15.4.2011 | 18:25
Reynir Traustason um ESB, þjóðaratkvæði
Reynir Traustason, ritstjóri DV skrifar beinskeyttan leiðara í helgarblaðið um þjóðaratkvæðagreiðslur, ESB-málið og fleira. Reynir segir: "Sama fólkið og espaði forsetann með kjassi og blíðmælgi til að vísa málum tengdum Icesave til þjóðarinnar leggst nú af fullum þunga gegn því að sama þjóð fái að greiða atkvæði um þúsund sinnum stærra mál, aðild að Evrópusambandinu."
Síðar skrifar Reynir að nokkur brennandi mál bíði afgreiðslu þjóðarinnar og að meðal þeirra mála sé kvótamálið og ESB-málið: "Í báðum þessum tilvikum verða mál að fara til æðsta dómstólsins, fólksins í landinu. Það verður að kveða niður þá lýðskrumara sem vilja af geðþótta handmata Íslendinga eins og páfagauka á þeim málum sem hún má ráða. Þjóðinni er fullkomlega treystandi til þess að taka stórar ákvarðanir. " (Leturbreyting, ES-bloggið)
Merkilegur tvískinnungur, sem Reynir bendir réttilega á!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
uhhh... ég skil þetta ekki - eruð þið ekki dauðhrædd um þjóðaratkvæði um esb? með 64% á móti aðild og jafnvel á móti aðildarviðræðum?
Ég er allavega hlynntur þjóðaratkvæði um þetta og margt fleira.
Corbett fjallar um Icesave Nei – ESB hlægilegtGullvagninn (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 19:15
UKIP: Tekur einhver mark á þeim flokki? Eru þetta ekki trúðarnir á Evrópuþinginu?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.4.2011 kl. 20:30
UKIP er með hollenskum flokki í þingflokki á evrópuþinginu.
Sami hollenski flokkur verð ríkisstjórn Hollands falli.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 23:36
Ertu kominn úr úníforminu, Stefán minn?
Bara orðinn borgaralegur? ? Til lukku með það!
En þetta er billegt hjá honum Reyni skipsfélaga mínum: "Þjóðinni er fullkomlega treystandi til þess að taka stórar ákvarðanir."
Við allar eðlilegar aðstæður er henni treystandi, já, en við vitum í 1. lagi, að hér er tæpur þriðjungur manna af einhverjum furðulegum ástæðum ýmist hlynntur því að afsala fullveldi landsins til evrópsks stórríkis eða hefur ginið við þeirri blekkingu, að "aðild að ESB" sé eitthvað sambærilegt við aðild að ýmsum alþjóðastofnunum eins og GATT, NATO eða SÞ, en því fer einmitt víðs fjarri, að þetta sé ekki alvarlegra en svo.
Í 2. lagi er vitað, að Esb. hefur dælt gríðarlegum fjármunum í kynningar- og uppmýkingarverkefni til að laða og lokka þjóðir inn í sig, t.d. Tékka, Svía og Norðmenn og oftast hefst þetta. 1570 sinnum fólksfleira ríkjasamband en okkar samfélag á auðvitað mjög auðvelt með þetta, nema skorður séu reistar við, en enginn vilji er til slíkra varúðarráðstafana, að mér sýnist, hjá stjórnvöldum hér (nema Jóni Bjarnasyni) né hjá þeim samtökum Esb-sinna, sem hér eru til og farið hefur fjölgandi, t.d. veit ég ekki til þess, að þau hafi ákveðið neitt þak á upphæð styrkja til sín; það á líka við um Evrópuvettvanginn nýstofnaða. Ég stakk þar sjálfur (meðan drög að lögum voru rædd og ekki búið að stofna félagið) upp á því, að þak á styrki til þess félags yrði 250.000 kr., en fekk ekki þá tillögu mína afgreidda.
Hvernig er þessu háttað hjá ykkur í Evrópusamtökunum? Eru einhverjar reglur um styrki til ykkar?
Það var sagt að fornu, að ekki væru til svo háir borgarmúrar, að asni klyfjaður gulli kæmist ekki yfir þá. Vonandi láta Íslendingar ekki heillast af gylliboðum Esb-manna. Ekki er reyndar allt gull sem glóir, og þar að auki höfum við ekkert leyfi til þess gagnvart foreldrum okkar og forfeðrum og heldur ekki gagnvart börnum okkar og afkomendum öðrum að glutra niður sjálfstæði þjóðríkis okkar.
Og þetta átti Reynir að vita. Hann á líka að vita hitt, að stjórnarmeirihlutinn neitaði að taka það í mál að gera þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildarsamning bindandi. Þar að auki voru það ekki fullveldissinnar, sem höfnuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfa inngöngu-umsóknina árið 2009, heldur Esb-sinnar, þeir felldu slíka tillögu á Alþingi! Segið mér, kvartaði Reynir kunningi minn yfir því?
Jón Valur Jensson, 16.4.2011 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.