19.4.2011 | 08:52
Sannir Finnar sóttu sigur í Finnlandi - viðræður í gangi en brotalamir innan eigin raða
Flokkur svokallaðra "sannra Finna" vann stórsigur í finnsku þingkosningunum um helgina og fékk 19% atkvæða. Leiðtogi flokksins er Timo Soina (mynd, fæddur 1962), en hann er með mastersgráðu í félagsvísindum frá háskólanum í Helsinki og liðþjálfatign frá finnska hernum.
Svo virðist vera sem Sannir Finnar hafi tekið hvað mest fylgi frá finnska Miðflokknum, sem tapaði mestu í kosningunum. Hér má sjá yfirlit yfir kosningarnar um helgina í Finnlandi.
Timo og félagar í flokknum eru svokallaðir þjóðernissinnar og vilja t.d. herða verulega löggjöf í Finnlandi varðandi innflytjendur og setja sig þar með í flokk með danska Þjóðarflokknum og sænsku Svíþjóðardemókrötunum. Á Wikipedia má sjá helstu stefnumál sannra Finna og þau eru meðal annars þessi (á ensku, íslensk þýðing fylgir):
Policies of the party include: Stefna flokksins inniheldur meðal annars:
Progressive taxation and the welfare state (framsækin skattastefna og velferðarríki)
Opposition to the European Union and to admission to NATO (Andstaða gegn ESB og aðilar að NATO)
Abolition of mandatory Swedish on all levels of education (afnám sænskuskyldu í menntakerfinu)
State support for rural regions (ríkisstuðningur við dreifbýli)
Reductions in foreign aid (minni framlög til þróunarmála)
Strict limits on asylum-seekers (herta innflytjendalöggjöf)
Increased state investment in infrastructure and industry (aukin þáttr ríkisvaldsins í "innviðum" og iðnaði)
Pro-industry environmental policy (umhverfisstefna sem tekur mið af iðnaði)
Tougher punishment for crime (harðari refsingar við glæpum)
Limiting the state financial support to cultural activity that doesn't promote Finnish identity (takmörkun á stðningi við menningarstarfsemi sem ekki leggur áherslu á "hið sanna finnska")
Nú þegar eru hinsvegar farnar sð sjást sprungur í liðsheildinni hjá sönnum Finnum. Í frétt frá finnska útvarpinu kemur fram að skiptar skoðanir eru meðal þingmanna flokksins um kjarnorkumál.
Ólíklegt verður einnig að teljast að Timo Soina vilji vera sá aðili sem tekur Finnland út úr ESB, en það er óumdeilt að Finnland hefur notið góðs af ESB-aðild. Landið gekk í ESB árið 1995, í kjölfar hruns Sovétríkjanna, mikilvægasta viðskiptalands Finnlands.
Taka skal fram apð Finnland er ekki með í NATO, en tekur þátt í því sem kallað er Partnership for Peace (PFP) og er þar t.d. með Svíþjóð og Austurríki.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:07 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Við sem búum í ESB erum auðvitað hugsandi. Það gengur auðvitað ekki að sumar þjóðir fái að þjóta áfram í rugli svo að aðrir borgi reikninginn.
Ég er að fara á fund hjá þýskum jafnaðarmönnum í kvöld. Það verður áhugavert að heyra hvað þeir hafa að segja.
En Evran eða ESB er ekki að falla.
Þetta er einfaldlega hluti af því að vera í ESB og hafa Evruna
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 09:30
Sæll Stefán. En er ekki verið að tala um lán? Það er ekki eins og ESB (les:skattborgarar ESB), séu að gefa peningana, eða? Svo eru gerðar kröfur á móti um hagræðingu, breytt vinnubrögð o.s.frv.
En endilega segðu okkur síðan frá því hér á síðunni hvað þýskir jafnaðarmenn eru að pæla!
Í versta falli getur þú sent póst á evropa@evropa.is
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 19.4.2011 kl. 11:01
Það er smá svipur með Timo og þessum ! Sennilega nefið.
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 19.4.2011 kl. 11:23
"Lán" Neyðarsjóðs ESB til Grikklands duga til þess að greiða upp skuldir á gjalddaga fram að 2013. Að þeim tíma liðnum verða skuldirnar komnar úr 115% í ca.160% af landsframleiðslu. Hverskonar lán eru það sem vitað er að fást aldrei greidd? Hverjum er verið að bjarga?
Arnar Sigurðsson, 19.4.2011 kl. 15:47
Þetta er vissulega erfið staða en þetta voru einu lánin sem stóð þeim til boða á þessum kjörum. Ef ekki þessi pakki þá bara gjaldþrot.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.4.2011 kl. 18:09
Nei, það er EKKI "óumdeilt að Finnland h[afi] notið góðs af ESB-aðild".
Svo er ennfremur ekki nóg að leggja mat á þá hluti NÚ -- Finnar eiga enn eftir að upplifa breytt Esb. með tímanum (já, það breytist: hefur breytzt og mun breytast), bandalag þar sem t.d. áhrif (atkvæðavægi) stærstu ríkjanna í ráðherraráðinu aukast um 61% árið 2014, bandalag sem aflar sér sífellt fleiri valdheimilda og hefur þegar aflað sér þeirrar, sem verðmætust er, en hún er sú, að meðlimaríkin hafa (strax í inngöngusamningi hvers ríkis) fyrir fram samþykkt að meðtaka og viðurkenna sérhver lög og lagareglur Esb. og ekki einungis það, heldur að gera þau lög rétthærri sínum eigin landslögum, ef ein lög rekast þar á annars horn.
Þetta merkir, að Esb. getur t.d. tekið upp harða orkustefnu og jafnvel slegið eign sinni á orkuauðlindir ríkjanna, þær sem eru í ríkiseigu.
PS. Ég komst ekki til þess vegna fjarveru að svara Sig. M. Grétarssyni og innleggi hans á vefsíðu hér á undan í kvöld -- takið það ekki eins og ég samþykki hans svör! -- og nú er sú vefsíða lokuð.
Jón Valur Jensson, 20.4.2011 kl. 02:07
@JVJ: Evrópa og ESB hefur breyst gríðarlega frá stríðslokum; frá því að vera svæði í rúst, til þess að vera eitt mesta efnahagsveldi heimsins. Og verður svo áfram. En það er afar erfitt að sjá það fyrir sér að ESB fari að taka yfir orkuauðlindir aðildarríkjanna, það er mjög langt í að það gerist. Málið er með ykkur Nei-sinanna, að þið eruð svo "nojaðir" í sambandi við þetta, sjáið samsæri í hverju horni, skortir algerlega skynsamlega, röklega sýn á málið. Besta dæmið er kannski "umsáturskenningin" og sú hugsun ykkar að hér ætli bara ESB að gleypa allt innlima allt heila klabbið og gera landið að einskonar nýlendu. Þið gleymið því að Ísland er frjálst, sjálfstætt og fullvalda ríki og mun verða það hvort sem landið gengur í ESB eða ekki. Þetta er grundvallarfeill í ykkar málflutningin. Og með fullri þáttöku getur Ísland orðið eðlilegur hlut af mótun stefnu, t.d. í umhverfis og Norðurslóðamálum, sem fá sífellt meira vægi. Nokkuð sem flokkur á borð við VG ætti að hugsa um, en þar virðist ákveðinn "egóismi" ráða ríkjum, sem hefur jú valdið brotthvarfi hluta "órólegu" deildarinnar. Nóg í bili.
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 20.4.2011 kl. 10:10
Jón. Í fyrsta lagi þá ná lagasetningar ESB aðeins til aðildarríkja gagnvart þeim málaflokkum sem samningar aðildarríkja ná til. Það fer því fjarri að ESB fái einhvert alhliða lagasetningarvald yfir aðildarríkjum.
Í öðru lagi þá ná engar ESB reglur til auðlinda utan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu. Í sameiginlegu sjávarútvegsstegnunni eru fullt af heimildum til þjóða til að halda fuskveiðiheimilum sínum og tryggja stöðu sjávarbyggða. Til að hægt sé að taka auðlindir frá einstökum aðildarríkjum í einhvern sameiginlegan pott þarf að breyta stofnsáttjála ESB og til þess þarf samþykki allra aðildarríkja og þar með hefur hvert einasta ríki neitunarvald gagnvart slíku. Það er því engin hætta á að Ísland eða neitt aðildaríki missi auðlindir sínar vegna veru sinnar í ESB.
Þetta er aðeins hluti af innistæðulausum hræðsluáróðri ykkar ætluðum til að blekkja fólk til að vera á móti ESB. Þeri sem beita blekkingum til að fá fólk á sitt band á forsendum sem ekki standast geta varla haft góðan málstað. Hvernig væri að þú og aðrir þínir líkar færuð að ræða kosti og galla ESB aðildar út frá staðreyndum í stað bulls og hræðsluáróðurs?
Sigurður M Grétarsson, 20.4.2011 kl. 21:55
Þetta hljómar kraftaverkalegt hjá þér, Gunnar Hólmsteinn, í upphafi svars þíns, en Esb. (raunar EBE) hafði lítið með uppgang Þýzkalands og Frakklands að gera fyrsta áratuginn eftir stríðslok, en Marshall-aðstoð Bandaríkjanna og þróttur kapítalismans þeim mun meira, rétt eins og fríverzlunarbandalagið Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) tryggði ekki frið og öryggi í Mið- og Vestur-Evrópu, heldur gerði Norður-Atlantshafsbandalagið það.
"En það er afar erfitt að sjá það fyrir sér að ESB fari að taka yfir orkuauðlindir aðildarríkjanna, það er mjög langt í að það gerist," segirðu.
Jæja, hversu langt er "mjög langt"? Ég veit eins og hver annar, sem hugsar um þetta, að Esb. fer ekki að ásælast olíulindir Stóra-Bretlands, meðan Noregur er utan bandalagsins, en stórveldi sem þetta una því ekki til lengdar að geta ekki tryggt sér orkulindir -- um slík mál hafa samskipti, togstreita og átök ríkja og stórvelda gjarnan snúizt, og það er einungis beðið tækifæris í þeim efnum. Þeir sjá einmitt tækifærin (til löggjafar) í vandræðum eins og orkukreppu, jafnvel efnahagskreppu.
"Æðsta vald er æðsta vald"-- og þess aflaði Esb. sér ekki (þ.e. æðsta löggjafarvalds) nema til þess eins að nota það.
Ég hef ekki talað um, að Esb. ætli að gera Ísland að nýlendu. En þótt Ísland sé auðugt að auðlindum, er þjóðin smá í augum t.d. ráðamanna í Bretlandi, sem eru með fleiri atvinnulausa en alla þessa þjóð, og rétt eins og þeir bæta lítið kjör sinnar verkalýðsstéttar, væru þeir alveg áhyggjulausir, þótt Íslendingar fengju að blæða vegna stórfelldra takmarkana á einkarétti okkar til fiskimiðanna hér (rétt eins og þeirra eigin sjómenn vegna ágangs spænskra útgerða í þeirra fiskveiðilögsögu). Annars eru það enn frekar Spánverjar, sem bíða spenntir eftir að geta notað sinn óhemjustóra úthafsveiðiflota á okkar miðum (sbr. hér og hér og hér!).
"Besta dæmið er kannski "umsáturskenningin" og sú hugsun ykkar að hér ætli bara ESB að gleypa allt innlima allt heila klabbið og gera landið að einskonar nýlendu, segirðu, en nýlendutheorían er ekki mín. Við hvern kennirðu hana? Ég tala heldur ekki um, að Esb. ætli að "innlima allt heila klabbið," ef þú átt þar við alla atvinnuvegi okkar, fasteignir og jarðir, eða hvað áttu við?! Að ráðamenn Esb. vilji innlima Ísland stjórnarfarslega efast ég hins vegar ekki um, og þar með líka varðandi æðstu yfirráð yfir allri löggjöf hér, eins og eg vék að í fyrra innlegginu, og ég tek eftir, að þu svarar ekki þeim ábendingum, heldur kýst að tala um annað.
Finnst þér annars ekki erfitt að standa í þessu að mæla með inntöku Íslands í Esb. á sama tíma og þú veizt, að einungis innan við þriðji hver Íslendingur er hlynntur því? Sérðu ekki, hvað þetta gengur nærri meirihlutanum? geturðu ekki gefið þjóðinni tíma ti að virða fyrir sér þetta dásemdar-stórríki þitt og skoðað t.d. hvernig það verður orðið eftir 15-20 ár? Sérðu ekki hættuna sem fólgin er í því, að stórveldin gömlu i Evrópu eru að fá þar gríðarlega valdaukningu í ráðherraráðinu árið 2014?
"Þið gleymið því að Ísland er frjálst, sjálfstætt og fullvalda ríki," segirðu, en við fullveldissinnar gleymum því einmitt ekki; en þú bætir við: "og mun verða það hvort sem landið gengur í ESB eða ekki," en þetta er bara ekki rétt hjá þér; löggjafarþáttur fullveldisins myndi stórkrambúlerast við inntöku í Esb., lög Esb. yrðu hér æðstu lög, bandalagið fengi hér allt æðsta löggjafarvald og okkar eigin lög víkjandi, þegar þau rækjust á Esb.lög; ennfremur yrði stór skerðing á fullveldi okkar á sviði dóms- og framkvæmdavalds.
Við ráðum nógu hér á norðurslóðum; það erum ekki við, sem þurfum meira vald þar, heldur er það Esb. sem vantar okkur til að komast inn í Norðaustur-Atlantshafsráðið eða hvað það nú heitir, því að ekkert land í Esb. er eins og við með 200 sjómílna efnahagslögsögu inn í Norður-Íshafið (Finnland og Svíþjóð liggja ekki að Íshafinu né Barentshafi, einungis Rússland og Noregur; og Grænland ræður sér sjálft og vill ekki sjá það að ganga í Esb.).
Svo ættirðu að skrifa aðeins minna í klisjum, Gunnar, þetta fer ekki stjírnmálafræðingi vel ("nojaðir", "sjáið samsæri í hverju horni", "egóismi", ""órólega" deildin").
Sigurður, einmitt á sviði sjávarútvegsmála er stefna Esb. í grunninn mjög ágeng, miklu meira svo en á sviðum annarra atvinnugreina. Ég viðurkenni, að "reglan" um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hvers ríkis takmarkar verulega beitingu þeirrar samnútingarstefnu, en sú "regla" er sjálf óstöðug, á allt undir ráðherraráðinu, að það haldi henni við lýði, en það er einmitt á síðasta áratug farið að ræða um að taka upp einhverja aðra stefnu -- slaufa þessari! Þeir væru til í það Spánverjarnir -- jafnvel Bretarnir (ef Ísland verður lokkað inn), vitandi hve miklar auðlindir geta þá opnazt þeim hér ...
Ísland hefði ekkert neitunarvald gegn nýjum lögum Esb. um þetta mál, en það hefði að vísu 0,06% atkvæðavægi í ráðherraráðinu, u.þ.b. 26 sinnum minna vægi þar en EINN alþingismaður hefur á Alþingi!
Jón Valur Jensson, 21.4.2011 kl. 06:08
Ég var of þreyttur til að villuhreinsa þetta vel, en t.d. átti orðið "samnútingarstefnu" að vera "samnýtingarstefnu", annað held ég skýri sig sjálft.
Jón Valur Jensson, 21.4.2011 kl. 06:15
Norðurskautsráðið heitir það vitaskuld.
Jón Valur Jensson, 21.4.2011 kl. 06:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.