Leita í fréttum mbl.is

Áhugavert um lífræna ræktun í Evrópu og tækifæri

Eygló Björk ÓlafsdóttirÞað sem af er viku hafa nokkrar ESB-greinar birst í blöðunum, í Morgunblaðinu eru menn til dæmis enn fastir í (og fá þar að bulla um) "innlimun" Íslands í ESB! Það er ekki fyndið hvaða vitleysa ratar á síður þess blaðs um ESB-málið! Kynni maður sér málið kemst maður fljótt að því að engin lönd hafa verið innlimuð í ESB. Það er hinsvegar "sena" sem er til í Morgunblaðinu - en skelfing er þetta er orðið þreytt!!

Áhugaverðasta greinin er hinsvegar úr Fréttablaðinu og er eftir Eygló Björk Ólafsdóttur (mynd), en hún skrifar fína grein um lífrænan landbúnað í Evrópu og tækifæri til framtíðar. 

Eygló skrifar:"Eftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" 

Í lok greinarinnar segir Eygló: "Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða."

Öll greinin  (Mynd af www.visir.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki innlimun, segið þið. Jæja, það var merkilegt. Ekki eru Danir ánægðir með, að stjórnarskráin þeirra verður að láta í minni pokann fyrir reglugerðum eða tilskipunum ESB! – En ætlið þið kannski að neita því, sem Stefán Már Stefánsson hefur minnt á í Speglinum, Kastljósi og opinberum fyrirlestri nýlega, að hvert meðlimaríki verði að samþykkja forgang og æðri stöðu laga og annarra reglna frá ESB, jafnvel fram yfir stjórnarskrár ríkjanna? Ég hef lengi haldið þessu fram – réttara sagt bergmálað það sem stendur í aðildarsáttmálum um þetta, en þið vilduð ekkert læra – gott ef ég fekk ekki ítrekuð olnbogaskot og ljótan munnsöfnuð úr gestaáttinni.

Að afsala æðsta löggjafarvaldi til stórveldis kann ekki góðri lukku að stýra. Og ekki henda því í hausinn á mér, að þetta sé fyrst og fremst lýðræðislegt samband fjölda ríkja. Þsð eru þau stóru, sem ráða því sem þau vilja – og eru að fá stóraukið vald til þess 2014.

Jón Valur Jensson, 24.3.2011 kl. 04:33

2 identicon

Er ekki eðli allra alþjóðasamninga að í þeim felist ákveðið afsal fullveldis...??....hvað með þegar "við" gengum í NATO, eða réttarasagt þegar Bjarni Ben ákvað fyrir okkar hönd að ganga í NATO...þíddi ekki innganga í NATO ákveðið afsal á utanríkis stefnu okkar....svo ekki sé nú talað um afsal nokkurra landsvæða á landinu t.d Miðnesheiði.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband