Leita í fréttum mbl.is

Erik Boel: Aðild Danmerkur að ESB jók fullveldið

Erik_Boel2Erik Boel, formaður dönsku Evrópusamtakanna hélt áhugaverðan fyrirlestur í dag á vegum Já-Ísland. Þar fór hann yfir stöðuna (og söguna) í Evrópumálum Danmerkur. En hann talaði líka um aðildarumsókn Íslands og sagði hana njóta mikils stuðnings í Danmörku.

Hann telur að með aðild muni Ísland styrkja til muna hina "norrænu vídd" innan ESB, en þar eru Finnland, Svíþjóð og Danmörk.

Erik sagði að Danir hafi aukið fullveldi sitt með aðild og að þátttaka í alþjóðlegu samstarfi hafi þau áhrif. Hann telur Danmörku tvímælalaust hafa hagnast af aðild og að landið standi mun betur að vígi gagnvart stóru áskorunum framtíðar sem aðildarríki að ESB. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð harla hlægilegir að hafa þetta eftir. Danir eru einmitt farnir að gera sér grein fyrir fullveldistapi sínu í vaxandi mæli, og þegar kemur fram á árið 2014 og þeir átta sig betur á því, að vægi þeirra í ráðherraráðinu minnkar þá úr 2,03% í 1,10%, þá dregur jafnframt að hvoru tveggja, að fleiri og fleiri ákvörðunarmál ganga þeim úr greiðum og að óánægjan og blygðunin eykst heima fyrir vegna þess hvernig menn létu ginnast til lags við uppvaxandi storveldið. Nánar hér um byltinguna sem verður 2014, fyrir fram ákveðin í þegar samþykktum Lissabon-sáttmálanum: Evrópubandalagið leggur snörur sínar. Hér eru YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA afhjúpuð!

Jón Valur Jensson, 24.2.2011 kl. 23:23

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... ganga þeim úr greipum ...

Jón Valur Jensson, 24.2.2011 kl. 23:35

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Evrópa.

 Og í hverju fólst gróðinn?

 Hver borgaði gróðann? Ekkert er ókeypis?

 Og hverjar eru stóru áskoranirnar?

 það vantar alveg rökstuðning! En kemur vonandi svo ég geti skilið þetta? Ég er nefnilega dálítið treg í þessum málum.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2011 kl. 23:38

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Staðreyndin er sú að innan ESB er alltaf leitað sátta og menn hlusta á góð rök. Það kemur sjárasjaldan fyrir að það reynir á atkvæðamáttinn. Það er meðal annars þess vegna, sem smáríki hafa mun meiri áhrif, sem aðilar að ESB heldur en ein og sér. Þannig hafa Danir og önnur smáríki innan ESB meiri áhrif á ýmsa alþjóðarsáttmála, sem snerta þau sjálf, sem aðildarríki ESB heldur en þau gætu haft ein og sér.

Anna. Það er einfaldlega þannig í viðskiptum að menn geta uppskorið gróða án þess að einhver annar tapi eða þurfi að bera kostnað af því. Frjáls viðskipti leiða yfirleitt til hagnaðar fyrir alla aðila. Um 70% af útflutningi Dana er til annarra ESB ríkja og því njóta þeir góðs af þeim tollalækkunum inn á þann markað, sem aðild að ESB veitir þeirra útflutningsgreinum. Einnig hefur ESB aðild Dana leitt til mun agaðri hagstjórnar hjá þeim. Fastgengi dönsku krónunnar við Evru studd af evrópska seðlabankanum hefur einnig leit til mun meiri stöðugleika í dönsku efnahgaslífi, sem hefur komið bæði fyrirtækjum og einstaklingum til góða. Meðal annars hefur þetta leitt til lægri vaxta í Danmörku.

Þetta eru bara nokkur dæmi um hagnað Dana af því að ganga í ESB, sem eru án kostnaðar fyrir einhverja aðra.

Sigurður M Grétarsson, 25.2.2011 kl. 00:03

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er rakalaust, Sigurður, að smáríki geti haft þarna meiri áhrif en sem sjálfstæð ríki. Áhrifin á eigin auðlindir og nýtingu þeirra höfum við nú, en myndum missa þau mestöll í ESB. En þér virðist standa á sama um 45,8% minnkun á atkvæðavægi Danmerkur í ráðherraráðinu árið 2014, það segir meira um þig en það sem þú skrifar. Þá er þér sennilega líka ósárt um, að hlutur Möltu minnkar þar um 90,8% árið 2014, úr 0,87% í 0,08%. (Sjá tengil minn hér ofar.) Íslands hlutur yrði 0,06% og dugar harla skammt til að sporna við því, að sama ráðherraráð afnemi "regluna" um "hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða við hvert land, og þar með væri fiskveiðilögsaga Íslands opin fyrir fiskveiðiflotum hinna landanna í ESB.

Jón Valur Jensson, 25.2.2011 kl. 01:26

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Þvert á það sem þú heldur fram hérna og augljóslega trúir þessari vitleysu í sjálfum þér.

Þessi umræða sem þú fullyrðir að eigi sér stað hérna í Danmörku á sér ekki stað eftir því sem ég kemst næst.

Ég tek ekki mark á útreikningum Hans Haraldssonar um breytingar á vægi. Sérstaklega í ljósi þess að þær standast ekki.

Hægt er að kynna sér nýtt kosningakerfi innan Ráðherraráðsins hérna (wiki) og hérna. Það sem þarna breytist er að í staðinn fyrir einfaldan meirihluta. Þá er tekinn upp aukin meirihluti í mörgum málum. Þetta er þó sjaldan notað vegna þess að innan ESB er reynt að ná niðurstöðu sem allir eru sáttir með.

Ísland mundi ennfremur fá sama fjölda atkvæða í Malta hefur, sem og önnur ríki innan ESB sem eru af svipaðri stærð í íbúafjölda.

Þessar fullyrðingar um áhrifaleysi Íslands innan ESB eru því ekkert nema tómt bull og hafa verið hraktar áður hérna sem og annarstaðar.

Þessar reglur ná ennfremur bara til Ráðherraráð ESB, ekki til annara hluta ESB. Það er Framkvæmdastjórnar ESB og Evrópuþings ESB.

Anna, Viðskiptalega þá er það skynsamlegt fyrir íslendinga að ganga í ESB. Bæði fyrir útflutning og innflutning. Það yrði nefnilega kostur að getað borga bara með evrum og þurfa ekki að kljást við hluti eins og gengi íslensku krónunar gagnvart evrunni þegar fólk er að stunda sín viðskipti við evrulöndin.

Hagnaður almennings að ESB er einnig umtalsverður. Þar sem samkeppni mundi aukast og verð lækka í kjölfarið. 

Jón Frímann Jónsson, 25.2.2011 kl. 01:28

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... þeir [Frakkar og Þjóðverjar] stýra því [ESB] í raun." – Dr. Stefán Már Stefánsson, prófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, í viðtali í Speglinum á Rás 1 í kvöld.

Jón Valur Jensson, 25.2.2011 kl. 01:28

8 identicon

Já, við stjórnum ykkur. Ég stjórna ykkur;)

Mér finnst það líka frábært ef Ísland gengur í ESB, þá mun ég stjórna ykkur;)

Þetta er auðvitað ekki þannig. Ríki ESB taka sameiginlegar ákvarðanir. Það er mjög gott. Auðvitað deila menn oft í ESB. Þannig á það líka að vera. Væri ekki skrítið ef allir kjörnir fulltrúar á Alþingi myndu aldrei deila? Eiga þeir allir að vera sammála um það hver hagur þjóðarinnar er?

ESB er bandalag lýðræðisríkja. Eða hvað segja þeir sem hafa ferðast til ESB ríkja eða búið þar? Er réttur fólks skertur í ESB?

Umræðuna á aðeins hærra plan, takk.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 01:51

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er alveg augljóst að Stefán Már Stefánsson fer með kolrangt mál þarna. Þar sem það eru öll aðildarríki ESB sem ákvarða stefnuna sem er tekin þar innandyra.

Háskóli Íslands ætti að ávita þennan mann fyrir að fara með svona rangfærslur í fjölmiðla. 

Jón Frímann Jónsson, 25.2.2011 kl. 01:59

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þessar útskýringar. Í þessum málum er ég ó-glögg. Hvað og ef-orðin koma upp í hugann um svo margt.

 Hvað ef Íslendingar ná ekki að hreinsa til í eigin embættis og stjórnkerfi, og verða með endalausa rányrkju á skjön við lög, bæði hér á landi og annarsstaðar áfram, eins og nú er? Hver á að taka á því?

 Og hvað ef við erum með Evru og hún fellur, og við ætlum að eiga viðskipti við ríki utan Evrópu?

 Hvernig tryggir Evran Íslandi nægan gjaldeyri, eða hvernig verður gengið frá þeim málum?

 Af hverju er matvöruverð í Evrópu hærra í mörgum tilfellum en á Íslandi núna?

 Hvað kostar aðildin að ESB á ári? Höfum við efni á aðildargjaldinu núna? Og sjáum við aðgang að endurskoðuðum reikningum ESB árlega?

 Hvað ef við eigum að borga jafn mikið og aðrar þjóðir fyrir vatn og rafmagn, sætta Íslendingar sig við slíkan jöfnuð? (það þurfum við að gera okkur grein fyrir áður en við göngum þar inn). Hvað með vatns-skort í öðrum ríkjum og heimsálfum á sama tíma og ESB-ríki hafa vatn fyrir sig?

 Ég skil að frjáls viðskipti séu farsælust fyrir alla og viðskipti eru einungis góð ef báðir/allir fara sáttir frá viðskiptunum. því er ég innilega sammála.

 Og peninga-gróði er alls ekki allt, en þarf einhversstaðar að vera uppskorinn úr jörðinni í upphafi, áður en hann getur farið í veltuna? Og á meðan ekki er búið að leggja niður peninga í heiminum, þarf maður víst að reikna með þeim til að létta vöru og verkskipt (viðskipti). því miður.

 þatta var langur spurninga-listi fáfróðrar konu um ESB-aðild. Spyr sá sem ekki veit? 

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2011 kl. 12:39

11 Smámynd: The Critic

Anna: 

 Hér er gott video sem útskýrir á einfaldan hátt ESB http://www.youtube.com/watch?v=uE2R6YgP5oo&feature=related

The Critic, 25.2.2011 kl. 18:26

12 Smámynd: The Critic

Svo ég svari nú í fljótu og mjög einföldu bragði sumum af spurnaginunum .

 Og hvað ef við erum með Evru og hún fellur, og við ætlum að eiga viðskipti við ríki utan Evrópu? Hafðu í huga að íslenska krónan er búin að falla 90%, Evran er einn sterkasti gjaldmiðill heims og  mun seint falla svo mikið, hún mun rokka eitthvað upp og niður eins og dollarinn. Ef íslendingar hefðu verið með Evru þegar bankarnir féllu hefði vöruverð í landinu ekki tvöfaldast, einnig myndir bensín lítrinn kosta svipað og hann kostaði sumarið 2008. 

 Hvernig tryggir Evran Íslandi nægan gjaldeyri, eða hvernig verður gengið frá þeim málum? Ef ísland er með Evru þá er ekkert til sem heitir erlendur gjaldmiðill á íslandi. Seðlabanki Evrópu sér um gjaldeirsmálin fyrir Evrópu. Allur ótti um að gjaldeyrisflótta og að gjaldeyrin klárist eins og núna mun heyra sögunni til. 

 Af hverju er matvöruverð í Evrópu hærra í mörgum tilfellum en á Íslandi núna? Matvöruverð í ESB er mun lægra en á ísland. Verð á íslandi mun lækka við það að ganga í ESB þar sem engir tollar leggjast á neinar vörur sem koma frá ESB, úrval mun einnig aukast þar sem veruleg höft eru á allri innfluttri landbúnaðarvöru í dag. T.d. yrði hægt að kaupa erlendar kjúklingabringur á 500-600kr kg.

Einnig lækka aðrar vörur og fólk verður mun frjálsara. Þú munt geta farið út og verslað eins og þú villt í H&M án þess að tollurinn geti snert það. Einnig geturðu kippt nokkrum rauðvínsflöskum með og tollurinn getur ekki tekið þær af þér. 

 Hvað ef við eigum að borga jafn mikið og aðrar þjóðir fyrir vatn og rafmagn, sætta Íslendingar sig við slíkan jöfnuð? (það þurfum við að gera okkur grein fyrir áður en við göngum þar inn). Hvað með vatns-skort í öðrum ríkjum og heimsálfum á sama tíma og ESB-ríki hafa vatn fyrir sig? ESB skiptir sér ekki af því hvað íslendingar borga fyrir vatn og rafmagn. Íslendingar stjórna sínum auðlindum sjálfir og deila þeim ekki með öðrum nema þeir vilji það. 

The Critic, 25.2.2011 kl. 19:09

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef verið afar upptekinn við annað og er fyrst nú að sjá framhald umræðunnar, sá jafnvel ekki 1. innlegg Jóns Frímanns hér, þótt ég í skyndi hafi á sama tíma verið að setja inn örstutt innlegg um ummæli dr. Stefáns Más. Þá hafði ég reyndar aðeins heyrt bláenda framlags hans í þeim þætti, sem þar var vitnað til, en ég dag heyrði ég það allt, og þar er MIKLU MEIRA PÚÐUR fyrir sjálfstæðissinna eins og mig og meirihluta Íslendinga og virkilegt áfalla fyrir alla ESB-innlimunarstefnumenn (sjá neðar).

JFrJ vefengir Harald Hansson, en Haraldur byggir á frumheimildum ESB í grein sinni (hún nefnist Ísland svipt sjálfsforræði).

Viðtal Gunnars Gunnarssonar í Speglinum á Rúv í gærkvöld við dr. Stefán Má Stefánsson, prófessor í lögum og sérfræðing í Evrópurétti, hefur án efa valdið forundran margra, sem á hlýddu, svo afhjúpandi var t.d. upphafið, eins og gersamlega ný frétt í eyrum margra (ekki mínum!), en þetta er hér:

http://dagskra.ruv.is/ras2/4553239/2011/02/24/

Þar sjáið þið þessa skelfilega grófu staðreynd: að ekki aðeins lög ESB, heldur einnig allar tilskipanir og reglugerðir þess hafa (ef við gerumst eitt ESB-ríkið) FORGANG fram yfir öll landslög hér og ekki aðeins fram yfir venjuleg lög, heldur líka STJÓRNARSKRÁNA sjálfa!!!

Já, horfið nú og hlustið, ESB-aðdáendur!

Jón Valur Jensson, 25.2.2011 kl. 19:31

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mjög rökrétt að halda slíku fram og reynslan sýnir það líka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2011 kl. 17:23

15 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Það er alveg augljóst að Hans Haraldur er ekkert marktækur og það sem frá honum kemur er þvæla. Mjög svipuð þeirri þvælu sem kemur frá þér dags daglega. Enda ert þú ekkert marktækur í þessari umræðu frekar en annari umræðu.

 Ég er með smá fréttir fyrir þig. Lög ESB hafa nú þegar forgöngu í íslenskum rétti nú þegar. Íslendingum er skylt að taka upp lög ESB í gegnum EES samninginn.

Það eina sem mundi breytast við ESB aðild Ísland væri það að íslendingar fengu fulltrúa við lagasetninguna hjá ESB. Síðan yrði sú breyting að lög ESB mundu sjálfkrafa taka gildi á Íslandi, en mundu ekki þurfa sérstakt samþykki Alþingis íslendinga (sem er í raun bara formsatriði).

Jón Frímann Jónsson, 26.2.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband