ESB-málið er pólitískt hörkumál, á því leikur enginn vafi. Menn taka sér stöðu á hinum pólitíska vígvelli.
Nýjasta útspil hæstvirts landbúnaðar og sjávaútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar, er kannski ágætis dæmi um um það. Frá "útspilinu" segir í frétt á vísir.is og í fréttum Stöðvar tvö í kvöld (á 14. mínútu fréttatímans).
Í fréttinni segir: "Á fundi í deilunefnd Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar á föstudaginn lýsti Ísland yfir stuðningi sínum við Noreg og Kanada í máli þeirra gegn Evrópusambandinu vegna reglugerðar Evrópusambandsins sem kveður á um bann við innflutningi á selaafurðum inn á markaðssvæði ESB. Þá óskaði Ísland jafnframt eftir því að taka þátt í málsmeðferð kærunefndar í máli Kanada og Noregs gegn Evrópusambandinu sem þriðji aðili."
Hér má lesa um selveiðar, en árið 2006 námu útflutningstekjur Kanada af þeim um 18 milljónum dollara, en þjóðarframleiðsla Kanada var árið 2010 um 1500 billjónir dollara (billjón = þúsund milljarðar).
Árið 2009 setti ESB innflutningsbann á selavörur frá Kanada vegna verndarsjónarmiða. Þá hefur hart verið deilt um þær aðferðir sem beitt hefur verið við selveiðar.
Fréttatilkynning ráðuneytis Jóns Bjarnasonar um málið.
Einnig eru viðbrögð við útspili ráðherra hér
Í þessu samhengi mætti kannski spyrja hverjar útflutningstekjur Íslands af selveiðum séu? Ef þær eru þá nokkrar!
Þessi frétt frá Selasetrinu á Hvammstanga hlýtur að teljast athyglisverð í þessu samhengi!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Jón grípur hvert tækiæri til að vera á móti ESB... þó tilefnið er fáránlegt. Og skaðinn mikill.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2011 kl. 11:05
Að sjálfsögðu fara þeir í mál sem telja sig órétti beitta...
Ekki er svo verra að sá er sótt er að félag það sem aðsetur hefur í Brussel og meiri hluti þjóðarinnar vill ekkert þangað sækja.
Hitt er svo annað mál að mér hefði persónulega verið nákvæmlega sama þó Jón hefði látið ógert að ana svona fram.
Svo er Jón að fylgja sinni stefnu og VG en það er ekki það sama og að "grípa hvert tækifæri". Þegar stefnan er mótuð þá er farið eftir henni, eruð þið kanski ekki að fylgja eftir ykkar stefnu eða "grípið þið bara tækifæri " til að vera fylgjandi ESB aðild???
Skaðinn er svo enginn við það að Jón vilji fylgja Kanadamönnum, frekar að meiri skaði hljótist ef landið verður skuldum vafið ESB ríki sem tilheyrir mest Bretum og Hollendingum eftir samþykt ICESAVE.
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 30.3.2011 kl. 11:21
Ég, Evrópusinninn, styð Jón í þessu máli.
Þó svo að við munum fara í ESB, þá merkir það ekki að við eigum aðra Bandamenn eins og Noreg og Kanada.
Við munum þá tala þeirra máli innan ESB.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 12:20
Ólafur
Á Jón ekki að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar? Enda er hann ráðherra í ríkisstjórn og skrifaði undir stjórnarsáttmálann.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2011 kl. 15:05
Er þetta ekki mótspil gegn Samfylkingu sem samþykkti árásir Nato á Líbýu?, dæmigert fyrir þessa flokka.
Kjartan Sigurgeirsson, 30.3.2011 kl. 15:58
Hvað hefur ESB með Samfylkinguna að gera? Það eru fleiri en stuðingsmenn hennar sem sjá hvað ESB er.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 16:02
Þið gangið hér út frá snarvitlausum forsendum um útflutningstekjur Kanada. Hvað eru 1500 billjónir dollara (billjón = þúsund milljarðar) mikið fé? 1500 Kanadadollarar (sá dollar er heldur verðminni en Bandaríkjadalur) eru 178.290 krónur. 1500 Kanadadollarar sinnum þúsund milljarðar (1 með 12 núllum á eftir) = 1.500.000.000.000.000 Kanadadollarar = 178.290.000.000.000.000 ísl. kr. eða 178.290.000 milljarðar króna. Íbúar í Kanada eru um 34 milljónir. Þessar útfutningstekjur Kanada myndu jafngilda því að þær væru á hvert einasta mannsbarn þar að verðmæti 5.244.000.000 krónur, sem sagt yfir 5,2 milljarðar kr. á hvert mannsbarn!
Trúið þið þessu? Af hverju eru þá ekki allir farnir til Kanada?
Þjóðarframleiðsla (GDP) á mann í Kanada er skv. CIA Fact Book $39.600 (annaðhvort í Kanadadollurum eða US$, en munurinn er lítill) eða 4,7 milljónir á mann, sem sagt harla langt frá 5,2 milljörðum, sem eiga að vera útflutningstekjur þar á mann skv. Evrópusamtökunum.
Í CIA Fact Book stendur um Kanada:
"Exports: $406.8 billion (2010 est.)
$323.3 billion (2009 est.)" – sem sé margfalt undir ykkar mati.
Hver sér um svona hluti fyrir ykkur?
Jón Valur Jensson, 30.3.2011 kl. 16:45
Jón Valur: Ég styð þig;)
Ég vil hvalveiðar og selaveiðar við Ísland.
Við verðum að berjast fyrir okkar réttindum og Jón Bjarnason gerir það núna;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 16:53
Gott, Stefán. Hvað kemur það líka öðrum við, þótt afurðir af selveiðum reynist lítill hluti af útflutningi Kanadamanna? Er ekki prjónles lítill partur af okkar útflutningi – á þá að vanvirða starf prjónafólks? Selveiðar eru ekki aðeins lögmætur atvinnuvegur, heldur einnig nauðsynlegar til að halda aftur af hringormi og til að takmarka gegndarlaust át sels á fiski.
En Stefán minn, vertu ekki að gera þér neinar gyllivonir. Ef þínum bandamönnum (ESB-sinnum) tekst að troða okkur hinum inn í ESB, verða hvalveiðar, selveiðar og hákarlaveiðar í reynd bannaðar hér við land.
Alvöru-Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta. Segðu NEI við ESB!
Jón Valur Jensson, 30.3.2011 kl. 17:05
Við alvöru Íslendingar mundun berjast fyrir veiðum innan ESB;)
En Jón Valur, þú hefur rétt fyrir þér.
Gaman að því að við skulum vera sammála. Þessi harði ESB sinni og þú;)
Margir halda einmitt að við þurfum alltaf að vera með innan ESB, en það er ekki raunin.
Margir ESB sinnar þurfa að átta sig á því að allt frá Brussel er ekki skipun.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 17:10
Þruman, Sleggjan, Hvellurinn og Hamarinn ,Jón er fyrst og fremst Ráðherra VG og honum ber sem slíkum að fylgja stefnu VG og svo að sjálfsögðu egin sannfæringu.
Það er alltof mikið foringjaræði í íslenskri pólitík en ríkisstjórnarsamstarfið byggist víst á ákveðnu samkomulagi á milli flokkana en það er engum þingmanni skylt að fara eftir öðru en egin sannfæringu.
Svo miðað við rök þau er komið hafa frá Jóni V, þá styð ég þau frekar en að hlusta á ESB vandræðaliðið...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 30.3.2011 kl. 18:19
Heildarþjóðatframleiðsla Kanada:
GDP $1.600 trillion (2010) (US$1.522 trillion)
GDP growth 5.6% (2009/Q1 to 2010/Q1)
GDP per capita PPP: $43,100 (2008) (US$41,016)
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 30.3.2011 kl. 22:14
Stefán minn, þú segir annars vegar: "Við alvöru Íslendingar mundum berjast fyrir veiðum innan ESB;) [...] Margir ESB sinnar þurfa að átta sig á því að allt frá Brussel er ekki skipun."
Þetta lýsir mikilli bjartsýni í huga þínum – þú horfir fram hjá lagalegu alræði, sem ESB væri fengið í hendur með aðildarsamningi (accession treaty).
Hins vegar segir þú í sömu færslu: "En Jón Valur, þú hefur rétt fyrir þér. – Gaman að því að við skulum vera sammála. Þessi harði ESB sinni og þú;) – Margir halda einmitt að við þurfum alltaf að vera með innan ESB, en það er ekki raunin."
Þú setur þetta kannski í skiljanlegra samhengi! Mér sýnist þú aftur á móti vera að reyna að eta kökuna og eiga hana – eða öllu heldur: gagnrýna kökusneiðina, sem þér var bent á (vonda stefnu ESB í sel-, hákarla- og hvalveiðimálum, ekki viltu þá vondu stefnu), og samt virðistu ætla þér að gleypa alla kökuna ("þiggja" "inngöngu", [alræðiskennda] "aðild").
Ertu farinn að stunda andlega loftfimleika?
Hlakka til svars frá þér.
Jón Valur Jensson, 31.3.2011 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.