29.1.2011 | 12:06
Andrés Pétursson í MBL: Auðlindir ekki í hættu
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar grein í Morgunblaðið í dag um ESB-málið og auðlindir undir yfirskriftinni: Auðlindir ekki í hættu. Grein Andrésar birtist hér í heild sinni:
Það er sérkennileg árátta andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu að gefa sér alltaf þær forsendur að ekki sé hægt að semja um neitt varðandi auðlindir þjóða. Það er sérstaklega skrýtið því staðreyndirnar eru þveröfugar. Allar þær þjóðir sem hafa gengið í Evrópusambandið hafa samið um sínar auðlindir með varanlegum samningum. Bretar hafa til dæmis full yfirráð yfir olíulindum sínum, Svíar yfir járngrýtinu sínu og Finnar yfir skógunum.
Angi þessarar auðlindaumræðu kemur fram í grein Sigurbjörns Svavarssonar rekstrarfræðings um sjávarútvegsmál í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þó verð ég að hrósa röksemdafærslu Sigurbjörns í þeirri grein því hún er málefnalega sett fram.Vonandi er þetta upphafið að vandaðri og dýpri umræðu um auðlindamál í tengslum við umsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Sigurbjörn bendir á ýmis atriði sem gæta verður vel að í samningaferlinu við Evrópusambandið. Þar má til dæmis nefna mikilvægi þess að hagnaður af sjávarútvegi verði áfram í landinu, komið verði í veg fyrir það að erlendir aðilar sölsi undir sig íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og að ekki sé hægt að kippa undirstöðunum undan fiskvinnslu í landi. Ef þetta er ekki tryggt í samningum þá er ljóst að enginn Íslendingur mun greiða atkvæði með því að ganga í sambandið.
Mér finnst þó gæta misskilnings hjá Sigurbirni um regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Sú regla hefur verið í gildi yfir 20 ár og engar vísbendingar komið fram um að henni verði kastað fyrir róða. Framkvæmdastjórn ESB hefur stunduð varpað þeirri hugmynd fram að taka upp annað kerfi en því hefur umsvifalaust verið hafnað af nánast öllum þjóðunum. Þar að auki má ekki gleyma því að ef Ísland semur um þessa reglu þá er ekki hægt að breyta því einhliða af Evrópusambandinu. Aðildarsamningar þjóða hafa sama vægi, og í raun meira, en sáttmálar ESB. Ekki er því hægt að þvinga Íslendinga til að breyta einu eða neinu í þeim samningi.
Í lokin langar mig að vísa í skýrslu Sjálfstæðisflokksins um auðlindamál frá árinu 2009. Þar segir skýrt: Aðild að sambandinu mun ekki hafa veruleg áhrif á málefni er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki hafa í för með sér verulegar breytingar á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefnum norðurheimskautsins... meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Jú, þær eru massíft í hættu: á landi og undir landinu, í sjónum og undir hafsbotni, allt nema kannski hreina loftið! Ég mun skýra þetta betur i öðru innleggi hér í dag, ef þetta innlegg fær í þetta sinn að birtast, og jafnvel þótt þið birtið það ekki, á ég það til góða og birti það hjá sjálfum mér, ykkur til lítillar frægðar, því að hin nýja þöggunarstefna ykkar með því að draga birtingu innleggja, þar til margar nýjar greinar hafa hlaðizt yfir innlegg sjálfstæðissinna, er farin – og mun halda áfram – að vekja athygli.
Jón Valur Jensson, 30.1.2011 kl. 10:19
Ekki svona æstur Jón, ekki gott fyrir blóðþrýstinginn! Eins og þú veist sjálfur að þá hefur ESB ekki tekið neinar auðlindir af ríkjum þess, Andrés bendir á þetta. En villt þú sjá þetta? Það er kannski frekar spurningin!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 30.1.2011 kl. 10:57
Jón Valur. Orðatiltækið "að kasta steini úr glerhúsi" á svo sannarlega við þessa athugasemd þína. Þú sjálfur hefur massíft stundað það að loka á menn á þinni bloggsíðu fyrir það eitt að vera ósammála þér. Þú hefur lokað á marga menn, sem hafa skrifað kurteislega og málefnanlega á bloggsíðu þína. Hafa aldrei viðhaft persónuníð eða skrifað út fyrir það efni, sem til umræðu er. Þeir hafa unnið það eitt sér til saka á þinni bloggsíðu að tala gegnf þínum skoðunum og fært fyrir því sterk og málefnanleg rök.
Ég sjálfur er meðal þessara manna, sem þú hefur með þessum hætti útilokað frá umræðum á blogsíðu þinni fyrir það eitt að vera ósammála þér og ég veit um marga aðra.
Þú hefur því lítil efni á að gagnrýna stjórnendur annarra bloggsíðna með þeim hætti, sem þú gerir hér. Hvernig væri að taka til í eigin ranni áður en þú ferð að gagnrýna aðra fyrir ritskoðun á sinni bloggsíðu.
Gleymum því svo ekki að síður ESB andstæðinga heimila yfir höfuð ekki umræðu um sínar greinar á sínum síðum.
Sigurður M Grétarsson, 30.1.2011 kl. 12:46
Jón Valur ætlar að sýna fram á það hvernig aðildarríki ESB hafa glatað yfirráðum yfir auðlindum sínum.
Ég bíð spenntur
Guðjón Eiríksson, 30.1.2011 kl. 14:07
Bara svona í 1. litla efnisinnleggi, sem heitið geti: Eruð þið ekki með þessu svari að ganga fram hjá a.m.k. eftirfarandi staðreyndum?
1) að brezk lagasetning dugði EKKI til að hindra það að spænsk fiskiskip fengju að vaða inn í fiskveiðilögsögu Bretlands;
2) að fiskveiðilögsaga Möltu upp að 12 mílum er frjáls vettvangur veiða ESB-skipa.
Þar að auki eigið þið að vita, að ESB áskilur sér allt æðsta löggjafarvald yfir meðlimaþjóðunum og getur því m.a. gerbreytt orku- og auðlindastefnu sinni, þegar voldugustu ríkjunum innan bandalagsins býður svo við að horfa. Þau eru nú aldeilis að eflast þar að áhrifum: Fjögur fiskveiðiríki í hópi hinna voldugustu (Þý., Fr., Br. og Sp.) eru nú með 33,06% atkvæðavægi í hinu nær allsráðandi ráðherraráði, en verða með 50,79% atkvæðavægi þar frá 2014! (bætist Ítalía við, eykst hlutur fimm fismveiðiríkja úr 41,4% í 62,81% (sjá HÉR). Þá verður brátt kominn tími til að láta til skarar skríða að nota þetta apparat til að seilast eftir þeirri auðlindastjórn og -nýtingu sem Brusselráðamenn kæra sig um ... og þó verður beðið átekta, meðan hugsanleg innlimun Noregs er enn á döfinni. Þessir valdakarlar eru ekkert vitlausari í áætlunum sínum en við sjálfir höfum hugmyndaafl til.
Ennfremur fer Andrés í áróðursgrein sinni rangt með líkurnar og möguleika ESB á því að umbylta eða víkja til hliðar "reglunni" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hverrar þjóðar. Til að stuðla að því, að menn hætti síður við umsókn Össurar & Co., lætur hann einnig í veðri vaka, að Íslendingar geti fengið nefnda "reglu" staðfesta sem eilífan skilmála í aðildarsamningi, en hvers vegna ætti lítilli þjóð Íslands að takast það sem margfalt fleiri Norðmönnum tókst ekki í "aðildar"-viðræðum sínum? Af hverju þagði Andrés um það?!
Jón Valur Jensson, 30.1.2011 kl. 14:43
Drífa sig að birta innleggið mitt!
Jón Valur Jensson, 31.1.2011 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.