Leita í fréttum mbl.is

Hallur Magnússon: Hættum barnalegri þrætupólitík

Hallur MagnússonHallur Magnússon, forsvarsmaður Evrópuvettvangsins, hefur birt nýjan pistil um Evrópumál á bloggi sínu og segir þar: "Evrópusambandið hefur ákveðið að hefja eiginlegar samningaviðræður við Íslendinga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var í raun endanlega staðfest á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í vikunni. Mikilvægt skref.

Fjarvera fulltrúa hingað til mikilvægs stjórnmálaflokks á Íslandi á þessum mikilvæga fundi sameiginlegrar þingmannanefndar vakti athygli mína og áhyggjur. Slík fjarvera er ekki Íslandi til framdráttar á alþjóðavettvangi hvað sem mönnum finnst um ESB.

Fyrstu kaflarnir sem opnaðir verða í aðildarumræðunum eru um opinber útboð, samkeppnismál, upplýsingatækni og fjölmiðlun, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu. Reyndar höfum við undanfarna tæpa tvo áratugi notið öflugs stuðnings Evróðusambandsins í flestum þessum málaflokkum – en látum það vera á þessari stundu. Nú erum við farin að ræða mögulegan aðildarsamning.

Nú þurfa stjórnmálamennirnir að hætta barnalegri þrætupólitíkinni og fara að ræða þau pólitísku markmið sem Ísland vill ná í aðildarviðræðunum í hverjum kafla í aðildarviðræðna fyrir sig. Þar skiptir miklu máli í þeirri umræðu að fá áherslur þeirra sem eru gegn aðild ekki síður en þeirra sem eru jákvæðir fyrir mögulegri inngöngu í ESB."

Alllur pistill Halls 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband