Leita í fréttum mbl.is

Hallur um skógrækt og tækifæri

Hallur MagnússonHallur Magnússon fer mikinn um Evrópumálin þessar vikurnar og nú er það skógræktin sem á hug hans. Hallur skrifar: "Íslenskir bændur og íbúar hinna dreifðu byggða á Íslandi eiga mikil sóknarfæri í sameiginlegu skógræktarátaki Íslendinga og Evrópusambandsins. 

Samninganefnd Íslands á að sjálfsögðu að leggja ríka áherslu á mikilvægi öflugs skógræktarátaks á Íslandi – átaks sem vinnur gegn losun koltvísýring í andrúmslofti og styður við jákvæða byggðaþróun á Íslandi.

Slíkt skógræktarátak á Íslandi á því að vera samstarfsverkefni á Evrópuvísu unnið af Íslendingum með öflugu fjárframlagi frá Evrópusambandinu og íslenska ríkinu – því kolefnabindingin er ekki einungis hagur Íslands heldur einnig hagur Evrópusambandsríkja og heimsins alls!

Slíkt skógræktarátak getur rennt tryggum stoðum undir rekstur hefðbundins íslensks landbúnaðar – sem því miður getur oft á tíðum ekki einn og sér staðið undir framfærslu hefðbundinna fjölskyldubúa. Þokkaleg vinna við skógrækt samhliða til dæmis sauðfjárrækt getur gert gæfumuninn fyrir íslenskar bændafjölskyldur.

Ný atvinnutækifæri vegna skógræktar gerir það einnig að verkum að unnt er að stækka sauðfjárbú og auka hagkvæmni í sauðfjárrækt með fækkun og stækkun sauðfjárbúa – án þess að þær bændafjölskyldur sem bregða sauðfjárbúi þurfi að hverfa á brott úr byggðunum. Atvinna við skógrækt – og túnrækt til að anna stærri sauðfjárbúum – getur gert það að verkum að byggðirnar styrkjast frá því nú er – og tekjur aukast."

Allur pistill Halls 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband