Leita í fréttum mbl.is

Carl Hamilton bjartsýnn á ESB-viðræður

Carl HamiltonÁ RÚV segir: "Carl Hamilton, sem fer fyrir nefnd 16 sænskra þingmanna í heimsókn til Íslands, telur að Evrópusambandið vilji leggja mikið á sig til að ná samningum í aðildarviðræðum Íslands.

Sænsku þingmennirnir eru úr Evrópunefnd og Fjárlaganefnd sænska Ríkisdagsins. Hamilton segir að þeir hafi kynnt sér endurreisn efnahagslífsins, Svíar hafi lánað Íslendingum og vilji fylgjast með. Lánið hafi verið óumdeilt í Svíþjóð. Hann segist bjartsýnn um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins.


„Við viljum að Ísland gangi í ESB. Það er engin óvild í því. Við viljum gera allt en skiljum að Ísland verður að vilja vera með, þjóðin þarf að greiða atkvæði um það. Því verðum við að gera aðild aðlaðandi fyrir Ísland þannig að þjóðin samþykki hana í þjóðaratkvæðagrieðslu. Evrópusambandið, rétt eins og við kynntumst á 10. áratugnum, á eftir að gera mjög mikið til að bjóða Íslendinga velkomna. Íslandi á að þykja það velkomið,“ segir Hamilton."

Öll frétt RÚV

Video 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var virkilega gaman að heyra í honum í kvöldfréttunum. Rólegur maður sem trúir að samstarf Evrópuríkja innan ESB. Það er ekkert vit í öðru.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 21:56

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...það eru blessunarlega til menn sem tala af skynsemi um ESB og Evrópumálefni. Hamilton er þannig. Laus við öfga og rembing!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.2.2011 kl. 22:23

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að hlusta á þennan mann og tilbreyting frá þeirri firringu sem er í atburðarásum hér í samfélaginu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2011 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband