Leita í fréttum mbl.is

Aðalfundur Evrópusamtakanna haldinn þann 5. maí

Aðalfundur Evrópusamtakanna verður haldinn að Skipholti 50a fimmtudaginn 5. maí kl.20.00. 


Dagskrá:

1. Hefðbundin aðalfundarstörf (skýrsla stjórnar, reikningar og kosning stjórnar). 
2. ,,Evrópumaður ársins" útnefningin tilkynnt. 
3. ,,Írland og efnhagslífið í Evrópu" Andrea Pappin framkvæmdastjóri írsku Evrópusamtakanna.
4. Önnur mál.


Aðalgestur fundarins verður Andrea Pappin, framkvæmdastjóri írsku Evrópusamtakanna. Hún er ung og kraftmikil kona sem hefur vakið athygli á Írlandi fyrir ferska og nútímalega nálgun á Evrópumálin.


Allt áhugafólk um Evrópumál er velkomið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er ykkur ekki orðið ljóst á rökræðum um framsal alls æðsta löggjafarvalds yfir Íslandi með aðildarsamningi, að Esb. er miklu alvarlegri hlutur en mörg ykkar höfðu ímyndað sér? Er 61% aukning á valdi stærstu þjóðanna þar í ráðherraráðinu frá og með árinu 2014 ekki nóg til að fá ykkur til að efast? Eru okurlán til Íra og Portúgala eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Ættuð þið ekki að fylgjast með afdrifum þeirra, Grikkja og Spánverja næstu árin, áður en þið haldið áfram að reyna að blekkja Íslendinga -- smæstu þjóðina og þar með varnarlausustu, en með miklar auðlindir í húfi -- inn í þetta stórveldabandalag?

Jón Valur Jensson, 1.5.2011 kl. 02:52

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá er það bull að allt æðsta löggjafarvald færist til ESB við aðildarsamning. Hér er aðeins um það að ræða að við göngum í samtök með kostum þess og göllum og tökum við það á okkur skuldbindingar en fáum ákveðin réttindi á móti. Við göngumst þá undir aðildarskilmálanna á meðan við kjósum að vera aðilar að samtökunum en getum að sjálfjögðu gengið þaðan út ef samtökin breytast í þá veru sem gerir þaðað verkum að við teljum hag okkar betur borgið utan þeirra en innan. Þetta sama á við um allan félagsskap sem menn ganga í þó réttindi og skyldur séu misvíðtækar milli félaga.

Hvað varar "okurlán" til Íra og Portúgala þá eru engir aðrir að bjóða þeim lán á betri kjörum þannig að þeir eru að fá betri kjör en þeir fengju ef þeir stæðu utan ESB. Vandi þeirra er heimatilbúinn en ekki afleiðing af ESB aðildf þeirra og því væri staða þeirra að öllum líkindum mun verri ef þeir stæðu utan ESB og stæði ekki til boða aðstoð þaðan. Hvað upphæð vaxtanna áhrærir þá er það væntanlega afleiðing af því að öll ESB ríki verða að samþykkja björgunarpakkann og væntanlega telja menn sig ekki geta náð 100% samkomulagi við lægri vexti.

Það er nefnilega rangt sem sumir ESB andstæðingar gefa í skyn að neitunarvald sé að hverfa úr ESB þó vissulega sé það að minnka.  Til sæmis er ekki hægt að breyta ESB reglum með þeim hætti að hægt sé að taka auðlindir frá einstökum ESB ríkjum án þess að breyta stofnsáttmála ESB og gagnvart slíkum breytingum hafa öll ESB ríki neitunarvald og það hefur aldrei staðið til að breyta því. Fullyrðingin um hættu á að við missum náttúruauðlindir er því ekkert annað en innistæðulaus hræðsluáróður.

Við Evrópusinnar látum ekki mýtur og hræðsluáróður ykkar ESB andstæðinga villa okkur af leið og gerum því það sem er í okkar valdi til að stuðla að því að Ísland taki það gæfuspor að ganga í ESB þó að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að ásættanlegur aðildasamningur náist.

Sigurður M Grétarsson, 1.5.2011 kl. 12:17

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

1. Neitunarvaldið er MIKIÐ að minnka í Esb., gerði það með Lissabon-sáttmálanum; því ferli (þeirri "vegferð"!) mun svo ugglaust verða haldið áfram, m.a. eru auknar líkur á því, að mjög þrengi nú að frelsi meðlimaríkjanna til að vera einráð um fjárlög sín o.fl. efnahagsmál.

2. ÆÐSTA lögggjafarvaldið hlýtur að vera það, sem nýtur FORGANGS og ryður frá sér, treður á og varpar burt öllum andstæðum lögum í lagasöfnum ríkjanna eða nýtilorðnum lögum í þingsölum þeirra. En þetta á einmitt við um löggjafarvald Esb.-þingsins í Strassborg og Brussel og (það sem verra er) löggjafarvald hins ennþá voldugra ráðherraráðs í Brussel, þar sem við fengjum 0,06% atkvæðavægi (sjá HÉR!). Um nánari skýringu á "æðsta löggjafarvaldi" vísa ég aftur til tengilsins í fyrra innleggi mínu.

3. Sigurður ver það, að "bræðralagið" í Brussel neytir færis og setur upp svimandi háa snöruvexti fyrir Íra og Portúgala, réttlætir það með því, að aðrir hafi ekki á þeim meira lánstraust! Samt átti þetta að heita björgunaraðgerð fyrir bandalagsríki. Það ætti frekar að sleppa þeim úr evrusnörunni.

4. Sigurður getur ekki sannað, að við gætum gengið aftur úr þessu stórveldabandalagi. Ég efast ekki um, að Frakkland, Þýzkaland eða Bretar gætu notað force majeure til að losa sig úr Esb., þau eru einfaldlega nógu voldug til þess að gera það án tillits til annarra, en við Vendetta höfum nýlega sýnt hér fram á, að Ísland yrði um slíka úrsögn algerlega upp á náð hinna ríkjanna komið, þ.e. hvort við losnuðum nokkurn tímann.

Og gleðilegan 1. maí.

Jón Valur Jensson, 1.5.2011 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband