Leita í fréttum mbl.is

Stjórna hagsmunir norskra bænda hagsmunum og stefnu þeirra íslensku?

Stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, skrifar pistil á blogg sitt um landbúnaðarmál. Þar veltir hann fyrir sér niðurstöðum og umræðu í kjölfar Búnaðarþings, en þar sagði formaður norsku bændasamtakanna og gestur þingsins, að "heimurinn væri stærri en ESB." Þetta sama sagði Haraldur Benediktsson í grein MBL um síðustu helgi, en ekki var þetta útskýrt nánar. Um þetta atriði segir Gunnar á bloggi sínu:  

"Í lok greinar sinnar segir Haraldur og bergmálar málflutning orð formanns norsku bændasamtakanna frá nýhöldnu Búnaðarþingi:,, Það þarf að fá botn í ESB-málið sem fyrst svo hægt sé að hefja raunverulegt uppbyggingarstarf á Íslandi á nýjan leik því tækifærin bíða okkar. Höfum í huga að heimurinn er svo miklu stærri en Evrópusambandið.“

Hvað er Haraldur eiginlega að meina með þessum orðum? Ætla íslenskir bændur að fara í víking? Stórfelldan útflutning? Hvert þá? Annarra heimsálfa? Kína? S-Ameríku? Indlands? Hver á að borga? Skattgreiðendur? Er þetta virkilega raunhæf framtíðarsýn fyrir íslenskan landbúnað?

Eða er Haraldur kannski búinn að gleyma því að ESB er annað mesta viðskiptaveldi heims? Eða er þetta bara gott dæmi um það að grasið sé grænna hinum megin?

Það er alveg ljóst að norskum hagsmunum í sjávarútvegi og landbúnaði er mikið í mun að Ísland gangi EKKI í ESB. Jú, vegna þess að þá fengju íslenskar landbúnaðarafurðir og allt íslenskt sjávarfang FULLT tollfrelsi á um 500 milljóna markaði, með mikla kaupgetu. Þetta er "ógnarsviðsmynd" í augum þessara norsku aðila. Þess vegna vilja þeir að Ísland gangi ekki í ESB. Svo einfalt er það nú.

En er verið að halda með þessum hætti á málinu vegna norskra hagsmuna? Eru "norskir hagsmunir" afl sem að stýra hagsmunum íslenskra bænda og þar með hagsmunum íslenskra neytenda?

Það myndi teljast afar umhugsunarvert og þá dettur manni í hug; hvert er frelsi og sjálfstæði íslensku bændaforystunnar!"

Allur pistill Gunnars 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Jensdóttir

Ég bara spyr er allt í lagi þarna hjá ykkur? Er ekkert fyrir utan ESB er það sem á að boða núna og nota sem grýlu á auðtrúa almúgan hér í þessu landi.Ef við tökum ekki upp evru, ef við göngum ekki í ESB,og ef við borgum ekki fyrir aumingjana sem fóru með landið á hausinn þá kemur Grýla og étur ykkur.Á þetta að vera endalausa stagglið yfir hausamótunum á okkur?

Birna Jensdóttir, 16.3.2011 kl. 13:36

2 identicon

Birna:  Þú ert á síðu Evrópusamtakana. 

Prófaðu að lesa um vondu kallana í Evrópu á heimasíðu Heimssýnar.  Minnir helst á ævintýrabækur fyrri tíma þegar sagt var frá framandi heimum sem enginn hafði komið til. Nú getum við ferðast og sjáum að mest af þessu var bull.  En bækurnar eru enn skemmtileg lesning og heimildir um það hvernig menn sáu heiminn

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 14:09

3 Smámynd: Birna Jensdóttir

En þið þarna Evrópusambandssinnar haldið að það séu bara ekki til fleiri lönd í heiminum en þessi 27 sem mynda þetta samband.Einn góðan veðurdag mun þetta Esb springa með háum hvelli.

Birna Jensdóttir, 16.3.2011 kl. 15:40

4 identicon

Og ástæður þess að það springur með hvelli getur þú lesið á heimasíðu Heimssýnar.  

Ég er hræddur.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 15:43

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú getur stundað viðskipti útum allan heim þó að maður er í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband