Leita í fréttum mbl.is

Gæslan sinnir verkefnum fyrir ESB

TýrÍ frétt á MBL.is segir: "Búið er að mála fána Evrópusambandsins á varðskip Landhelgisgæslunnar en verið er að gera skipið klárt til að sinna verkefnum fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins, í Miðjarðarhafinu.

Ísland er aðili að Frontex í gegnum Schengen, en stofnun hefur óskað eftir að Gæslan sendi bæði skip og flugvél til starfa í Miðjarðarhafi. Óskin en til komin vegna þessa ástands sem skapast hefur við Miðjarðarhafið eftir að íbúar í norðanverðri Afríku kröfðust frelsis og umbóta."

Fram kemur í fréttinni að mikil ánægja sé með störf Gæslunnar, sem hún sinnti fyrir ESB í fyrra. 

Með fréttinni er afar athyglisverð mynd.

Þátttaka í þessu verkefni er afar mikilvæg fyrir Gæsluna, sem annars þyrfti að leggja skipum og segja upp mannskap.  ESB heldur því mönnum bæði í vinnu og í þjálfun, þetta er mjög jákvætt.

(Mynd: Landhelgisgæslan) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband