Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Ísfold um VG og ESB

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBryndís Ísfold Hlöðversdóttir ritar pistil á blogg sitt um VG og "snúningana" þar og segir:

"Ég sé að hér á Eyjunni er frétt um að vinur minn Stefán Pálsson er að leita af Evrópusinnum innan síns flokks. Það er kannski ekki skrítið að hann þekki fáa slíka því það hefur ítrekað verið sagt í mín eyru að það sé með öllu ómögulegt að vera opinber Evrópusinni innan VG þar sem hörðustu andstæðingar aðildar séu svo heitir í sinni afstöðu að fáir hætti sér í að opinbera afstöðu sína á flokksfundum VG. Dálítið ,,don´t ask, don´t tell” stemming.

En það er þó merkilegt þegar sumir núverandi eða fyrrverandi þingmenn Vinstri grænna telja sig vera að þjóna sínum flokki og fylgismönnum best með því að draga umsóknina til baka því fáir evrópusinnar tilheyra innsta kjarna VG. Því staðreyndin er sú að bæði Evrópusinnar og þeir sem vilja fá að kjósa um ESB innan VG eru fjölmargir."

Allur pistill Bryndísar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband