Leita í fréttum mbl.is

Hallur og EVA komin á skrið - ný skynsemisrödd í Evrópumálum

Á blogginu sem Hallur Magnússon heldur úti stendur: "Evrópuráðið sem ber ábyrgð á starfi hins nýja Evrópuvettvangs milli aðalfunda er fullskipað eftir stofnfund Evrópuvettvangsins – EVA – í kvöld. Evrópuráðið er skipað 27 einstaklingum sem kjörnir voru á stofnfundinum.

Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vill opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Evrópuráð 27 fulltrúa mun á fundi sínum í næstu viku velja sér oddvita, málsvara, skrifara og féhirði. Hlutverk oddvita er að kalla til funda Evrópuráðs og stýra þeim, málsvara að vera í fyrirsvari fyrir Evrópuvettvanginn út á við, skrifara að færa fundargerð til bókar og halda félagaskrá og féhirði að sýsla með fé samtakanna."

Evrópusamtökin fagna stofnun EVA og fagna tilkomu aðila sem hægt er að flokka sem "skynsemisöfl" í Evrópu-umræðunni, en eins og fram hefur komið berst EVA fyrir vandaðri málsmeðferð og þeim rétti landsmanna að fá að kjósa um aðildarsamning, þegar hann liggur fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband