Leita í fréttum mbl.is

"Bændaskýrslan" í leiðara Fréttablaðsins

FréttablaðiðSkýrsla Ríkisendurskoðunar um Bændasamtökin hefur vakið athygli. Í Fréttablaðinu í dag tekur Ólafur Þ. Stephensen þetta mál fyrir. Ólafur ræðir þau ummæli Haraldar Benediktssonar, leiðtoga bænda, þess efnis að hann hefði ekkert á móti því að losna við ýmis verkefni, sem Bændasamtökin hefðu á sinni könnu. Í leiðaranum segir:

"Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn að samtökin "hefðu ekkert á móti því að losna við eitthvað af þessum verkefnum". Það væri hins vegar undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu komið að svara því hvort annað fyrirkomulag kynni að vera betra.

Hér kveður við allt annan tón en þegar Búnaðarþing dró á dögunum upp "varnarlínur" sínar vegna aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagði að kæmi til ESB-aðildar yrði að tryggja samtökum bænda "sambærilega stöðu og nú" og sjá til þess að þau fengju áfram ríkisstyrki. Þetta eru væntanlega viðbrögð við því að af hálfu Evrópusambandsins hafa verið gerðar athugasemdir við stöðu Bændasamtakanna; bæði að þau úthluti ríkisstyrkjum og að þau sjái um hagskýrslugerð.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar undirstrikar hins vegar að breytingar á stöðu Bændasamtakanna eru nauðsynlegar, hvort sem kemur til ESB-aðildar eða ekki. Og viðbrögð formanns Bændasamtakanna nú sýna að "varnarlínur" bænda og áhyggjur þeirra af "aðlögun" að reglum ESB í þessu efni eru fyrirsláttur. Er ekki tímabært að hætta honum?"

Allur leiðarinn
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband