Leita í fréttum mbl.is

Jón Steindór í FRBL: Heimsmynd sprettur af sjálfsmynd

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, liðsmaður í hreyfingunni JáÍsland, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið og segir meðal annars: "Aðild Íslands að Evrópusambandinu er fullkomlega eðlilegt og rökrétt skref fyrir okkur Íslendinga. Við verðum hvorki meiri né minni við aðildina en við styrkjum okkar eigin stöðu um leið og við styrkjum stöðu ESB og Evrópu. Þannig verðum við sameiginlega betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins en ekki síður framtíðarinnar, bæði sem Íslendingar og Evrópubúar.

Hvað er brýnna en að tryggja öryggi og frið í álfunni og styrkja mannréttindi? Það er grundvöllur farsældar og hagsældar. Þar hefur ótrúlegur árangur náðst í stuttri sögu Evrópusambandsins frá sex ríkja samstarfi til 27 ríkja samstarfs. Greið viðskipti og stöðugleiki er forsenda góðra lífskjara og öruggra aðdrátta og markaða fyrir útflutning. Það er besta trygginging fyrir gagnkvæmu matvælaöryggi, lyfjaöryggi, orkuöryggi og svo mætti lengi telja."

Öll grein Jóns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var einmitt að spá í það, hvort þetta væri ekki Norðurlandamet, a.m.k. Íslandsmet í yfirlýstu innihaldslausu ágæti. Mér brá bara að horfa á þessa grein hans í morgun; gat hann ekki haldið sig við eitthvað raunhæft?

Gagnkvæmt lyfjaöryggi? Friður í álfunni? Var það ekki miklu fremur NATO sem tryggði frið í Evrópu eftir 1945? Hvernig gat EB, seinna ESB stuðlað að friði fremur en EFTA? Eru menn að gera því skóna, að Vestur-Þýzkaland hefði hafið þriðju heimsstyrjöldina, ef EB, seinna ESB hefði ekki komið til?! Og komu Evrópumenn í veg fyrir ódæðisverkin í Srebrenica? Áttu ekki hermenn frá einu ESB-ríkinu, Hollandi, að tryggja öryggi fólksins þar, en sátu aðgerðarlausir hjá, meðan 5000 múslimskum karlmönnum var slátrað með köldu blóði?

Friðarbandalag! Það var þá helzt!

Og svo varð að kalla á Bandaríkin til hjálpar.

Jón Valur Jensson, 17.3.2011 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband