26.4.2011 | 22:32
Steingrímur J. Sigfússon með pistil um Evrópumál á Smugunni
Fjármálaráðherra Íslands, Steingrímur J. Sigfússon skrifaði fyrr í kvöld pistil um Evrópumál á www.smugan.is.
Fyrirsögnin er Víðsýn Evrópuumræða: Oft var þörf en nú er nauðsyn. Við hér á þessari síður getum alveg hjartanlega verið sammála Steingrími.
Það sem skilur okkur að er að við erum með inngöngu í ESB, hann er á móti. Það er lýðræðislegt. Steingrímur er formaður flokks sem er opinberlega á móti inngöngu, þó að innan VG séu vissulega menn og konur sem aðhyllast aðild að ESB. Þannig er það í öllum flokkum.
Steingrímur fer víða í pistli sínum, sem hann byrjar svona: "Efnahagslegir og sumpart pólitískir erfiðleikar á Evrusvæðinu og raunar í Evrópu í heild vekja nú áleitnar spurningar um hvert stefni. Ýmsar innri mótsagnir og veikleikar Evrópusamstarfsins verða ljósari þegar harðnar á dalnum. Í umræðu hér á landi virðist sumum fara þannig að þeir fyllast Þórðargleði og útmála allt slíkt sem sönnun þess hvað Evran sé ónýtt og vonlaust fyrirbæri, uppgangur sannra Finna sé til marks um hvernig andúð á Evrópusambandinu fari vaxandi þar á bæ, vandræði Íra, Grikkja og Portúgala eru umsvifalaust gerð að rökum gegn því að Ísland eigi erindi inn í Evrópusambandið.
Fremur er óskemmtilegt að sjá þannig rætt um raunveruleg og alvarleg vandamál þjóða sem ætti fremur að fjalla um af skilningi og hógværð. Uppgangur þjóðrembu-, sérgæsku- og einangrunarsjónarmiða er nákvæmlega jafn óskemmtilegur hver sem kveikjan kann að vera. Undarritaður hefur ótal sinnum á undanförnum misserum beðist undan því í viðtölum við erlenda fjölmiðla að fara í mikinn samjöfnuð um leið Íslands út úr kreppunni borið saman við vegferð Grikkja, Íra eða annarra. Við ættum hvað síðust þjóða að setja okkur á háan hest og telja okkur geta haft vit fyrir öðrum, eða höfum við ekkert lært af heimsku og hroka útrásar- og græðgisvæðingaráranna? Auk þess er nú rétt að ljúka verkinu og koma Íslandi endanlega fyrir vind og upp úr kreppunni áður en menn fara að hælast um. Þar hefur sannanlega mikið áunnist og horfur fara jafnt og þétt batnandi, þó að glímunni sé hvergi nærri lokið. Úthald og óbilandi trú á verkefnið er allt sem þarf, það eina sem getur bilað erum við sjálf eins og dæmin sanna. Framtíðarhorfur Íslands eru einhverjar hinar bestu allra Evrópulanda og þetta er umheiminum að verða æ betur ljóst, hvað sem okkur sjálfum líður. En við erum hluti af stærri heild, ekki síst Evrópu, og erfiðleikar þar geta fljótt orðið að erfiðleikum okkar. Þangað flytjum við út stærstan hluta okkar varnings, seljum þangað þjónustu og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn til Íslands."
Og í lokin segir Steingrímur: "Leiði þær viðræður við Evrópusambandið sem Alþingi ákvað í ljós að ekki fáist neinn sá frágangur á grundvallarhagsmunum Íslands er boðlegur geti talist, kemur upp staða sem Alþingi þarf að takast á við. Fyrr en á það hefur reynt í eiginlegum samningaviðræðum erum við engu nær. Forðumst á meðan að sundra röðum samherja með hendurnar fullar af afdrifaríkasta verkefni lýðveldistímans, sem sagt því að reisa Ísland úr rústum einkavæðingar- og nýfrjálshyggjustefnunnar.
Það er víðsýn og framtíðarmiðuð stefna sem sannfærir unga jafnt sem aldna með rökum um hvernig Íslandi sé best borgið er ein mun hafa sigur að lokum."
Vonandi leiðir pistill Steingríms til umræðu og ekki síst hér á þessu bloggi, sem er opið öllum áhugamönnum um Evrópumál.
VIÐBRÖGÐ VEL ÞEGIN!
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.4.2011 kl. 17:20 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Frábær leiðtogi.
Jón Gunnar Bjarkan, 26.4.2011 kl. 22:37
Algjörlega sammála þessu
"Uppgangur þjóðrembu-, sérgæsku- og einangrunarsjónarmiða er nákvæmlega jafn óskemmtilegur hver sem kveikjan kann að vera"
Vonandi geta NEI sinnar tekið þetta til sín.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2011 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.