Leita í fréttum mbl.is

Timo Summa: Undantekningalaust góđa vinna í ESB-málinu

Í Fréttablađinu í dag er viđtal viđ sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa. Ţar kemur margt áhugavert fram og í byrjun ţess segir:

"Nú er rýniferliđ nćstum hálfnađ og á ađ vera ađ baki í júní. Hvernig hefur ţetta gengiđ hingađ til?

Ég held ađ ţetta hafi gengiđ mjög vel. Vinnuáćtlunin sem viđ gerđum fyrir sjö til átta mánuđum hefur haldiđ fullkomlega, sem eru góđar fréttir. Viđ bjuggumst viđ hágćđa vinnubrögđum frá Íslendingum en ţađ kom okkur samt á óvart hvađ ţetta hefur gengiđ vel. Allir sérfrćđingar og öll ráđuneytin, án undantekninga, hafa skilađ góđri vinnu. Ţađ er undravert hversu vel hin litla og fjárhagslega ađţrengda íslenska stjórnsýsla hefur stađiđ sig í umsóknarferlinu, andrúmsloftiđ hefur veriđ gott og ţetta hefur veriđ mikill gagnkvćmur lćrdómur. Ekkert óvćnt hefur komiđ upp á og viđ höldum ađ framhaldiđ muni ganga vel líka. Nćsta skref í ţessu er ađ íslensk stjórnvöld kynni samningsmarkmiđ sín í hverjum málaflokki fyrir sig."

Ţetta er athyglisvert, sérstaklega í ljós ţess ađ NEI-sinnar hafa hamrađ á ţví í röksemdafćrslu sinni fyrir ţví ađ draga umsóknina til baka, ađ stjórnsýslan réđi ekki viđ máliđ!

Af ummćlum Timo má ljóst vera ađ allt annađ er uppi á teningnum! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband