Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon međ pistil um Evrópumál á Smugunni

Steingrímur J. SigfússonFjármálaráđherra Íslands, Steingrímur J. Sigfússon skrifađi fyrr í kvöld pistil um Evrópumál á www.smugan.is.

Fyrirsögnin er Víđsýn Evrópuumrćđa: Oft var ţörf en nú er nauđsyn. Viđ hér á ţessari síđur getum alveg hjartanlega veriđ sammála Steingrími. 

Ţađ sem skilur okkur ađ er ađ viđ erum međ inngöngu í ESB, hann er á móti. Ţađ er lýđrćđislegt. Steingrímur er formađur flokks sem er opinberlega á móti inngöngu, ţó ađ innan VG séu vissulega menn og konur sem ađhyllast ađild ađ ESB. Ţannig er ţađ í öllum flokkum.

Steingrímur fer víđa í pistli sínum, sem hann byrjar svona: "Efnahagslegir og sumpart pólitískir erfiđleikar á Evrusvćđinu og raunar í Evrópu í heild vekja nú áleitnar spurningar um hvert stefni. Ýmsar innri mótsagnir og veikleikar Evrópusamstarfsins verđa ljósari ţegar harđnar á dalnum. Í umrćđu hér á landi virđist sumum fara ţannig ađ ţeir fyllast Ţórđargleđi og útmála allt slíkt sem sönnun ţess hvađ Evran sé ónýtt og vonlaust fyrirbćri, uppgangur “sannra Finna” sé til marks um hvernig andúđ á Evrópusambandinu fari vaxandi ţar á bć, vandrćđi Íra, Grikkja og Portúgala eru umsvifalaust gerđ ađ rökum gegn ţví ađ Ísland eigi erindi inn í Evrópusambandiđ.

Fremur er óskemmtilegt ađ sjá ţannig rćtt um raunveruleg og alvarleg vandamál ţjóđa sem ćtti fremur ađ fjalla um af skilningi og hógvćrđ. Uppgangur ţjóđrembu-, sérgćsku- og einangrunarsjónarmiđa er nákvćmlega jafn óskemmtilegur hver sem kveikjan kann ađ vera. Undarritađur hefur ótal sinnum á undanförnum misserum beđist undan ţví í viđtölum viđ erlenda fjölmiđla ađ fara í mikinn samjöfnuđ um leiđ Íslands út úr kreppunni boriđ saman viđ vegferđ Grikkja, Íra eđa annarra. Viđ ćttum hvađ síđust ţjóđa ađ setja okkur á háan hest og telja okkur geta haft vit fyrir öđrum, eđa höfum viđ ekkert lćrt af heimsku og hroka útrásar- og grćđgisvćđingaráranna? Auk ţess er nú rétt ađ ljúka verkinu og koma Íslandi endanlega fyrir vind og upp úr kreppunni áđur en menn fara ađ hćlast um. Ţar hefur sannanlega mikiđ áunnist og horfur fara jafnt og ţétt batnandi, ţó ađ glímunni sé hvergi nćrri lokiđ. Úthald og óbilandi trú á verkefniđ er allt sem ţarf, ţađ eina sem getur bilađ erum viđ sjálf eins og dćmin sanna. Framtíđarhorfur Íslands eru einhverjar hinar bestu allra Evrópulanda og ţetta er umheiminum ađ verđa ć betur ljóst, hvađ sem okkur sjálfum líđur. En viđ erum hluti af stćrri heild, ekki síst Evrópu, og erfiđleikar ţar geta fljótt orđiđ ađ erfiđleikum okkar. Ţangađ flytjum viđ út stćrstan hluta okkar varnings, seljum ţangađ ţjónustu og ţađan koma flestir erlendir ferđamenn til Íslands."

Og í lokin segir Steingrímur: "Leiđi ţćr viđrćđur viđ Evrópusambandiđ sem Alţingi ákvađ í ljós ađ ekki fáist neinn sá frágangur á grundvallarhagsmunum Íslands er bođlegur geti talist, kemur upp stađa sem Alţingi ţarf ađ takast á viđ. Fyrr en á ţađ hefur reynt í eiginlegum samningaviđrćđum erum viđ engu nćr. Forđumst á međan ađ sundra röđum samherja međ hendurnar fullar af afdrifaríkasta verkefni lýđveldistímans, sem sagt ţví ađ reisa Ísland úr rústum einkavćđingar- og nýfrjálshyggjustefnunnar.

Ţađ er víđsýn og framtíđarmiđuđ stefna sem sannfćrir unga jafnt sem aldna međ rökum um hvernig Íslandi sé best borgiđ er ein mun hafa sigur ađ lokum."

Vonandi leiđir pistill Steingríms til umrćđu og ekki síst hér á ţessu bloggi, sem er opiđ öllum áhugamönnum um Evrópumál.

VIĐBRÖGĐ VEL ŢEGIN! 

Allur pistill Steingríms 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Frábćr leiđtogi.

Jón Gunnar Bjarkan, 26.4.2011 kl. 22:37

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Algjörlega sammála ţessu

"Uppgangur ţjóđrembu-, sérgćsku- og einangrunarsjónarmiđa er nákvćmlega jafn óskemmtilegur hver sem kveikjan kann ađ vera"

Vonandi geta NEI sinnar tekiđ ţetta til sín.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2011 kl. 22:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband