Leita í fréttum mbl.is

ESB býður fram tæknilega aðstoð við afnám gjaldeyrishafta - Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra: "Mikilvægur áfangi"

island-esb-dv.jpgSíðdegis kom fram í fjölmiðlum að ESB er reiðubúið að aðstoða við afnám gjaldeyrishafta á þessu ári, en Íslendingar hafa jú búið við gjaldmiðil í höftum undanfarin misseri.

Á RÚV segir: "Olli Rehn framkvæmdastjóri efnahagsmála ESB lofaði aðstoð ESB við að afnema gjaldeyrishöft á Íslandi á fundi sínum með Árna Páli Árnasyni efnahags - og viðskiptaráðherra fyrr í dag. Ekki hefur verið útfært í hverju aðstoðin felst en sérfræðingar ESB eru væntanlegir hingað til lands í mars og þá verður aðstoðin skýrð nánar." 

Á www.visir.is segir: "Þá sagði Árni Páll það vera eitt lykilmarkmið umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu að fá aðild að Evrópska myntbandalaginu og taka upp evru sem gjaldmiðil. Hann fagnaði stuðningi Olli við stefnu stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta og tilboði hans um tæknilega aðstoð í þeim efnum." 

Á Eyjunni segir: "“Þetta er mikilvægur áfangi,” segir Árni Páll Árnason í samtali við Eyjuna. “Við höfum leitað eftir stuðningi við verðmyndun á krónunni, sem skiptir miklu fyrir trúverðugleika á alþjóðamarkaði þegar höftunum verður létt. Samstarf við ESB einsog Rehn býður uppá vísar til mögulegrar upptöku evru í framhaldinu. Nú á eftir að útfæra hvernig það verður gert, en það skiptir miklu máli að markaðir hafi trú á að krónan byggi á sterkari stoðum og að gjaldeyrishöftin séu hugsuð með mögulega upptöku evru í framhaldinu.” 

Morgunblaðið fjallar einnig um málið og þar segir: "Olli Rehn, sem fer með viðskipta- og peningamál í framkvæmdatjórn Evrópusambandsins, sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að ESB væri reiðubúið til að veita Íslandi tæknilega aðstoð við að aflétta gjaldeyrishöftunum.

„Það er mjög mikilvægt að íslenska ríkisstjórnin er að undirbúa áætlun um að aflétta gjaldeyrishöftunum," hefur Bloomberg fréttastofan eftir Rehn. „Við erum reiðubúin til að veita tæknilega aðstoð við þessa vinnu."


Myndband frá vef framkvæmdastjórnar ESB af fréttamannafundi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Því fer þetta fólk ekki til Ítalyu- eða Spánar og spyr venjulegann launþega hvað ESB og Evran hafi gert fyrir það ?

 Jú verðlag rauk uppúr öllu valdi og atvinnuleysi jókst.

 Nú er Evran á fallanda fæti- fellur næst krónunni og  RÍKISSTJÓRNINN ER EINS OG LAX SEM KOKGLEYPIR fallega vafða flugu-   gervi---

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.2.2011 kl. 20:59

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Erla: Getur þú nefnt dæmi máli þínu til stuðnings í sambandi við verðlag og atvinnuleysi?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 7.2.2011 kl. 21:09

3 Smámynd: The Critic

ég veit ekki betur til en að ESB hafi verið að reyna að hjálpa Grikklandi, Írlandi og öðrum löndum sem eiga í vanda.

Nei-sinnar finna alltaf  eitthvað neikvætt við allt sem ESB gerir, það er alveg sama hvað það er. Það verður spennandi að sjá hvað leiðari Moggans mun finna þessari aðstoð til foráttu. 

The Critic, 7.2.2011 kl. 21:26

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég get nefnnt dæmi t.d. um atvinnuoeysi hér á Spáni þar sem ég bý það er búið að vera gríðarlegt í nokkur ár en er nú í nýjum hæðum eða 20,2% og u.þ.b. 40% hjá ungu fólki. 

Samt er dulið atvinnuleysi í raun enn meira því að hér er miklu erfiðara að komast á atvinnuleuysis bætur heldur en á Íslandi og þér er fleygt út eftir 9 mánuði.

Það væri allt orðið vitlaust á Íslandi ef þetta gengi svona fyrir sig þar, því að hér er viðvarandi 3svar sinnum meira atvinnuleysi.

ESB og Evran eru ekki að hjálpa hér neitt nema síður sé.

Hér hafa laun og allar bætur lækkað verulega og verðlag stórhækkað. Sérstaklega á þetta við um matvæli en einnig hefur rafmagn og orkukostnaður allur stórhækkað. En rafmagn hefur einmitt hækkað hér beint vegna tilskipana ESB apparatsisn sem hefur skyldað raforkufyrirtækin til að aðskilja framleiðslu og dreifingu, sem hefur haft í för með sér tuga prósenta hækkun til neytenda.

Síma kostnaður er hér líka umtalsvert hærri en á Íslandi og sama á við um póstburðargjöld bæði innan lands og milli landa

Evran er alls enginn lausn og í raun slæm gildra fyrir mörg hagkerfi, sérstaklega þau sem eru útflutningsdrifinn eins og hið íslenska.

Við eigum ekki að þyggja neina svona "tæknilega aðstoð" fræa ESB apparatinu, þeir eiga nóg með sig og þyggja núna tæknilega aðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum eins og við. Einnig njóta þeir sérstakrar stórfyrirgreiðslu Kínverja við að halda evrunni á floti. 

Sjálfsagt er þó fyrir Ríkissjóð Íslands að þyggja tæknilega og hagfræðilega aðstoð frá færum erlendum sérfræðingum sem við veljum þá sjálfir á okkar eigin forsendum.

Við eigum ekki að láta þetta ESB apparat ráðskast hér meira með okkur og anda hér ofan í hálsmál þjóðarinnar. 

Gunnlaugur I., 7.2.2011 kl. 22:27

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er nóg að spyrja íslenskan lauþega hvað krónan hefur gert fyrir hann....

Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2011 kl. 22:31

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það verður yfirleitt fátt um svör þegar kemur að rökum gegn aðild - mest fullyrðingar og draugasögur sem svífa um loftin blá

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2011 kl. 03:26

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu ég get nefnt dæmi en við fórum a skíði árlega á þessum tíma og það bókstaflega hækkaði allt og tölur jafnaðar en þetta vita allir sem hafa lifað lengur en Evrópusamtökin. Hvernig heldur þú að tæknileg aðstoð sé frá ESB. Þetta verður dulbúinn fjárhagsaðstoð. Að segja já við svona tilboði sínir heimsku. Æðsti maður á aldrei að segja já heldur leggja þetta undir ráðunauta sína.

Valdimar Samúelsson, 8.2.2011 kl. 10:34

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það verður fínt að losna við höftin og gott ef ESB getur aðstoðað við það.

Lúðvík Júlíusson, 8.2.2011 kl. 12:10

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan og Co.

Það skiptir í raun engu máli hvað agjaldmiðill er við líði. Það sem skiptir máli fyrir launþegan atvinnustigið og kaupmáttur þeirra launa sem hann fær. Einnig góð félagsleg þjónusta og aðgangur að góðri menntun og heislsugæslu.

Í samanburði við flest ESB löndin stendur Ísland í einu af 3 til 7 efstu sætunum á öllum þessum sviðum. 

Það er hinn raunverulegi samanburður sem við þurfum að meta vel og vandlega áður en við tökum ákvörðun um að minnka eða afnema fullveldi þjóðarinnar til að ganga þessa stóra ríkjasambandi á hönd.

Gunnlaugur I., 8.2.2011 kl. 12:17

10 identicon

Það væri frábært ef hægt væri að afnema gjaldeyrishöftin.

Það væri stór bónus ef það væri gert með upptöku evru á þessu ári;)

Evran er fínn gjaldmiðill.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 13:17

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Okkur veitir ekki af allri mögulegri aðstoð þegar höftunum verður aflétt. Áhættan á hruni nr 2 er einfaldlega of mikil.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 8.2.2011 kl. 16:45

12 Smámynd: The Critic

Gunnlaugur: það að kenna evrunni og ESB um hátt atvinnuleysi á Spáni er algjör fásinna.  Ef Spánn væri ekki í ESB þá gætir þú ekki búið þar. 

The Critic, 8.2.2011 kl. 18:46

13 Smámynd: Gunnlaugur I.

"Critic" Nei það er ekki fásinna vegna þess að lágt vaxtastig evrunnar undanfarin árhefur eyðilagt efnahags- og atvinnustarfssemi þessa lands og skemmt ferðamannaiðnað þeirra verulega og einnig útflutningsatvinnuvegi þeirra.

Varðandi það hvar ég bý og að ég gæti ekki búið hér nema af því að Spánn er í ESB, þá skipti það engu höfuðmáli því að þá einfaldlega byggi ég bara annarssstaðar.

Hinns vegar er þetta bara vitleysa hjá þér því að næsti nágranni minn er Rússi og ekki eru þeir í ESB eða EES og svo er góður vinur minn sem hér býr með fjölskyldu sinni Kínverji sem er hér með sinn atvinnurekstur. Kínverjar eru hér fjölennir með fasta búsetu og margir þeirra í alls konar atvinnurekstri.

Kínverjar eru heldur ekki í ESB eða í EES og hafa víst eingan áhuga á að ganga í þann klúbb.

Gunnlaugur I., 8.2.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband