Leita í fréttum mbl.is

Hallur Magnússon á Eyjunni um landbúnaðarmál

Hallur MagnússonHallur Magnússon, bloggar um landbúnaðarmál á Eyjunni og segir: "Landbúnaðarstofnun sem Evrópusambandið vill að taki við dreifingu ESB landbúnaðarstyrkja til bænda á að vera hluti af Byggðastofnun og því staðsett á Sauðárkróki.  Reyndar á að færa framkvæmd búvörusamninga og umsýslu landbúnaðarstyrkja undir Byggðastofnun óháð því hvort Ísland gengur í Evrópusambandið eða ekki.

Staðreyndin er nefnilega sú að núverandi fyrirkomulag þar sem ríkisvaldið hefur framselt umsýslu landbúnaðarstyrkja til hagsmunasamtaka bænda stenst engan veginn grundvallaratriði í vandaðri stjórnsýslu.

Enda hefur Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við núverandi fyrirkomulag. Eðlilega."

Síðar segir Hallur: "Íslensk stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að nýta sér þá styrki Evrópusambandsins sem í boði eru til að fjármagna nauðsynlegar breytingar á stjórnsýslu landbúnaðarins og flytja verkefni sem nú eru unnin á stjórnsýslulega vafasaman hátt á Hagatorginu í Reykjavík yfir í Byggðastofnun sem staðsett er í hinu blómlega landbúnaðarhéraði Skagafirði. Hvort sem Ísland gengur í ESB eða ekki."

Öll færsla Halls


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband