Leita í fréttum mbl.is

Leiðari FRBL um hið lýðræðislega gjald

Ólafur StephensenÓlafur Þ. Stephensen skrifar í dag góðan leiðara í FRBL um Evrópumálin, sem ber yfirskriftina Lýðræðislegt gjald og þar segir Ólafur í byrjun: "Sautján ára aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu virðist furðu oft gleymast í umræðum um Evrópumál. Hún gleymist til dæmis þegar talað er um "aðlögunarviðræður“ en ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið og því haldið fram að íslenzkt samfélag þurfi að taka gagngerum breytingum, áður en til aðildar að ESB getur komið. Þeir sem tala svona hafa ekki tekið eftir þeim gífurlegu breytingum sem EES-aðildin hefur leitt af sér, en í samanburðinum er undirbúningur stjórnsýslunnar fyrir hugsanlega ESB-aðild smámunir.

EES gleymist líka þegar reynt er að telja okkur trú um að Evrópusambandið sé "ólýðræðislegt skrifræðisbákn“. Það er hægt að færa rök fyrir því að ESB sé bákn, sem samþykkir mikið af lögum og reglugerðum. Í samanburði við stjórnsýslu flestra aðildarríkjanna er það þó smátt í sniðum. Það má líka halda fram að ákvarðanir í ESB skorti lýðræðislegt lögmæti vegna þess að þær séu teknar býsna langt frá borgurum einstakra aðildarríkja. Þó eru ákvarðanirnar teknar af ráðherrum sem hafa lýðræðislegt umboð og Evrópuþingið, sem kjörið er beint af ESB-borgurum, hefur fengið aukin völd.

Það sem andstæðingar "ólýðræðislega skrifræðisbáknsins“ gleyma hins vegar er að með EES-samningnum skuldbatt Ísland sig til þess að leiða nánast sjálfkrafa í íslenzk lög veigamikinn hluta þeirra laga og reglna sem samþykktar eru í Brussel – og það án þess að lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi hafi nokkur áhrif að ráði á samþykkt þeirra.

Ef hægt er að tala um "lýðræðishalla“ í Evrópusambandinu er sá lýðræðishalli tvöfaldur þegar kemur að þeim yfir 8.000 tilskipunum og reglugerðum sem Ísland hefur þegið af Evrópusambandinu undanfarin sautján ár. Það er reyndar áhugaverð þversögn að sumir þeir sem tala mest um vonda báknið í Brussel voru sjálfir í hópi þeirra sem hvað ákafast börðust fyrir samþykkt EES-samningsins – og þar með hlutdeild okkar í bákninu."

Allur leiðarinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband