Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Ísleifsson: Afturábak - um hálfa öld!

"Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði, segir það færa Ísland minnst hálfa öld aftur í tímann ef hugmynd Lilju Mósesdóttur, um að mismunandi gengi verði notað við upptöku á „nýrri krónu“, verður að veruleika.

Eins og Eyjan greindi frá um helgina, leggur Lilja til að skipt verði um nafn á íslensku krónunni. Samhliða því leggur hún til að mismunandi gengi verði notað til að skipta úr núverandi krónu yfir í nýja gjaldmiðilinn. Þannig verði hægt að láta eignaríkara fólk borga meira fyrir nýja gjaldmiðilinn.

Í morgunþætti Bylgjunnar sagði Ólafur Ísleifsson þessa hugmynd Lilju arfavitlausa og að hún myndi færa íslenskt samfélag minnst hálfa öld aftur í tímann.

„Hvergi á byggðu bóli, þar sem menn vilja láta taka sig alvarlega, kemur neitt svona lagað til greina,“ sagði hann."

Þetta kemur fram í frétt á Eyjunni, en hér má heyra spjall um þetta á Bylgjunni (aftarlega í klippinu)

En sennilega sýnir þessi umræða bara fram á eitt: Þær ógöngur og vandræði sem gjaldmiðilsmálin eru í og þau aukast sennilega því nær miðar að þeim tímapunkti að losað verði um gjaldeyrishöftin! 

Enginn veit jú hvernig krónan mun "hegða" sér, þegar hún losnar af gjörgæslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að við séum eitthvað að misskilja það sem Lilja er að segja. 

Hún er að reyna að finna leiðir til þess að skattleggja peninga sem myndu fara frá landinu við afnám haftanna.

Best væri bara að setja á skatt frekar en að fara einhverja fjallabaksleið.

Þessi umræða um íslenska gengið er svo löng sem ég man eftir mér.  Í denn voru alltaf fréttir að því að ríkið hefði fellt gengið.

Er ekki vandamálið það að gengið hefur alltaf verið rangt skráð miðað við getu þjóðarinnar?

Þjóðin er einfaldlega með gengi krónunnar innprenntað í höfuðið eins og það sé skapari alls þess sem gerist á Íslandi.

Það verður engin nýsköpun í krónum?  Ég skil ekki þessa gengisumræðu.

Hvernig væri að afnema gjaldeyrishöftin og leyfa þjóðinni sjálfri, markaðnum, að ákvarða gengið.  Svona einu sinni?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband