrækt? Aukinn "ferðamannalandbúnað"? Aukna trjárækt? Enn grænni og vistvænni landbúnað?

Það eru margar spurningar í kringum íslenskan landbúnað, sem er hluti af alþjóðlegu samspili. 

Bendum hér á greinar um landbúnaðarmál á heimasíðu Evrópusamtakanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið eruð svo einsýnir og heittrúaðir á ESB undrin að maður brosir oft af því hvað þið eruð upphafnir og hreinræktaðir ESB miðstýringarsinnar.

Ég efa að nokkur atvinnugrein eða starfsstétt hafi betur látið kanna hvað ESB aðild myndi þýða fyrir íslenska bændur og atvinnugreinina í heild sinni. Niðurstaðan er öll á einn veg þ.e. að ESB aðild væri á heildina litið mjög skaðvænleg fyrir íslenskan landbúnað og íslenska bændur. Hagur neytenda til lengri tíma litið væri einnig hverfandi.

Svo sláið þið bara hausnum við steininn og teljið bændur bara vilja kyrrstöðu af því að þeir vilja ekki í ESB.

Íslenskur landbúnaður hefur án ESB aðildar tekið stórstígum framförum og er mjög vel tæknivæddur og fjölbreyttur og vel rekinn og framleiðir auk þess topp afurðir.  

Gunnlaugur I., 23.1.2011 kl. 10:04

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Styrkir til bænda á ESB svæðinu eru umtalsverðir og Landbúnaðarstyrkjakerfi ESB er þekkt fyrir að vera mjög flókið og þungglammalegt og einnig gerspillt, enda stjórnað afv ofaldri embættisstétt skriffinna í Brussel sem svo koma sér upp enn fleiri undirsátum og stofnunum í hverju landi fyrir sig og auyka enn á skrifræðið og vegalengdirnar frá bændum sjálfum og til þeirra sem útdeila fjármununum.

Ef Íslenskur landbúnaður mun einhverntímann þurfa að sæta því að verða ofurseldur valdi ESB elítunnar þá þyrfti að stórfjölga í eftirlits og skrifræðinu hér á landi og búa til sérstakar stofnanir sem heyra beint undir ESB valdið, þó svo að allt benti til að bændum myndi fækka um helming og stótr hluti framleiðslunnar færast úr landi.

Íslenskir bændur myndu missa allt sjálfstæði sitt og stolt og yrðu að sæta þessu skrifræðisvaldi sem deildi og drottnaði og mismunaði með styrkjakerfi sínu og millifærslum andskotans.

Þá þyrftu íslenskir bændur að senda bænaskrár til Brussel til að geta fengið að rækta lönd sín eftir því sem þeir helst kysu.

Svona svipað og þegar landslýður var undir danska arfakonunaga ofurseldur og kominn með allar sýnar bjargir og ráð undir þeirra náð og miskunn.

Megi íslensk bændastétt áfram lifa stolt og sjálfstæð í okkar sjálfstæða og fullvalda landi og aldrei verða háð þessu fjarlæga valdi greifanna frá Brussel..

Gunnlaugur I., 23.1.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband