Leita í fréttum mbl.is

...að sinna skyldustörfum!

Þremenningar úr röðum Nei-sinna lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Einn þeirra, Ásmundur Einar Daðason, Nei-foringinn, var að sjálfsögðu að sinna skyldustörfum.

Í "röksemdafærslunni" með tillögunni segir m.a. ,,Aðild að Evrópusambandinu er ekki lausn á efnahagsvanda Íslands." 

En hvaða lausnir hafa þau? Haftakrónu, haftahagkerfi, pólitískt áhrifaleysi um málefni framtíðar, viðtaka á lögum og reglum frá ESB, án virkrar aðkomu og almenna "hliðarlínudvöl," sama gamla sveiflu/verðbólgu og hávaxtakerfið?

Þetta hér er líka snilld: ,,Á næstu missirum og árum mun Evrópusambandið endurskoða starfshætti sína og e.t.v. gera breytingar á grunnsáttmála sínum, Lissabonsáttmálanum. Á meðan ekki er ljóst hvernig haldið verður á málum hjá Evrópusambandinu er óráðlegt að vera í aðildarferli að sambandi sem gæti tekið grundvallarbreytingum á næstu missirum."

En á Íslandi má ekki (og á ekki) að breyta neinu? Hér þvælast hlutir náttúrlega bara fyrir okkur, eins og t.d. Rannsóknarskýrsla Alþingis, er það ekki? 

ESB hefur verið í stöðugum breytingum frá því það var stofnað, stofnríkin voru sex, en nú eru aðildarríkin alls 27 og innihalda öll helstu lýðræðisríki Evrópu!

Samkvæmt könnun sem gerð var um daginn vilja 66% þeirra sem voru spurðir, halda aðildarviðræðum áfram.

Íslendingar vilja fá að kjósa um aðildarsamning, en þetta fólk vill stöðva það. 

Ein "snilld" í viðbót úr "röksemdafærslunni" : ,,Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og sú niðurstaða mun ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins." 

Spurning: Hvað með Norðmenn? Hverskonar röksemdafærsla er þetta? Og er það fyrirsjáanlegt að samningur verði felldur? Enginn veit hvernig niðurstaðan verður fyrr en samningur liggur fyrir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég hef ekki mikinn tíma til þess að fara yfir þetta um þessar mundir. Hinsvegar það nú bara þannig að Lisbon sáttmálinn var ekki og hefur aldrei verið grunnsáttmáli ESB. Heldur var og er Lisbon sáttmálin svo kallaður breytingarsáttmáli, enda er hlutverk hans að breyta lagagreinum annara sáttmála ESB. Þar á meðal Rómarsáttmálans og annara sáttmála (TEU osfrv).

Í fljótu bragði þá sýnist mér þessi þingsályktunartillaga þessara þremenninga (Formanns Heimssýnar, Varaformanns Heimssýnar og framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi).

Þess má einnig geta að þetta er önnur þingsályktunartillagan um þetta sama efni, eftir því sem ég kemst næst.

Jón Frímann Jónsson, 31.1.2011 kl. 22:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleymið ekki, að evran er mjög forgengilegt fyrirbæri og að Þjóðverjar og Frakkar – þjóðirnar sjálfar – vilja helzt fá sinn gamla gjaldmiðil aftur.

En hvað Ásmund Einar varðar, þá er hann "NEI-maður" gagnvart hugmyndinni um að innlima Ísland í erlent stórríki og að gefa því síðarnefnda allt æðsta löggjafarvald yfir okkur. Hann er hins vegar JÁ-maður gagnvart frelsi og fullveldi Íslands, og eg tek ofan fyrir honum vegna þess. Áfram Ísland!

Treystið svo ekki nýjustu skoðanakönnunum Fréttablaðsins í þessu efni, ég tel fyrri skðanakannanir benda til, að hér sé maðkur í mysunni – enda mikið í húfi hjá ESB og ESB-sinnum.

Jón Valur Jensson, 1.2.2011 kl. 11:41

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mesta hagsmunarmál Íslendinga er að komast inn í ESB. Þá loksins fáum við stöðugan gjaldmiðil, lægri vextir svo við þurfum ekki að borga þrefallt fyrir þak yfir höfuðið. Störf munu fjölga vegna þess að það hefur komið margoft fram að sprotafyrirtækin geta ekki stækkað innnanlands legnur útaf krónunni (ég tek Marel sem dæmi).

Það er komið tími til að hætta að henda skattpeningum í svarthol bændasamtakanna sem nota skattpeninga okkar að halda uppi Bændablaði, styrki til Heimssýnar og blíantsnagara uppí dýrasta hótel Íslands. Hótel SAGA. Þeir fara á Grillið í hádeginu á góðum launum á meðan umbjóðendur þeirra sauðfjárbændur lifa undir fátæktarmörkunum.

 Það er komið tími til að hætta að hlusta á áróðusmeistara LÍÚ sem vilja bara halda Íslendingum í krónunni svo þeir geta borga lægri laun og gera svo sjálf upp í evrum.

Við almenningur viljum ekki meiri gjaldeyrshöft, verðtryggingu og háa vexti. Við viljum stöðugleika. 

ESB er framtíðarsýnin. Einsog kemur fram í bloggfærslunni þá eru þessi þremenningar ekki með neina framtíðar sín... nema það að reyna að stoppa þann lýðræðislega rétt okkar Íslendinga að fá að kjósa um aðildarsamninginn þegar hann lyggur fyrir.

Og eiga þau skömm fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.2.2011 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband