Leita í fréttum mbl.is

Ísland fyrirmynd í nýju fiskveiðikerfi ESB?

fish_Atlantic_codMorgunblaðið greinir frá: "Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að taka upp kvótakerfi í sjávarútvegi þannig að skip fái úthlutað veiðikvóta til að minnsta kosti 15 ára.

Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggja fram tillögu þessa efnis í júlí. Þar er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi árið 2013.   

Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hefur verið í gildi í 28 ár. Henni er ætlað að tryggja að veiði úr fiskistofnum sé innan sjálfbærra marka en gagnrýnendur halda því fram, að áhrifin séu þveröfug.

Eitt helsta markmið nýju tillagnanna er sagt vera að útrýma brottkasti með því að taka upp kvótakerfi þar sem úthlutun kvóta byggi á því hve mörgum fiskum sé landað en ekki á því hve margir séu veiddir." 

Frétt um sama mál á RÚV , BBC er með ítarlega fréttaskýringu hér og hér má lesa sjálfa tillöguna frá ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband