Leita í fréttum mbl.is

Guðbjörn Guðbjörnsson: Frjálslynd öfl sameinist

Guðbjörn GuðbjörnssonGuðbjörn Guðbjörnsson, þróunarstjóri hjá Tollstjóraembættinu skrifar áhugaverða færslu um stjórnmál líðandi stundar á blogg sitt, undir fyrirsögninni: Frjálslynd öfl sameinist. 

Pistillinn byrjar svona: "Sjaldan líður mér betur en þegar ég sit í hópi frjálslyndra afla úr Samfylkingu, Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum og ræði stjórnmál, en þetta gerðist í gærkvöldi eftir stofnfund Evrópuvettvangsins. Mér varð ljóst að margir hægri kratar á borð við mig „lentu“ í Sjálfstæðisflokknum, þar sem hægri öflin hafa alla tíð ráðið og þar sem hægri þjóðernis- og einangrunarstefna tröllríða öllu nú um stundir, af því að það vantaði réttan stjórnmálavettvang fyrir mig og mína líka.

Segja má að Framsóknarflokkurinn hafi reynt að gera tilraun til að endurnýja sig sem slíkur vettvangur undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar og Jóns Sigurðssonar og þannig tekið fyrsta skrefið í átt til frjálslyndra flokka (e. liberals) í Evrópu. Síðari formenn hafa ekki aðeins hörfað, heldur stýrt flokknum í aðra átt og róa í raun á sömu mið og Sjálfstæðisflokkurinn. Síðasta landsþing Framsóknarflokksins undir heitinu „Undir vonanna birtu“, sem var opnað með bændaglímu og þar sem þingfulltrúar voru að megninu til 70 ára gamlir fyrrverandi SÍSarar, kaupfélagsmenn og smábændur, rak síðasta naglann í líkkistuna."

Allur pistill Guðbjörns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað var svona ?frjálslynt" við þennan hóp?

Jú, þau voru ?frjálslynd" gagnvart því að leyfa Evrópusambandinu að fá hér ÆÐSTA LÖGGJAFARVALD YFIR LANDI OKKAR OG ÞJÓÐ.

Ég sté þarna í ræðustól -- hafði verið tvíboðaður á fundinn af Halli Magnússyni, og óbundnar voru hendur mínar eða öllu heldur talfæri, meðan ekki var búið að stofna samtökin -- og benti þeim ljóslega á, að Esb. tekur sér allt æðsta vald í löggjafarefnum -- land okkar yrði að gleypa við öllum sáttmálum, lögum, tilskipunum og reglugerðum Esb.

En ef og þegar það lagaverk rekst á eitthvað í lagasafni Íslands, hvað gerist þá? ? Jú, þá skulu íslenzku lögin víkja. "Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it," segir í inngöngusáttmála ("aðildarsamningi") allra nýrra meðlimaríkja. Jafnvel ákvæði stjórnarskrár okkar yrðu að víkja fyrir aumum tilskipunarákvæðum frá hinu volduga ráðherraráði í Brussel! (sjá frásögn mína og heimildir HÉR).

Já, sannarlega voru áheyrendur mínir ?frjálslyndir" gagnvart þessum framtíðarhorfum. Þarna var m.a.s. einn úr Frjálslynda flokknum, Gretar Mar Jónsson, sem truflaði ræðu mína utan úr sal, hún var greinlega ekki nógu ?frjálslynd" fyrir hann gagnvart þeim möguleika að beygja íslenzka ríkið undir stórríkið. Í stað þess að sýna tilhliðrun og ótímabæra kurteisi á slíkri stundu hefði ég átt að benda þeim fiskna skipstjóra og öðrum á:

1) að það er ráðherraráðið sem setti hina óstöðugu ?reglu" um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hvers Esb-ríkis,

2) að með meirihlutaræði út frá atkvæðavægi þar er unnt að afnema ?regluna" í einu vetfangi eða skera hana upp og gera hana næstum óþekkjanlega,

3) að það hafa þegar komið fram hugmyndir og tillögur um að fá einhverja ?betri" reglu í staðinn (betri t.d. fyrir Spán og Frakkland, sem eru með tugþúsundir atvinnulausra sjómanna, auk Bretlands, þar sem Spánverjar hafa fækkað störfum enskra og skozkra sjómanna; en Bretar eru alls ekki búnir að gefa Ísland upp á bátinn, það sást í skrifum þar 2008-2009 og nú aftur, eftir að þjóðin hafnaði Icesave III).

4) Við fengjum aðeins 0,06% atkvæðavægi í ráðherraráðinu, en Bretland t.d. 12,33%, Frakkland 12,88 og Þýzkaland 16,41% (frá árinu 2014, skv. Lissabon-sáttmálanum). -- Samt halda Esb-sinnar því statt og stöðugt fram, að við getum treyst því, að þessi ?regla" verði þar eilíf!

Svo getur Esb. ennfremur teygt og togað að vild hvað það kalli ?veiðireynslu" (sem höfð er til viðmiðunar í sambandi við hlutfall fiskveiða nýja meðlimaríkisins í fiskveiðilögsögu sinni), enda er veiðireynslu-árafjöldinn misjafn eftir tegundum, þar sem henni er beitt. Þess vegna geta þeir breytt árum í áratugi!

Ég bar fram eftirfarandi breytingartillögu um viðauka við 3. gr. draga að samþykktum félagsins í fyrrakvöld: "Aldrei verði þó fallist á að lög ESB hafi forgang fram yfir þau lög Íslands í nútíð eða framtíð, sem kynnu að rekast á ESB-lög, tilskipanir eða reglugerðir." Tillagan var felld með um 25 atkvæðum gegn þremur. Þetta fólk var ?frjálslyndara" en svo, að það það vildi halda stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í hærra gildi hér á landi en tilskipunum stórvelda úti í Evrópu.

En allt yrði þetta meinta ?frjálslyndi" á kostnað íslenzkra fullveldisréttinda, svo mikið er víst.

Jón Valur Jensson, 13.4.2011 kl. 15:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Spurningamerki, sem hér komu víða fram á ólíklegustu stöum, eiga að vera (fyrri) tilvísunarmerki.

Jón Valur Jensson, 13.4.2011 kl. 15:29

3 identicon

Skrýtið hvernig frjálsar þjóðir geta verið í ESB.

Eru Grikkir, Írar og Portúgalar að fara úr ESB?

Nei, svo sannarlega ekki.

Grikkir vita að ESB og evran er ekki vandamálið heldur spillt stjórnvöld heimafyrir.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 22:27

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekkert svar, Stefán, þú hlýtur að vita það sjálfur.

Þú getur ekki hrakið rök mín hér. Í rökréttu framhaldi af þeim ættirðu að minnast þess, að "það er enginn sem beitir sér fyrir ákvæðum í samningum og berst fyrir að halda inni í samningum ákvæðum, sem þeir ætla ekki að nýta sér á einhverjum tímapunkti," eins og hinn ágæti Lárus Jónsson kemst að orði í merkilegri greinargerð sinni vegna Icesave-málsins (nánar í víðara samhengi í þessari grein: Framsóknarmenn fá sumir hverjir glýju í augun þegar þeir koma í salina í Brussel - og um stofnun hins nýja „Evrópuvettvangs”.

Jón Valur Jensson, 13.4.2011 kl. 23:46

5 identicon

Jón Valur:  Þess vegna skil ég ekki hvernig land eins og Lúxemborg er að gera í ESB.

Eigum við ekki að spyrja þá af hverju þeir eru í þessu bandalagi stórþjóða þar sem þeir hafa nákvæmlega ekkert að segja.

Hvað segja Lúxemborgarar í þessu eða aðrar þjóðir sem hafa minna að segja en stóru þjóðirnar?

Af hverju eru þær í þessu bandalagi ef það er svona vonlaust og tekur af þeim sjálfstæðið? 

Ég skil það ekki.  Það er kanski vegna þess að ESB er að virka.  Ég veit það ekki.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 23:53

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu að segja mér og fólki hér, að það sé allt í lagi í þínum huga að Ísland tapi til Esb. sínum æðstu löggjafarréttindum? Hvernig heldurðu að það fari með tímanum með einkarétt okkar til fiskveiða við Ísland? Áttarðu þig ekki á sérstöðu okkar, þeirri sem Ásmundur Einar Daðason talaði um í frábæru viðtali (í útvarpsstöð í gær eða fyrradag)? Við erum í aðstöðu sem er gerólík þeirri sem gildir í Lúxemborg og jafnvel í Svíþjóð. SAMEIGINLEGA sjávarútvegsstefnan mundi setja okkur beint undir Esb.-stýringu, og svo bætist löggjafar-stýringin við. Hrópaðu ekki húrra fyrir því, vertu svo vænn, og vertu hvorki grænn né bláeygur, Stefán minn; stattu bara með þjóðinni, þá stendur Guð með þér - eða sú er mín trú.

Jón Valur Jensson, 14.4.2011 kl. 00:47

7 identicon

Við skulum nú sjá hvað ESB og Ísland segja um fiskveiðar.  Það er kanski best að láta LÍÚ um fiskveiðarnar við Ísland.

Það eru aðrir atvinnuvegir en fiskveiðar  og landbúnaður sem munu taka við. 

Það er þróun sem við skulum styðja við en ekki gera lítið úr. 

Það hefur alltaf verið þannig. 

Þýskaland var að gera ESB að engu fyrir nokkrum árum.  Þá var kvartað yfir því að Þýskaland væri að eyðileggja ESB.  Núna er það breytt.  Núna er Þýskaland að leggja undir sig Evrópu.  Að sögn "misvitra" manna.

ESB er bandalag þjóða.  Þar sameinast menn.  Stundum er það gott. Stundum ekki.

Það er áhugavert að lesa um deiluna um díselbensín.  Dísel er miklu ódýrara í Þýskalandi en bensín.  ESB vill hækka skatta á Dísel.  Þjóðverjar hafa neitunarvald. Kanski nota þeir það.

Þetta er einfaldlega bandalag sjálfstæðra þjóða. 

Ísland verður áfram sjálfstæð og fullvalda þjóð.

Ísland mun aðeins deila hagsmunun sínum með öðrum þjóðum.

En, Jón Valur, við munun aldrei vera sammála.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 01:01

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ósniðugt af þér, Stefán, að setja hlutina upp svona: að eini valkosturinn í stað Esb-yfirráða sé "að láta LÍÚ um fiskveiðarnar við Ísland." Ég veit ekki betur en þú tengist Samfylkingunni. Er það þá kannski svo með þig, að þú hafir enga trú á því, að hún meini neitt með háværu tali sínu um að breyta kvóta- og fiskveiðistjórnarkerfinu hér á Íslandi?

En hvað sem Samfó gerir, hefur íslenzka þjóðin vald til að breyta þessum málum og á e.t.v. eftir að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. En í Esb. hefum við ekki lengur forræði þessara mála ? sérðu það ekki, maður?!

Svo breytum við ekki sáttmálum Esb. Það verður ekkert hnikað með SAMEIGINLEGU sjávarútvegsstefnuna í þágu Íslendinga, og fullveldið í löggjafarmálum um frekari breytingar verður í höndum 6-7 FÓLKSFLESTU RÍKJANNA í Esb., þeirra sem fá enn auðveldari meirihluta í ráðherraráðinu árið 2014. Og ekki hef ég séð þig kvarta yfir þeirri gríðarlegu valdaukningu þeirra.

Og svo fara þeir með tímanum að nota þetta vald sitt. Fyrst, í stað þess að fæla nokkurn frá, er þó ætlunin að lokka fleiri vænleg lönd inn, t.d. Ísland, Noreg og jafnvel Grænland. Og þetta er planið!

Jón Valur Jensson, 14.4.2011 kl. 11:50

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það átti ekki að vera spurningamerki á eftir orðunum: En í Esb. hefum við ekki lengur forræði þessara mála, heldur þankastrik.

Jón Valur Jensson, 14.4.2011 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband