Leita í fréttum mbl.is

Nei-foringinn til liðs við höfuðandstæðinginn - Atli heldur að Ísland missi sjálfstæðið og fullveldið

Ásmundur-Kastljós 5-1-2011Ríkisstjórn Íslands hafði betur gegn Sjálfstæðisflokknum í kvöld varðandi tillögu um vantraust. Tillagan var felld með 32 atkvæðum gegn 30.

Það sem hlýtur að vekja mesta athygli er JÁ NEI-foringjans, Ásmundar Einars Daðasonar, sem studdi sem sagt ekki sína eigin ríkisstjórn, heldur vantraust höfuðandstæðingsins. Þetta vegna ESB-málsins. Vinstri-maðurinn, Ásmundur Einar skipar sér þar með endanlega í flokk með ysta, öfga-hægrinu í íslenskum stjórnmálum, sem sér rautt þegar minnst er á ESB.

Þetta kom formanni VG, Steingrími J. Sigfússyni, verulega á óvart, enda sagði hann í tíu-fréttum RÚV að Ásmundur hefði stutt ríkisstjórnina í hádeginu í dag, en síðan greitt atkvæði gegn henni í kvöld.

Þá vaknar spurningin; hvað gerðist í millitíðinni?

Atli GíslasonAtli Gíslason sá pólitískt "villti" og fyrrum VG-liðsmaður, greiddi einnig atkvæði gegn ríkisstjórninni, alfarið á ESB-forsendum. 

Atli trúir því greinilega að Ísland missi sjálfstæði sitt og fullveldi við aðild að ESB.

Kannski áttar Atli sig ekki á þeirri staðreynd að sennilega mun fullveldi og sjálfstæði Íslands aukast við ESB-aðild, með fullri þátttöku í ákvarðanatöku, í stað þess að gleypa reglugerðir ESB hráar í gegnum EES-samninginn! 

Og sjálfsagt veit Atli það og finnur þegar hann fer til Evrópu (ef hann gerir það!) að engin þjóð sem gengið hefur í ESB, hefur hvorki glatað sjálfstæðinu, né fullveldinu!

Nærtækast er að spyrja Eystrasaltsþjóðirnar, sem losnuðu undan kúgun og oki kommúnisma, gengu í ESB og hafa þar með orðið aftur fullvalda, sjálfstæðir og fullgildir aðilar að sambandinu og hinni "evrópsku fjölskyldu."

Að lokinni þessari unnu atkvæðagreiðslu skapast vinnufriður fyrir ríkisstjórnina, sem meðal annars getur haldið áfram að einbeita sér að því að leiða ESB-málið til lykta, með aðildarsamningi og þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Sem bæði Atli og Ásmundur eru greinilega á móti að þjóðin fái tækifæri til! 

Í þessari frétt segir svo að Ásmundur Einar sé gengin úr þingflokki VG! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju með úrsögn Ásmundar Einars úr þingflokki VG, og takk fyrir fréttina!

Það þrengist um Esb- og Icesave-stjórnina, það er gott.

"Atli trúir því greinilega að Ísland missi sjálfstæði sitt og fullveldi við aðild að ESB," segið þið. Fólk þarf ekki annað en lesa innlegg mitt á næstu síðu á undan þessari (HÉR!) til að sjá, að þetta er rétt hjá honum.

Jón Valur Jensson, 14.4.2011 kl. 01:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, sem þið nefnið, urðu fyrir innrás fyrir rétt rúmum 20 árum. Þeim stendur stuggur af Rússum, og þær voru í allt annarri stöðu en við. Berið ekki saman epli og appelsínur.

Jón Valur Jensson, 14.4.2011 kl. 02:22

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Jón Valur: Innrás? Er ekki allt í lagi? Fáðu þér sögubók og hættu þessu bulli!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.4.2011 kl. 07:43

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég held nú að Jón Valur sé að tala um innrás Sovéttríkjanna sálugu í þessi lönd þegar þau voru með tilburði til klofnings úr Sovétt.

En þeir taka það til sín sem eiga það, eins og stendur eihverstaðar. 

Guðmundur Jónsson, 14.4.2011 kl. 09:53

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evrópusamtökin virðast ekki vilja kannast við að hafa séð rússneska boðflennu-skriðdreka í neinum þessara landa fyrir rúmum 20 árum; þau gætu nú byrjað á því að bera þetta undir Jón Baldvin Hannibalsson. Ég man ekki hvort öll löndin áttu í hlut, en ógnin var veruleg. Ég var ekki að tala um innrás á borð við innrás Sovétríkjanna í Afganistan og síðar fjölþjóðahers í tengslum við SÞ í sama land, heldur innreið skriðdrekasveitar í Vilnius og ógnandi tilburði við bæði Litháen og hin löndin tvö. Þessi lönd höfðu þegar haft sína illu reynslu af innrásum Sovétríkjanna í samræmi við vopnabandalag Hiters og Stalíns, síðan innrás Hitlers-Þýzkalands og svo aftur Sovétríkjanna, sem hremmdu þessi lönd á ný og slepptu þeim ekki, fyrr en eftir að kommúnisminn hrundi. Þátttöku þessara landa í NATO og í Esb. verður að skoða í þessu ljósi.

Jón Valur Jensson, 14.4.2011 kl. 11:33

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Er það innrás að gripa til hernaðaraðgerða í eigin landi, því Eystrasaltslöndin voru jú INNLIMUÐ í Sovétríkin og því hluti af þeim?

Fyrst og fremst var um Litháen að ræða, sem lesa má um hér

Yfirleitt er innrás þannig að land A ræðst inn í land B, dæmi: Ungverjaland 1956, Afganistan 1979. 

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.4.2011 kl. 16:16

7 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Það er nokkuð magnað að þessir þingmenn, sem kenna sig við velferð skuli láta svona. Hvar er umhyggja þeirra fyrir velferðarmálum? Eitt mesta velferðarmál þessara þjóðar er að skapa hér stöðugleika og heilbrigð skilyrði fyrir atvinnulífð til langs tíma litið. Með lækkun vaxta, og verðbólgu skapast skilyrði til alvöru launahækkana og kaupmáttaraukningar.

Þessir þingmenn virðast hinsvegar bundnir á hugmyndafræðilegan klafa og þá sérstaklega Ásmundur Einar, sem er jú formaður Heimssýnar. Allt tal hans um að milljörðum verði eytt í ESB-umsókn er bara út í loftið og í raun ótrúlegt að maðurinn geti látið þetta frá sér án athugasemda fjölmiðla.

ESB-umsóknin er í réttum farvegi og það er náttúrlega að bresta á með samningaviðræðum. Það vita bæði Atli og Ásmundur. Það skýrir sennilega hegðun þeirra. 

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 14.4.2011 kl. 16:41

8 Smámynd: Svavar Bjarnason

Þetta VG fólk segist hafa hætt stuðning við ríkisstjórnina, aðallega vegna ESB málsins.

Þetta sama fólk skrifaði upp á stjórnarsáttmálann. Eru þau haldin lesblindu?

Svavar Bjarnason, 14.4.2011 kl. 17:49

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

OK, gerið bara lítið úr innrásarviðleitni Rússa, sem þeir komust ekki upp með í þetta sinn vegna þrýstings umheimsins. En það er merkilegt að sjá það viðhorf Evrópusamtakanna staðfest hér, að þetta hafi einungis verið "hernaðaraðgerð[ir] í eigin landi, því Eystrasaltslöndin voru jú INNLIMUÐ í Sovétríkin og því hluti af þeim"!!!

Annað er og var viðhorf mitt: Stalínsk innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin (sem fylgt var eftir með þjóðernishreinsunum) var ÓLÖGMÆT að alþjóðalögum, viðurkenning okkar á fullveldi þeirra ríkja var í fullu gildi og því beinlínis rangt, að þessi ríki hafi verið eðilegur "hluti af" Sovétríkjunum.

Ég hafði forgöngu um og bar hitann og þungann af undirskriftasöfnun í apríbyrjunl 1990, sem segir frá hér: Ísland viðurkenni sjálfstæði Litháens: Forsætisráðherra afhent áskorun 600 Íslendinga (Mbl. 7. apríl 1990). Þar getið þið m.a. lesið viðbrögð Steingríms Hermannssonar, þáv. forsætisráðherra, þau eru harla ólík ykkar afstöðu: Hann "veitt[i] undirskriftunum viðtöku með þeim orðum að viðurkenning Dana fyrir hönd Íslendinga frá 1921 á fullveldi og sjálfstæði Litháens væri enn í gildi og sér sýndist sem Litháar mætu yfirlýstan stuðning Alþingis við málstað þeirra."

Jón Valur Jensson, 14.4.2011 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband